„Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. apríl 2024 19:37 Þorsteinn Halldórson, landsliðsþjálfari, ætlar að njóta sigursins. vísir / hulda margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. „Þetta var hörkuleikur í byrjun og þær fengu tvö mjög góð færi, en mér fannst við heilt yfir spila vel. Náðum að loka betur á þetta og þær sköpuðu ekkert þannig eftir að líða fór á leikinn. Heilt yfir bara sáttur, sáttur við hvað við vorum ógnandi allan leikinn, sköpuðum mikið og skorum þrjú góð mörk“ sagði Þorsteinn fljótlega eftir leik. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi, bæði lið fengu færi til að taka forystuna. Rétt áður en flautað var til hálfleiks skoraði íslenska liðið svo tvö mörk með stuttu millibili. „Það setti þær svolítið niður. Þær voru ennþá að rembast og inni í leiknum en eftir annað markið sá maður smá vonleysi hjá þeim. Í seinni hálfleik var ekki sami kraftur og sama pressa, við vorum rólegar á boltanum og nutum þess að vera þarna“ Markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir fékk sæti í byrjunarliði Íslands. Þetta var aðeins annar landsleikur hennar og í fyrsta sinn sem hún spilar þegar Telma Ívarsdóttir er ekki meidd. „Ég taldi hana góðan kost í dag. Hún sýndi það og stóð undir því. Auðvitað alltaf svekkelsi [fyrir Telmu] að vera tekin út eftir að hafa spilað marga leiki undanfarið. Þetta er partur af því að vera þjálfari að taka erfiðar ákvarðanir. Þannig er það bara, auðvitað er hún sár og svekkt en það koma önnur tækifæri. Hún þarf bara að nýta sumarið og framhaldið í að sýna hversu góð hún getur verið.“ Karólína Lea kveinkaði sér aðeins í leiknum og þurfti tvívegis að fá aðhlynningu sjúkraþjálfara. Hún var svo tekin af velli á 71. mínútu. „Nei alls ekki, þetta var ekkert alvarlegt. Hún var bara tekin útaf vegna [leiksins gegn Þýskalandi á] þriðjudag. Hefði alveg getað haldið áfram og klárað leikinn.“ Sveindís Jane var valin maður leiksins af Íþróttadeild Vísis. Verðskuldað, enda frábær í leiknum, lagði upp og skoraði glæsilegt mark. „Hún var náttúrulega mjög góð, ógnaði endalaust. Skapaðist mikið pláss bakvið þær og bakvörðurinn ekki með sama hraða og hún, þannig að hún skoraði glæsimark og lagði upp. Hefði þess vegna getað skorað fleiri. Virkilega flott í dag.“ Næsti leikur liðsins er gegn Þýskalandi á þriðjudaginn kemur. Þýska liðið þykir öllu sterkara en það pólska. „Já auðvitað gerir maður ráð fyrir því að Þýskaland sé erfiðara lið. Við þurfum bara að fara huguð og spila leikinn af krafti, hafa trú á því sem við erum að gera og einbeita okkur að því að vera við sjálf og þora öllu sem við ætlum að gera. Við vitum að þetta verður erfiðari og öðruvísi leikur en við þurfum bara að mæta með íslenska geðveiki og spila með hjartanu.“ Þorsteinn sagðist ekki ætla að velta sér upp úr því sem hefði mátt betur fara í leiknum heldur leyfa stelpunum að njóta sigursins. „Auðvitað förum við yfir leiki og förum yfir hluti en maður er sáttur við margt og leikurinn var bara góður. Maður má ekki gleyma því að leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel. Fara milliveginn í öllu þessu“ sagði hann að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sjá meira
„Þetta var hörkuleikur í byrjun og þær fengu tvö mjög góð færi, en mér fannst við heilt yfir spila vel. Náðum að loka betur á þetta og þær sköpuðu ekkert þannig eftir að líða fór á leikinn. Heilt yfir bara sáttur, sáttur við hvað við vorum ógnandi allan leikinn, sköpuðum mikið og skorum þrjú góð mörk“ sagði Þorsteinn fljótlega eftir leik. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi, bæði lið fengu færi til að taka forystuna. Rétt áður en flautað var til hálfleiks skoraði íslenska liðið svo tvö mörk með stuttu millibili. „Það setti þær svolítið niður. Þær voru ennþá að rembast og inni í leiknum en eftir annað markið sá maður smá vonleysi hjá þeim. Í seinni hálfleik var ekki sami kraftur og sama pressa, við vorum rólegar á boltanum og nutum þess að vera þarna“ Markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir fékk sæti í byrjunarliði Íslands. Þetta var aðeins annar landsleikur hennar og í fyrsta sinn sem hún spilar þegar Telma Ívarsdóttir er ekki meidd. „Ég taldi hana góðan kost í dag. Hún sýndi það og stóð undir því. Auðvitað alltaf svekkelsi [fyrir Telmu] að vera tekin út eftir að hafa spilað marga leiki undanfarið. Þetta er partur af því að vera þjálfari að taka erfiðar ákvarðanir. Þannig er það bara, auðvitað er hún sár og svekkt en það koma önnur tækifæri. Hún þarf bara að nýta sumarið og framhaldið í að sýna hversu góð hún getur verið.“ Karólína Lea kveinkaði sér aðeins í leiknum og þurfti tvívegis að fá aðhlynningu sjúkraþjálfara. Hún var svo tekin af velli á 71. mínútu. „Nei alls ekki, þetta var ekkert alvarlegt. Hún var bara tekin útaf vegna [leiksins gegn Þýskalandi á] þriðjudag. Hefði alveg getað haldið áfram og klárað leikinn.“ Sveindís Jane var valin maður leiksins af Íþróttadeild Vísis. Verðskuldað, enda frábær í leiknum, lagði upp og skoraði glæsilegt mark. „Hún var náttúrulega mjög góð, ógnaði endalaust. Skapaðist mikið pláss bakvið þær og bakvörðurinn ekki með sama hraða og hún, þannig að hún skoraði glæsimark og lagði upp. Hefði þess vegna getað skorað fleiri. Virkilega flott í dag.“ Næsti leikur liðsins er gegn Þýskalandi á þriðjudaginn kemur. Þýska liðið þykir öllu sterkara en það pólska. „Já auðvitað gerir maður ráð fyrir því að Þýskaland sé erfiðara lið. Við þurfum bara að fara huguð og spila leikinn af krafti, hafa trú á því sem við erum að gera og einbeita okkur að því að vera við sjálf og þora öllu sem við ætlum að gera. Við vitum að þetta verður erfiðari og öðruvísi leikur en við þurfum bara að mæta með íslenska geðveiki og spila með hjartanu.“ Þorsteinn sagðist ekki ætla að velta sér upp úr því sem hefði mátt betur fara í leiknum heldur leyfa stelpunum að njóta sigursins. „Auðvitað förum við yfir leiki og förum yfir hluti en maður er sáttur við margt og leikurinn var bara góður. Maður má ekki gleyma því að leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel. Fara milliveginn í öllu þessu“ sagði hann að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sjá meira