Viðar Logi meðal 30 undir 30 á lista Forbes Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. apríl 2024 12:11 Viðar Logi er búsettur í London og var að rata á lista Forbes 30 under 30. Aðsend „Það er sérstaklega súrrealískt fyrir millistéttarstrák frá Dalvík að vera á lista meðal þessara brautryðjenda,“ segir ljósmyndarinn og listamaðurinn Viðar Logi. Hann komst á eftirsóttan lista Forbes tímaritsins um 30 einstaklinga undir 30 ára sem hafa náð hvað mestri velgengni á sviði lista og menningar í Evrópu árið 2024. Viðar Logi hefur unnið náið með tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur á undanförnum árum og meðal annars myndað forsíðumynd fyrir plötu hennar Fossora. Hlaut myndin tilnefningu sem plötuumslag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Sömuleiðis hefur hann skotið tónlistarmyndbönd Bjarkar og séð um listræna stjórnun. Hann er sjálflærður ljósmyndari, alinn upp á Norðurlandi og sækir mikinn innblástur þangað. Á síðu Forbes stendur einnig að Viðar Logi hafi unnið fyrir tískurisa á borð við Thom Brown, Iris van Herpen og Del Core. Þá hafa ljósmyndir hans sömuleiðis ratað í ýmis tímarit á borð við Vogue, Rolling Stone, Pitchfork og Hero. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Bjarkar við lagið atopos, í leikstjórn Viðars Loga: Viðar Logi segir þetta sannarlega mikinn heiður. Aðspurður segir hann að eftir hans bestu vitund sé hann fyrsti Íslendingurinn sem ratar á þennan lista. „Mér brá að fá tilkynninguna, ég bjóst ekki við að komast á listann eftir að þau buðu mér að taka þátt. Það er sérstaklega súrrealískt fyrir millistéttarstrák frá Dalvík að vera á lista meðal þessara brautryðjenda, er mjög þakklátur.“ Ljósmyndun Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Tengdar fréttir Björk á forsíðu Vogue í fyrsta sinn Björk Guðmundsdóttir prýðir forsíðu tímaritsins Vogue Scandinavia í nýjasta tölublaðinu. Um er að ræða í fyrsta sinn sem tónlistarkonan prýðir forsíðu blaðsins sem er eitt frægasta tískutímarit í heimi. 27. mars 2024 14:34 Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19. október 2022 06:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Sjá meira
Viðar Logi hefur unnið náið með tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur á undanförnum árum og meðal annars myndað forsíðumynd fyrir plötu hennar Fossora. Hlaut myndin tilnefningu sem plötuumslag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Sömuleiðis hefur hann skotið tónlistarmyndbönd Bjarkar og séð um listræna stjórnun. Hann er sjálflærður ljósmyndari, alinn upp á Norðurlandi og sækir mikinn innblástur þangað. Á síðu Forbes stendur einnig að Viðar Logi hafi unnið fyrir tískurisa á borð við Thom Brown, Iris van Herpen og Del Core. Þá hafa ljósmyndir hans sömuleiðis ratað í ýmis tímarit á borð við Vogue, Rolling Stone, Pitchfork og Hero. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Bjarkar við lagið atopos, í leikstjórn Viðars Loga: Viðar Logi segir þetta sannarlega mikinn heiður. Aðspurður segir hann að eftir hans bestu vitund sé hann fyrsti Íslendingurinn sem ratar á þennan lista. „Mér brá að fá tilkynninguna, ég bjóst ekki við að komast á listann eftir að þau buðu mér að taka þátt. Það er sérstaklega súrrealískt fyrir millistéttarstrák frá Dalvík að vera á lista meðal þessara brautryðjenda, er mjög þakklátur.“
Ljósmyndun Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Tengdar fréttir Björk á forsíðu Vogue í fyrsta sinn Björk Guðmundsdóttir prýðir forsíðu tímaritsins Vogue Scandinavia í nýjasta tölublaðinu. Um er að ræða í fyrsta sinn sem tónlistarkonan prýðir forsíðu blaðsins sem er eitt frægasta tískutímarit í heimi. 27. mars 2024 14:34 Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19. október 2022 06:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Sjá meira
Björk á forsíðu Vogue í fyrsta sinn Björk Guðmundsdóttir prýðir forsíðu tímaritsins Vogue Scandinavia í nýjasta tölublaðinu. Um er að ræða í fyrsta sinn sem tónlistarkonan prýðir forsíðu blaðsins sem er eitt frægasta tískutímarit í heimi. 27. mars 2024 14:34
Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19. október 2022 06:00