„Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. apríl 2024 19:58 Fanney Inga Birkisdóttir átti góðan leik í íslenska markinu. Vísir/Hulda Margrét Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. Fanney átti nokkrar góðar vörslur og bjargaði Íslandi frá því að lenda undir í fyrri hálfleik. Hún sagði gríðarlega gott að hafa unnið fyrsta leik og vildi meina að þetta sendi öðrum liðum skilaboð. „Algjörlega. Gott að setja alvöru ‘statement’ á heimavelli og sýna hinum liðunum að það verður erfitt að koma hingað og sækja stig.“ Þetta var aðeins annar landsleikur hennar og í fyrsta sinn sem hún er valin fram yfir Telmu Ívarsdóttur án meiðsla. „Mér leið bara mjög vel og gott að fá traustið. Leikmenn í kringum mig hjálpa mér að koma inn í þetta og gott að byrja á sigri.“ Ewa Pajor, liðsfélagi Sveindísar Jane hjá Wolfsburg, var fyrirfram talin hættulegasti leikmaður Póllands. Það sást þó lítið til hennar í leiknum. „Þær voru bara með hana í vasanum. Ég sá voða lítið frá henni og hafði litlar áhyggjur. Þegar maður er með svona heimsklassa varnarmenn þá er vinnan rólegri fyrir mig.“ Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi en Ísland skoraði tvö mörk með mínútu millibili og fór með tveggja marka forystu inn í búningsherbergi. „Geðveikt. Ég var mjög glöð þegar við settum fyrsta markið og svo að ná að setja annað strax í andlitið og nýta meðbyrinn er bara frábært. Fara 2-0 inn í hálfleik, getur ekki beðið um mikið meira.“ Krafturinn fjaraði út hjá Póllandi eftir tvö mörk og var svo nær algjörlega horfin eftir þriðja markið, sem Fanney sagði það mikilvægasta. „Ótrúlega mikilvægt. Það er alltaf mikilvægast, þriðja markið, og maður fann kraftinn dragast úr þeim þegar líða fór á hálfleikinn. En um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ sagði hún að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Sjá meira
Fanney átti nokkrar góðar vörslur og bjargaði Íslandi frá því að lenda undir í fyrri hálfleik. Hún sagði gríðarlega gott að hafa unnið fyrsta leik og vildi meina að þetta sendi öðrum liðum skilaboð. „Algjörlega. Gott að setja alvöru ‘statement’ á heimavelli og sýna hinum liðunum að það verður erfitt að koma hingað og sækja stig.“ Þetta var aðeins annar landsleikur hennar og í fyrsta sinn sem hún er valin fram yfir Telmu Ívarsdóttur án meiðsla. „Mér leið bara mjög vel og gott að fá traustið. Leikmenn í kringum mig hjálpa mér að koma inn í þetta og gott að byrja á sigri.“ Ewa Pajor, liðsfélagi Sveindísar Jane hjá Wolfsburg, var fyrirfram talin hættulegasti leikmaður Póllands. Það sást þó lítið til hennar í leiknum. „Þær voru bara með hana í vasanum. Ég sá voða lítið frá henni og hafði litlar áhyggjur. Þegar maður er með svona heimsklassa varnarmenn þá er vinnan rólegri fyrir mig.“ Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi en Ísland skoraði tvö mörk með mínútu millibili og fór með tveggja marka forystu inn í búningsherbergi. „Geðveikt. Ég var mjög glöð þegar við settum fyrsta markið og svo að ná að setja annað strax í andlitið og nýta meðbyrinn er bara frábært. Fara 2-0 inn í hálfleik, getur ekki beðið um mikið meira.“ Krafturinn fjaraði út hjá Póllandi eftir tvö mörk og var svo nær algjörlega horfin eftir þriðja markið, sem Fanney sagði það mikilvægasta. „Ótrúlega mikilvægt. Það er alltaf mikilvægast, þriðja markið, og maður fann kraftinn dragast úr þeim þegar líða fór á hálfleikinn. En um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ sagði hún að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Sjá meira