„Þá raðast inn mörkin, það er bara þannig“ Árni Gísli Magnússon skrifar 7. apríl 2024 16:04 Viðar Örn er kominn í gult. Mynd/KA Viðar Örn Kjartansson gekk til liðs við KA á dögunum og spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir liðið í 1-1 jafntefli gegn HK á heimavelli. Viðar kom inn á sem varamaður á 75. mínutu og var fljótur að búa til hættulega stöðu fyrir liðsfélaga sína. Hvernig er tilfinningin að spila sínar fyrstu mínútur í Bestu deildinni? „Hún er bara mjög fín, gott að vera kominn á völlinn aftur, það eru alveg fjórir til fimm mánuðir síðan ég spilaði síðasta leik og bara mjög gott. Leiðinlegt að vinna ekki, það svona tek ég út úr þessu en bara mjög fínt að fá mínútur.“ Hvernig fannst Viðari holningin á KA liðinu frá hliðarlínunni séð? „Ég var mjög ánægður með þetta miðað við fyrstu umferð og aðstæðurnar kannski ekki frábærar. Spilið hjá okkur og færin sem við sköpuðum þá áttum við að skora fullt af mörkum í þessum leik þannig ég er mjög sáttur með strákana“. Hlakkar til að mæta Gylfa Nokkuð hefur verið um heimkomur stórra leikmanna í Bestu deildina og má þar auk Viðars m.a. nefna Gylfa Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson og því spennandi deild framundan. „Já ekkert smá, telur mikið að Gylfi er kominn og fullt af gaurum að koma heim aftur og bara mjög spennandi. Þetta verður mjög jöfn deild og eins og ég segi get ég ekki beðið eftir að spila fleiri leiki“ Er Viðar búinn að merkja í dagatalið þegar hann og Gylfi mætast? „Já að sjálfsögðu, það verður helvíti gaman að mæta honum, ég hef ekki mætt honum enn þá í félagsliða þannig það verður skemmtilegt.“ Viðar spilaði rúmar 15 mínútur í dag en sér fram á að geta spilað 70-90 mínútur fljótlega. „Ég myndi segja svona tveir til þrír leikir í það, ég æfi tvisvar á dag núna á fullu, ekki verið í fótbolta í smá tíma en æft sjálfur þannig ég myndi segja að ég væri tilbúinn eftir viku í það en við verðum að sjá til. Mér líður þokkalega og æfi eins og skepna þangað til ég verð orðinn klár þannig það er smá tími í það enn þá.“ Ákveðinn í að skora fullt af mörkum Hvernig er fyrir Viðar að koma til Íslands og flytja norður til Akureyrar eftir allan þennan tíma í atvinnumennsku? „Það er frábært sko, þeir halda vel um hlutina hjá KA og flottir leikmenn hérna og mikill áhugi fyrir fótbolta, þetta er mjög fínt. Það eina sem hægt er að kvarta yfir er veðrið og ég man fyrstu dagana þá sá ég ekki hvert ég var að keyra. Eigum við ekki að segja að þetta sé síðasta óveðrið, eða síðasti snjórinn, þannig ég er mjög sáttur með það og bíð eftir að sólin fari að skína.“ Það stóð ekki á svörum þegar Viðar var spurður um persónuleg markmið tímabilsins. „Það er bara skora slatta af mörkum og vera með markahæstu mönnum.“ En horfir hann í markametið? „Maður horfir ekkert í það, þetta er nú bara að byrja, en ég ætla koma mér á blað og koma mér í form og þá raðast inn mörkin, það er bara þannig“, sagði Viðar að lokum og virkar ákveðinn í að standa sig vel fyrir norðan. Besta deild karla KA HK Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Hvernig er tilfinningin að spila sínar fyrstu mínútur í Bestu deildinni? „Hún er bara mjög fín, gott að vera kominn á völlinn aftur, það eru alveg fjórir til fimm mánuðir síðan ég spilaði síðasta leik og bara mjög gott. Leiðinlegt að vinna ekki, það svona tek ég út úr þessu en bara mjög fínt að fá mínútur.“ Hvernig fannst Viðari holningin á KA liðinu frá hliðarlínunni séð? „Ég var mjög ánægður með þetta miðað við fyrstu umferð og aðstæðurnar kannski ekki frábærar. Spilið hjá okkur og færin sem við sköpuðum þá áttum við að skora fullt af mörkum í þessum leik þannig ég er mjög sáttur með strákana“. Hlakkar til að mæta Gylfa Nokkuð hefur verið um heimkomur stórra leikmanna í Bestu deildina og má þar auk Viðars m.a. nefna Gylfa Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson og því spennandi deild framundan. „Já ekkert smá, telur mikið að Gylfi er kominn og fullt af gaurum að koma heim aftur og bara mjög spennandi. Þetta verður mjög jöfn deild og eins og ég segi get ég ekki beðið eftir að spila fleiri leiki“ Er Viðar búinn að merkja í dagatalið þegar hann og Gylfi mætast? „Já að sjálfsögðu, það verður helvíti gaman að mæta honum, ég hef ekki mætt honum enn þá í félagsliða þannig það verður skemmtilegt.“ Viðar spilaði rúmar 15 mínútur í dag en sér fram á að geta spilað 70-90 mínútur fljótlega. „Ég myndi segja svona tveir til þrír leikir í það, ég æfi tvisvar á dag núna á fullu, ekki verið í fótbolta í smá tíma en æft sjálfur þannig ég myndi segja að ég væri tilbúinn eftir viku í það en við verðum að sjá til. Mér líður þokkalega og æfi eins og skepna þangað til ég verð orðinn klár þannig það er smá tími í það enn þá.“ Ákveðinn í að skora fullt af mörkum Hvernig er fyrir Viðar að koma til Íslands og flytja norður til Akureyrar eftir allan þennan tíma í atvinnumennsku? „Það er frábært sko, þeir halda vel um hlutina hjá KA og flottir leikmenn hérna og mikill áhugi fyrir fótbolta, þetta er mjög fínt. Það eina sem hægt er að kvarta yfir er veðrið og ég man fyrstu dagana þá sá ég ekki hvert ég var að keyra. Eigum við ekki að segja að þetta sé síðasta óveðrið, eða síðasti snjórinn, þannig ég er mjög sáttur með það og bíð eftir að sólin fari að skína.“ Það stóð ekki á svörum þegar Viðar var spurður um persónuleg markmið tímabilsins. „Það er bara skora slatta af mörkum og vera með markahæstu mönnum.“ En horfir hann í markametið? „Maður horfir ekkert í það, þetta er nú bara að byrja, en ég ætla koma mér á blað og koma mér í form og þá raðast inn mörkin, það er bara þannig“, sagði Viðar að lokum og virkar ákveðinn í að standa sig vel fyrir norðan.
Besta deild karla KA HK Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira