Fótbolti

Potter hafnaði Ajax

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Graham Potter er enn að leita sér að nýju starfi.
Graham Potter er enn að leita sér að nýju starfi. getty/Visionhaus

Graham Potter, fyrrverandi knattspyrnustjóri Chelsea, hafnaði því að taka við hollenska stórliðinu Ajax.

Illa hefur gengið hjá Ajax í vetur. Eftir slaka byrjun á tímabilinu var Maurice Steijn látinn taka pokann sinn. Síðan þá hefur John van't Schip stýrt liðinu.

Forráðamenn Ajax vildu fá Potter til að taka við liðinu en hann hafnaði því eftir viðræður við það.

Potter hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Chelsea í apríl í fyrra. Áður en hann stýrði Chelsea var hann við stjórnvölinn hjá Östersund, Swansea City og Brighton.

Ajax steinlá fyrir Feyenoord í gær, 6-0, og er í 6. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.

Kristian Nökkvi Hlynsson lék fyrri hálfleikinn í leiknum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×