Fótbolti

Svein­dís Jane á leið í mynda­töku eftir að fara meidd af velli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveindís Jane í leik dagsins.
Sveindís Jane í leik dagsins. Christof Koepsel/Getty Images

Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er á leið í myndatöku á sjúkrahúsi í Þýskalandi eftir 3-1 tap Íslands ytra í undankeppni EM 2025. 

Ísland átti við ofurefli að etja í kvöld en Sveindís Jane ógnaði ítrekað með hraða sínum og krafti meðan hún var á vellinum. Ísland jafnaði metin á 23. mínútu en Sveindís Jane meiddist á öxl ekki löngu síðar eftir að Kathrin Hendrich, samherji Sveindísar hjá Wolfsburg, tók hana niður.

Eftir leik staðfesti Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari að Sveindís Jane væri farin upp á sjúkrahús í myndatöku sem mun skera úr um hversu alvarleg meiðslin eru. 

Sveindís Jane var frá vegna meiðsla í talsverðan tíma undir lok síðasta árs en var að ná fyrri styrk og komin aftur í byrjunarlið Íslands sem og þýska risans Wolfsburg.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×