Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2024 06:44 Hermaður situr og fær sér smók á meðan íbúi hreinsar til eftir árásir í Zaporizhzhia-héraði. AP/Andriy Andriyenko Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu Hann segir árásir af þessu tagi auka áhættuna á alvarlegu kjarnorkuslysi verulega. Grossi birti yfirlýsingu á X/Twitter þar sem hann staðfesti að þrjú skot hefðu hæft verið. Um væri að ræða fyrstu árásina af þessu tagi frá því í nóvember árið 2022, þegar hann gaf út leiðbeiningar um það hvernig aðilar ættu að hegða sér til að forða kjarnorkuslysi. Rússneskir embættismenn við kjarnorkuverið saka Úkraínumenn um að hafa gert drónaárás á það í gær en öryggisyfirvöld í Úkraínu vísa ásökununum til föðurhúsanna. Þau segja árásir Rússa á verið löngum hafa verið þátt í glæpsamlegum aðgerðum innrásarhersins. Today, for the first time since Nov 2022 & after I set out 5 basic principles to avoid a serious nuclear accident w/ radiological consequences,@IAEAorg s #ISAMZ confirmed that at least 3 direct hits against ZNPP main reactor containment structures took place. This cannot happen.— Rafael MarianoGrossi (@rafaelmgrossi) April 7, 2024 Stjórnendur kjarnorkuversins segja engar alvarlegar skemmdir hafa orðið né heldur slys á mönnum. Rússneska kjarnorkumálastofnunin Rosatom sagði þrjá hins vegar hafa særst í „fordæmalausum“ drónaárásum á verið. Mennirnir voru sagðir hafa slasast þegar ráðist var á svæði nærri mötuneyti kjarnorkuversins. Zaporizhzhia-kjarnorkuverið er það stærsta í Evrópu og áhyggjur hafa verið uppi frá því að Rússar tóku verið á sitt vald skömmu eftir innrás þeirra í Úkraínu. Slökkt var á kjarnakljúfunum en verið þarfnast orku og mannafla til að viðhalda kælikerfi versins og öðrum öryggiskerfum. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
Hann segir árásir af þessu tagi auka áhættuna á alvarlegu kjarnorkuslysi verulega. Grossi birti yfirlýsingu á X/Twitter þar sem hann staðfesti að þrjú skot hefðu hæft verið. Um væri að ræða fyrstu árásina af þessu tagi frá því í nóvember árið 2022, þegar hann gaf út leiðbeiningar um það hvernig aðilar ættu að hegða sér til að forða kjarnorkuslysi. Rússneskir embættismenn við kjarnorkuverið saka Úkraínumenn um að hafa gert drónaárás á það í gær en öryggisyfirvöld í Úkraínu vísa ásökununum til föðurhúsanna. Þau segja árásir Rússa á verið löngum hafa verið þátt í glæpsamlegum aðgerðum innrásarhersins. Today, for the first time since Nov 2022 & after I set out 5 basic principles to avoid a serious nuclear accident w/ radiological consequences,@IAEAorg s #ISAMZ confirmed that at least 3 direct hits against ZNPP main reactor containment structures took place. This cannot happen.— Rafael MarianoGrossi (@rafaelmgrossi) April 7, 2024 Stjórnendur kjarnorkuversins segja engar alvarlegar skemmdir hafa orðið né heldur slys á mönnum. Rússneska kjarnorkumálastofnunin Rosatom sagði þrjá hins vegar hafa særst í „fordæmalausum“ drónaárásum á verið. Mennirnir voru sagðir hafa slasast þegar ráðist var á svæði nærri mötuneyti kjarnorkuversins. Zaporizhzhia-kjarnorkuverið er það stærsta í Evrópu og áhyggjur hafa verið uppi frá því að Rússar tóku verið á sitt vald skömmu eftir innrás þeirra í Úkraínu. Slökkt var á kjarnakljúfunum en verið þarfnast orku og mannafla til að viðhalda kælikerfi versins og öðrum öryggiskerfum.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira