Þurfa hugrekki og þor: „Fórna öllu fyrir þetta“ Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 14:00 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Sigurjón Ólason Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsiðsins í fótbolta, segir sitt lið þurfa að þora að spila á sínum gildum í kvöld gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025. Sýna hugrekki. Þýska liðið sé mjög gott en það sé íslenska liðið líka. Hann segir íslenska liðið ætla að fórna öllu í leik kvöldsins og sjá hverju það skilar. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikur Þýskalands og Íslands fer fram á Tivoli-leikvanginum í Aachen í Vesturhluta-Þýskalands klukkan tíu mínútur yfir fjögur síðar í dag. Vísir ræddi við Þorstein fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Tivoli-leikvanginum í gær. Hann var ánægður með umgjörðina sjálfa á leikvanginum sjálfum en hafði sínar skoðanir á vellinum sjálfum sem blaðamaður tekur undir. Ljóst er að völlurinn er ekki upp á sitt besta, virkaði loðinn og tættur. Klippa: Þurfa að sýna hugrekki og þor: Fórna öllu í þetta „Grasið virkar ekkert voðalega gott en bara allt í lagi. Umgjörðin er hins vegar flott og allt í standi held ég.“ Íslenska landsliðið mætir til leiks í kvöld á toppi fjórða riðils í A-deild eftir 3-0 sigur á Póllandi í fyrstu umferð. Þjóðverjarnir eru í 2.sæti riðilsins með sama stigafjölda en verri markatölu eftir 3-2 sigur á Austurríki. „Leikurinn á móti Þjóðverjum verður allt öðru vísi en á móti Pólverjunum. Þýska liðið mun pressa okkur hátt á vellinum, þær munu vera mjög agressívar. Við þurfum að þora að vera við sjálf. Þora að vera með boltann og vera góð í návígjum. Bæði með og án bolta. Þora að vera við sjálf og sýna hugrekki á vellinum. Það er það sem við þurfum að fara með inn í leikinn. Hugrökk alla leið og þora að framkvæma þá hluti sem við getum. Við vitum að þetta þýska lið er gott. En að sama skapi teljum við okkur líka vera með gott lið. Auðvitað vitum við að þetta verður erfitt en við ætlum okkur hluti í þessum leik. Ætlum okkur að spila góðan leik og gefa allt í þetta. Ef við getum gengið sátt frá því sem við lögðum í leikinn þá getum við uppskorið góða hluti. Markmiðið er bara að leggja allt í sölurnar. Fórna öllu fyrir þetta. Svo sjáum við hverju það skilar okkur.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikur Þýskalands og Íslands fer fram á Tivoli-leikvanginum í Aachen í Vesturhluta-Þýskalands klukkan tíu mínútur yfir fjögur síðar í dag. Vísir ræddi við Þorstein fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Tivoli-leikvanginum í gær. Hann var ánægður með umgjörðina sjálfa á leikvanginum sjálfum en hafði sínar skoðanir á vellinum sjálfum sem blaðamaður tekur undir. Ljóst er að völlurinn er ekki upp á sitt besta, virkaði loðinn og tættur. Klippa: Þurfa að sýna hugrekki og þor: Fórna öllu í þetta „Grasið virkar ekkert voðalega gott en bara allt í lagi. Umgjörðin er hins vegar flott og allt í standi held ég.“ Íslenska landsliðið mætir til leiks í kvöld á toppi fjórða riðils í A-deild eftir 3-0 sigur á Póllandi í fyrstu umferð. Þjóðverjarnir eru í 2.sæti riðilsins með sama stigafjölda en verri markatölu eftir 3-2 sigur á Austurríki. „Leikurinn á móti Þjóðverjum verður allt öðru vísi en á móti Pólverjunum. Þýska liðið mun pressa okkur hátt á vellinum, þær munu vera mjög agressívar. Við þurfum að þora að vera við sjálf. Þora að vera með boltann og vera góð í návígjum. Bæði með og án bolta. Þora að vera við sjálf og sýna hugrekki á vellinum. Það er það sem við þurfum að fara með inn í leikinn. Hugrökk alla leið og þora að framkvæma þá hluti sem við getum. Við vitum að þetta þýska lið er gott. En að sama skapi teljum við okkur líka vera með gott lið. Auðvitað vitum við að þetta verður erfitt en við ætlum okkur hluti í þessum leik. Ætlum okkur að spila góðan leik og gefa allt í þetta. Ef við getum gengið sátt frá því sem við lögðum í leikinn þá getum við uppskorið góða hluti. Markmiðið er bara að leggja allt í sölurnar. Fórna öllu fyrir þetta. Svo sjáum við hverju það skilar okkur.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira