Rannsakar Musk vegna falsfrétta í Brasilíu Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2024 09:13 Elon Musk lýsir sjálfum sér sem hörðum tjáningarfrelsissinna og neitar að loka á notendur sem eru sakaðir um að dreifa lygum í Brasilíu. Engu að síður tók Twitter þátt í að loka á blaðamenn og andófsfólk í Tyrklandi rétt fyrir kosningar þar í fyrra. AP/Kirsty Wigglesworth Hæstaréttardómari í Brasilíu skipaði fyrir um að Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins X, sætti rannsókn fyrir að dreifa falsfréttum og að hindra framgang réttvísinnar. Musk segist ekki ætla að virða tilskipanir brasilískra dómstóla um að loka á nettröll. Ásakanirnar á hendur Musk tengjast rannsókn á hópi netverja sem er sakaður um að dreifa rætnum falsfréttum og að ógna brasilískum hæstaréttardómurum. Musk brást við kröfum brasilískra dómstóla um að loka á slíka notendur með því að segja að öllum takmörkunum á notendur sem hefðu verið bannaðir yrði aflétt um helgina. „Þetta eru hörðustu kröfur nokkurs ríkis á jörðinni!“ skrifaði Musk á eigin miðill en lét þess ekki getið hverjar kröfurnar væru nákvæmlega. Alexandre de Moraes, hæstaréttardómari, gaf í kjölfarið út tilskipun um að rannsóknin skyldi einnig ná til Musk sem hefði gerst sekur um að há opinbera „upplýsingafalsherferð“ um réttinn. Dómarinn skipaði einnig fyrir um nýja rannsókn á hvort að Musk hefði hindrað framgang réttvísinnar með framferði sínu. „Blygðunarlaus hindrun á framgangi réttvísinnar í Brasilíu, hvatning til glæpa, opinberar hótanir um að óhlýðnast dómsúrskurðum og um að miðillinn verði ekki samvinnuþýður í framtíðinni eru staðreyndir sem eru móðgun við fullveldi Brasilíu,“ skrifaði de Moraes í tilskipun sinni. Alexandre de Moraes, hæstaréttardómari í Brasilíu, er sagður í krossferð til þess að uppræta upplýsingafals á samfélagsmiðlum.AP/Eraldo Peres Umdeild rannsókn og dómari X verður beitt dagssektum ef fyrirtækið fer ekki eftir tilskipun dómstólsins um að loka á vissa notendur. Musk sagði að líklega muni fyrirtækið þurfa að loka skrifstofum sínum í Brasilíu en hvatti notendur til þess að ná sér í svonefnt sýndareinkanet (VPN) ef lokað yrði á miðilinn í landinu. Rannsóknin og de Moraes sjálfur er umdeildur í Brasilíu. Bandamenn Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta, saka dómarann um að fara út fyrir valdsvið sitt, þrengja að tjáningarfrelsinu og stunda pólitískar ofsóknir, að sögn AP-fréttastofunnar. Stuðningsmenn de Moraes segja rannsóknina löglega og nauðsynlega til þess að uppræta upplýsingafals á samfélagmsiðlum sem ógni lýðræðinu í landinu. Stuðningsmenn Bolsonaro réðust á þinghúsið í höfuðborginni í janúar í fyrra, líkt og stuðningsmenn Donalds Trump í Bandaríkjunum tveimur árum áður. Musk hefur lýst sjálfum sér sem tjáningarfrelsissinna sem geri ekki málamiðlanir. Eftir að hann eignaðist miðilinn sem þá hét Twitter aflétti hann banni á fjölda hægriöfgasinna, nýnasista og aðra öfgamenn. Hann tekur sjálfur reglulega undir sjónarmið alls kyns hægriöfgamönnum og hvítum þjóðernissinnum á miðlinum. Um helgina stillti Musk deilunni við brasilíska dómstólinn sem grundvallarmáli tjáningarfrelsisins. Ákvörðunin um að óhlýðnast dómsúrskurði ætti eftir að kosta hann pening en „hugsjónir skipta meira máli en hagnaður“. Þær hugsjónir voru Musk ekki eins ofarlega í huga fyrir forseta- og þingkosningarnar í Tyrklandi í fyrra. Þá samþykkt X kröfur stjórnar Receps Erdogan forseta um að loka á reikninga blaðamanna og andófsfólks rétt fyrir kjördag. Musk sagði þá að valið hefði staðið á milli þess að lokað eða hægt yrði verulega á Twitter annars vegar eða fyrirtækið takmarkaði aðgang að ákveðnum færslum. Brasilía Samfélagsmiðlar X (Twitter) Mest lesið Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Innlent Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Innlent Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Erlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Innlent Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Innlent Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Erlent „Við erum málamiðlunarflokkur“ Innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Sjá meira
Ásakanirnar á hendur Musk tengjast rannsókn á hópi netverja sem er sakaður um að dreifa rætnum falsfréttum og að ógna brasilískum hæstaréttardómurum. Musk brást við kröfum brasilískra dómstóla um að loka á slíka notendur með því að segja að öllum takmörkunum á notendur sem hefðu verið bannaðir yrði aflétt um helgina. „Þetta eru hörðustu kröfur nokkurs ríkis á jörðinni!“ skrifaði Musk á eigin miðill en lét þess ekki getið hverjar kröfurnar væru nákvæmlega. Alexandre de Moraes, hæstaréttardómari, gaf í kjölfarið út tilskipun um að rannsóknin skyldi einnig ná til Musk sem hefði gerst sekur um að há opinbera „upplýsingafalsherferð“ um réttinn. Dómarinn skipaði einnig fyrir um nýja rannsókn á hvort að Musk hefði hindrað framgang réttvísinnar með framferði sínu. „Blygðunarlaus hindrun á framgangi réttvísinnar í Brasilíu, hvatning til glæpa, opinberar hótanir um að óhlýðnast dómsúrskurðum og um að miðillinn verði ekki samvinnuþýður í framtíðinni eru staðreyndir sem eru móðgun við fullveldi Brasilíu,“ skrifaði de Moraes í tilskipun sinni. Alexandre de Moraes, hæstaréttardómari í Brasilíu, er sagður í krossferð til þess að uppræta upplýsingafals á samfélagsmiðlum.AP/Eraldo Peres Umdeild rannsókn og dómari X verður beitt dagssektum ef fyrirtækið fer ekki eftir tilskipun dómstólsins um að loka á vissa notendur. Musk sagði að líklega muni fyrirtækið þurfa að loka skrifstofum sínum í Brasilíu en hvatti notendur til þess að ná sér í svonefnt sýndareinkanet (VPN) ef lokað yrði á miðilinn í landinu. Rannsóknin og de Moraes sjálfur er umdeildur í Brasilíu. Bandamenn Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta, saka dómarann um að fara út fyrir valdsvið sitt, þrengja að tjáningarfrelsinu og stunda pólitískar ofsóknir, að sögn AP-fréttastofunnar. Stuðningsmenn de Moraes segja rannsóknina löglega og nauðsynlega til þess að uppræta upplýsingafals á samfélagmsiðlum sem ógni lýðræðinu í landinu. Stuðningsmenn Bolsonaro réðust á þinghúsið í höfuðborginni í janúar í fyrra, líkt og stuðningsmenn Donalds Trump í Bandaríkjunum tveimur árum áður. Musk hefur lýst sjálfum sér sem tjáningarfrelsissinna sem geri ekki málamiðlanir. Eftir að hann eignaðist miðilinn sem þá hét Twitter aflétti hann banni á fjölda hægriöfgasinna, nýnasista og aðra öfgamenn. Hann tekur sjálfur reglulega undir sjónarmið alls kyns hægriöfgamönnum og hvítum þjóðernissinnum á miðlinum. Um helgina stillti Musk deilunni við brasilíska dómstólinn sem grundvallarmáli tjáningarfrelsisins. Ákvörðunin um að óhlýðnast dómsúrskurði ætti eftir að kosta hann pening en „hugsjónir skipta meira máli en hagnaður“. Þær hugsjónir voru Musk ekki eins ofarlega í huga fyrir forseta- og þingkosningarnar í Tyrklandi í fyrra. Þá samþykkt X kröfur stjórnar Receps Erdogan forseta um að loka á reikninga blaðamanna og andófsfólks rétt fyrir kjördag. Musk sagði þá að valið hefði staðið á milli þess að lokað eða hægt yrði verulega á Twitter annars vegar eða fyrirtækið takmarkaði aðgang að ákveðnum færslum.
Brasilía Samfélagsmiðlar X (Twitter) Mest lesið Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Innlent Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Innlent Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Erlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Innlent Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Innlent Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Erlent „Við erum málamiðlunarflokkur“ Innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Sjá meira