Þurfa hugrekki og þor: „Fórna öllu fyrir þetta“ Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 14:00 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Sigurjón Ólason Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsiðsins í fótbolta, segir sitt lið þurfa að þora að spila á sínum gildum í kvöld gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025. Sýna hugrekki. Þýska liðið sé mjög gott en það sé íslenska liðið líka. Hann segir íslenska liðið ætla að fórna öllu í leik kvöldsins og sjá hverju það skilar. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikur Þýskalands og Íslands fer fram á Tivoli-leikvanginum í Aachen í Vesturhluta-Þýskalands klukkan tíu mínútur yfir fjögur síðar í dag. Vísir ræddi við Þorstein fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Tivoli-leikvanginum í gær. Hann var ánægður með umgjörðina sjálfa á leikvanginum sjálfum en hafði sínar skoðanir á vellinum sjálfum sem blaðamaður tekur undir. Ljóst er að völlurinn er ekki upp á sitt besta, virkaði loðinn og tættur. Klippa: Þurfa að sýna hugrekki og þor: Fórna öllu í þetta „Grasið virkar ekkert voðalega gott en bara allt í lagi. Umgjörðin er hins vegar flott og allt í standi held ég.“ Íslenska landsliðið mætir til leiks í kvöld á toppi fjórða riðils í A-deild eftir 3-0 sigur á Póllandi í fyrstu umferð. Þjóðverjarnir eru í 2.sæti riðilsins með sama stigafjölda en verri markatölu eftir 3-2 sigur á Austurríki. „Leikurinn á móti Þjóðverjum verður allt öðru vísi en á móti Pólverjunum. Þýska liðið mun pressa okkur hátt á vellinum, þær munu vera mjög agressívar. Við þurfum að þora að vera við sjálf. Þora að vera með boltann og vera góð í návígjum. Bæði með og án bolta. Þora að vera við sjálf og sýna hugrekki á vellinum. Það er það sem við þurfum að fara með inn í leikinn. Hugrökk alla leið og þora að framkvæma þá hluti sem við getum. Við vitum að þetta þýska lið er gott. En að sama skapi teljum við okkur líka vera með gott lið. Auðvitað vitum við að þetta verður erfitt en við ætlum okkur hluti í þessum leik. Ætlum okkur að spila góðan leik og gefa allt í þetta. Ef við getum gengið sátt frá því sem við lögðum í leikinn þá getum við uppskorið góða hluti. Markmiðið er bara að leggja allt í sölurnar. Fórna öllu fyrir þetta. Svo sjáum við hverju það skilar okkur.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikur Þýskalands og Íslands fer fram á Tivoli-leikvanginum í Aachen í Vesturhluta-Þýskalands klukkan tíu mínútur yfir fjögur síðar í dag. Vísir ræddi við Þorstein fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Tivoli-leikvanginum í gær. Hann var ánægður með umgjörðina sjálfa á leikvanginum sjálfum en hafði sínar skoðanir á vellinum sjálfum sem blaðamaður tekur undir. Ljóst er að völlurinn er ekki upp á sitt besta, virkaði loðinn og tættur. Klippa: Þurfa að sýna hugrekki og þor: Fórna öllu í þetta „Grasið virkar ekkert voðalega gott en bara allt í lagi. Umgjörðin er hins vegar flott og allt í standi held ég.“ Íslenska landsliðið mætir til leiks í kvöld á toppi fjórða riðils í A-deild eftir 3-0 sigur á Póllandi í fyrstu umferð. Þjóðverjarnir eru í 2.sæti riðilsins með sama stigafjölda en verri markatölu eftir 3-2 sigur á Austurríki. „Leikurinn á móti Þjóðverjum verður allt öðru vísi en á móti Pólverjunum. Þýska liðið mun pressa okkur hátt á vellinum, þær munu vera mjög agressívar. Við þurfum að þora að vera við sjálf. Þora að vera með boltann og vera góð í návígjum. Bæði með og án bolta. Þora að vera við sjálf og sýna hugrekki á vellinum. Það er það sem við þurfum að fara með inn í leikinn. Hugrökk alla leið og þora að framkvæma þá hluti sem við getum. Við vitum að þetta þýska lið er gott. En að sama skapi teljum við okkur líka vera með gott lið. Auðvitað vitum við að þetta verður erfitt en við ætlum okkur hluti í þessum leik. Ætlum okkur að spila góðan leik og gefa allt í þetta. Ef við getum gengið sátt frá því sem við lögðum í leikinn þá getum við uppskorið góða hluti. Markmiðið er bara að leggja allt í sölurnar. Fórna öllu fyrir þetta. Svo sjáum við hverju það skilar okkur.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira