Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Erfiður dagur fyrir flestar Íþróttadeild Vísis skrifar 9. apríl 2024 18:35 Hildur Antonsdottir komst líklega best frá hlutunum á miðsvæðinu hjá íslenska liðinu. Christof Koepsel/Getty Images Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 3-1 tap er liðið heimsótti ógnarsterkt lið Þjóðverja í undankeppni EM 2025. Þýska liðið var mun sterkara á nánast öllum sviðum í leik dagsins og íslensku stelpurnar mega líklega teljast heppnar að hafa ekki tapað stærra. Stelpurnar stóðu þó vel í þýska liðinu fyrsta hálftíma leiksins eftir að hafa lent undir eftir aðeins fjögurra mínútna leik, en eftir að Sveindís Jane Jónsdóttir þurfti að fara meidd af velli fór að halla verulega undan fæti hjá íslenska liðinu. Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður [5] Var að fá á sig mark í fyrsta skipti í treyju íslenska landsliðsins. Í raun lítið sem hún gat gert í mörkum Þjóðverja, en átti oft og tíðum í erfiðleikum með að spila boltanum út frá marki í seinni hálfleik. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [4] Fékk það óöfundsverða verkefni að glíma við Klöru Bühl á vinstri kantinum og átti oft í vandræðum. Er ekki bakvörður að upplagi, en hefur oft skilað varnarhlutanum í þessari stöðu betur. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [5] Höfum oft séð fyrirliðan eiga betri daga. Sáum hana þó oft mæta vel í hjálparvörnina og á þeim kafla sem íslenska liðið náði að sækja í fyrri hálfleik var hún mætt til að reyna að valda usla í vítateig Þjóðverja eftir löng innköst Sveindísar. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [4] Eftir að hafa sýnt frábæra frammistöðu gegn Pólverjum þar sem hún glímdi vel við Ewu Pajor fann Ingibjörg sig því miður ekki í dag. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [4] Þessi fer í reynslubankann hjá Sædísi. Átti flotta spretti gegn Pólverjum en þarf að læra á leiki sem þessa þar sem íslenska liðið neyðist til að verjast nánast allan leikinn. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [6] Líklega sú sem átti hvað bestan leik inni á miðsvæðinu. Virðist alltaf geta haldið áfram og vinnur mikið fyrir liðið. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [5] - Tekin af velli á 79. mínútu Hefur átt betri daga í íslensku treyjunni. Var nálægt því að gefa mark í seinni hálfleik þegar hún tapaði boltanum á hættulegum stað. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [6] Skapaði hættu í tvígang í fyrri hálfleik og átti þátt í marki Íslands. Sæmilegur leikur hjá Karólínu, en við vitum öll að hún getur betur. Diljá Ýr Zomers, vinstri kantmaður [6] - Tekin af velli á 66. mínútu Lagði upp markið fyrir Hlín í fyrri hálfleik og virðist full sjálfstrausts eftir góða mánuði í Belgíu. Fékk þó úr litlu að moða eins og aðrir sóknarmenn Íslands eftir að Sveindís fór af velli. Hlín Eiríksdóttir, hægri kantmaður [7] - Tekin af velli á 66. mínútu Flott frammistaða hjá Hlín sem kom kannski nokkuð óvænt inn í byrjunarliðið fyrir Bryndísi Örnu Níelsdóttur. Skoraði mark Íslands og var ógnandi framan af leik. Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji [5] - Tekin af velli á 30. mínútu Óheppin að þurfa að fara snemma af velli vegna meiðsla. Var búin að vera vinnusöm fram að meiðslunum og augljóst að þýska vörnin lagði mikla áherslu á að reyna að stöðva Sveindísi. Varamenn: Bryndís Arna Níelsdóttir [5] - Kom inn á fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur á 30. mínútu Eins og aðrar í fremstu línu fékk hún úr litlu að moða. Sýnir mikla baráttu, en fékk erfitt verkefni þegar hún kom óvænt inn á fyrir hættulegasta leikmann Íslands. Sandra María Jessen [5] - Kom inn á fyrir Diljá Ýr Zomers á 66. mínútu Kom inn á við erfiðar aðstæður og gerði lítið til að breyta leiknum, enda voru tækifærin til þess fá. Guðný Árnadóttir [5] - Kom inn á fyrir Hlín Eiríksdóttur á 66. mínútu Kom inn á í stöðu sem hún er kannski ekki allt of vön að spila. Skilaði því ágætlega miðað við aðstæður. Selma Sól Magnúsdóttir - Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira
Þýska liðið var mun sterkara á nánast öllum sviðum í leik dagsins og íslensku stelpurnar mega líklega teljast heppnar að hafa ekki tapað stærra. Stelpurnar stóðu þó vel í þýska liðinu fyrsta hálftíma leiksins eftir að hafa lent undir eftir aðeins fjögurra mínútna leik, en eftir að Sveindís Jane Jónsdóttir þurfti að fara meidd af velli fór að halla verulega undan fæti hjá íslenska liðinu. Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður [5] Var að fá á sig mark í fyrsta skipti í treyju íslenska landsliðsins. Í raun lítið sem hún gat gert í mörkum Þjóðverja, en átti oft og tíðum í erfiðleikum með að spila boltanum út frá marki í seinni hálfleik. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [4] Fékk það óöfundsverða verkefni að glíma við Klöru Bühl á vinstri kantinum og átti oft í vandræðum. Er ekki bakvörður að upplagi, en hefur oft skilað varnarhlutanum í þessari stöðu betur. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [5] Höfum oft séð fyrirliðan eiga betri daga. Sáum hana þó oft mæta vel í hjálparvörnina og á þeim kafla sem íslenska liðið náði að sækja í fyrri hálfleik var hún mætt til að reyna að valda usla í vítateig Þjóðverja eftir löng innköst Sveindísar. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [4] Eftir að hafa sýnt frábæra frammistöðu gegn Pólverjum þar sem hún glímdi vel við Ewu Pajor fann Ingibjörg sig því miður ekki í dag. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [4] Þessi fer í reynslubankann hjá Sædísi. Átti flotta spretti gegn Pólverjum en þarf að læra á leiki sem þessa þar sem íslenska liðið neyðist til að verjast nánast allan leikinn. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [6] Líklega sú sem átti hvað bestan leik inni á miðsvæðinu. Virðist alltaf geta haldið áfram og vinnur mikið fyrir liðið. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [5] - Tekin af velli á 79. mínútu Hefur átt betri daga í íslensku treyjunni. Var nálægt því að gefa mark í seinni hálfleik þegar hún tapaði boltanum á hættulegum stað. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [6] Skapaði hættu í tvígang í fyrri hálfleik og átti þátt í marki Íslands. Sæmilegur leikur hjá Karólínu, en við vitum öll að hún getur betur. Diljá Ýr Zomers, vinstri kantmaður [6] - Tekin af velli á 66. mínútu Lagði upp markið fyrir Hlín í fyrri hálfleik og virðist full sjálfstrausts eftir góða mánuði í Belgíu. Fékk þó úr litlu að moða eins og aðrir sóknarmenn Íslands eftir að Sveindís fór af velli. Hlín Eiríksdóttir, hægri kantmaður [7] - Tekin af velli á 66. mínútu Flott frammistaða hjá Hlín sem kom kannski nokkuð óvænt inn í byrjunarliðið fyrir Bryndísi Örnu Níelsdóttur. Skoraði mark Íslands og var ógnandi framan af leik. Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji [5] - Tekin af velli á 30. mínútu Óheppin að þurfa að fara snemma af velli vegna meiðsla. Var búin að vera vinnusöm fram að meiðslunum og augljóst að þýska vörnin lagði mikla áherslu á að reyna að stöðva Sveindísi. Varamenn: Bryndís Arna Níelsdóttir [5] - Kom inn á fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur á 30. mínútu Eins og aðrar í fremstu línu fékk hún úr litlu að moða. Sýnir mikla baráttu, en fékk erfitt verkefni þegar hún kom óvænt inn á fyrir hættulegasta leikmann Íslands. Sandra María Jessen [5] - Kom inn á fyrir Diljá Ýr Zomers á 66. mínútu Kom inn á við erfiðar aðstæður og gerði lítið til að breyta leiknum, enda voru tækifærin til þess fá. Guðný Árnadóttir [5] - Kom inn á fyrir Hlín Eiríksdóttur á 66. mínútu Kom inn á í stöðu sem hún er kannski ekki allt of vön að spila. Skilaði því ágætlega miðað við aðstæður. Selma Sól Magnúsdóttir - Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira