Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Íþróttadeild Vísis skrifar 5. apríl 2024 18:56 Sveindís Jane sannaði enn og aftur mikilvægi sitt. Ógnaði í sífellu og mark hennar var ekki af verri endanum. vísir / hulda margrét Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. Fyrri mörkin tvö komu með stuttu millibilli undir lok fyrri hálfleiks. Malgorzata Mesjasz setti boltann óvart í eigið net eftir skalla Bryndísar Örnu og Diljá Ýr tvöfaldaði svo forystuna aðeins mínútu síðar með góðum skalla. Sveindís Jane skoraði svo glæsilegt mark á 66. mínútu og var valin maður leiksins. Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður [8] Virkilega örugg frammistaða í öðrum landsleik hennar. Stóð sig vel og var örugg í uppspilinu með boltann í löppunum. Átti nokkrar mjög góðar vörslur og bjargaði Íslandi frá því að lenda undir í fyrri hálfleik. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [5] Er ekki bakvörður að upplagi og ber þess augljós merki. Örugg varnarlega en ekki eins seig að koma boltanum í spil og sækja upp kantinn. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [6] Örugg að vana í öftustu línu. Glímdi vel við Ewu Pajor, þeirra hættulegasta leikmann. Pólland gaf marga háa bolta inn fyrir en tókst ekki að setja íslenska hafsentaparið í nein teljandi vandræði. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [6] Líkt og Glódís stóð hún sína plikt af fagmennsku og öryggi. Ekkert sérstakt út á þeirra leik að setja. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [7] Kom óvænt inn í liðið á lokastundu en sannaði mikilvægi sitt í leiknum. Eini náttúrulegi vinstri bakvörður liðsins og spilar stórt hlutverk þegar Ísland sækir fram völlinn. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [7] Var öflug á miðjunni og mikið í boltanum. Orðin lykilmaður í þessu liði og ætti að eiga öruggt sæti. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [6] Lenti í örlitlum vandræðum varnarlega í fyrri hálfleik. Sædís leitaði mikið upp völlinn og Alexandra gleymdi stundum að bakka niður fyrir hana. Bætti samt úr því í seinni hálfleik og á hrós skilið fyrir það. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður [7] Kveinkaði sér aðeins í leiknum og virtist ekki alltaf vera að keyra á fullum krafti. Sýndi samt snilldartakta inn á milli og lagði upp mark. Diljá Ýr Zomers, hægri kantmaður [8] Frábær leikur hjá henni. Gríðarleg vinnsla í allar áttir og ógnaði á ýmsan hátt. Uppskar gott mark. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður [9] - maður leiksins Lang hættulegasti og kraftmesti leikmaður liðsins. Ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti. Skoraði glæsilegt mark með vinstri fæti og komst nokkrum sinnum nálægt því að bæta við. Gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að hún haldist heil í gegnum undankeppnina. Bryndís Arna Níelsdóttir, framherji [8] Fín frammistaða hjá henni. Mikilvægur uppspilspunktur fyrir Ísland og stóð sig vel alltaf vel með mann í bakinu. Átti skallann sem leiddi til fyrsta marksins. Varamenn: Hlín Eiríksdóttir [8] Kom inn fyrir Bryndísi Örnu Níelsdóttur á 67. mínútu. Fín innkoma í efstu línu, átti tvær fyrirgjafir sem enduðu næstum því með marki hjá Sveindísi en í bæði skipti rétt missti hún af boltanum. Selma Sól Magnúsdóttir [7] Kom inn á 71. mínútu fyrir Karólínu Leu. Komst lítið í boltann enda leikurinn svo gott sem búinn þegar hún kom inn. Ekkert út á hennar frammistöðu að setja samt. Sandra María Jessen [7] Kom inn á 71. mínútu fyrir Diljá Ýr Zomers. Fínt að fá ferskar lappir inn á þeim tímapunkti, Diljá var búin að skila góðum hlaupatölum og Sandra stóð sig vel. Amanda Jacobsen Andradóttir Kom inn fyrir Alexöndru Jóhannsdóttur á 84. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Guðný Árnadóttir Kom inn fyrir Sædísi Rún Heiðarsdóttur á 84. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sjá meira
Fyrri mörkin tvö komu með stuttu millibilli undir lok fyrri hálfleiks. Malgorzata Mesjasz setti boltann óvart í eigið net eftir skalla Bryndísar Örnu og Diljá Ýr tvöfaldaði svo forystuna aðeins mínútu síðar með góðum skalla. Sveindís Jane skoraði svo glæsilegt mark á 66. mínútu og var valin maður leiksins. Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður [8] Virkilega örugg frammistaða í öðrum landsleik hennar. Stóð sig vel og var örugg í uppspilinu með boltann í löppunum. Átti nokkrar mjög góðar vörslur og bjargaði Íslandi frá því að lenda undir í fyrri hálfleik. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [5] Er ekki bakvörður að upplagi og ber þess augljós merki. Örugg varnarlega en ekki eins seig að koma boltanum í spil og sækja upp kantinn. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [6] Örugg að vana í öftustu línu. Glímdi vel við Ewu Pajor, þeirra hættulegasta leikmann. Pólland gaf marga háa bolta inn fyrir en tókst ekki að setja íslenska hafsentaparið í nein teljandi vandræði. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [6] Líkt og Glódís stóð hún sína plikt af fagmennsku og öryggi. Ekkert sérstakt út á þeirra leik að setja. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [7] Kom óvænt inn í liðið á lokastundu en sannaði mikilvægi sitt í leiknum. Eini náttúrulegi vinstri bakvörður liðsins og spilar stórt hlutverk þegar Ísland sækir fram völlinn. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [7] Var öflug á miðjunni og mikið í boltanum. Orðin lykilmaður í þessu liði og ætti að eiga öruggt sæti. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [6] Lenti í örlitlum vandræðum varnarlega í fyrri hálfleik. Sædís leitaði mikið upp völlinn og Alexandra gleymdi stundum að bakka niður fyrir hana. Bætti samt úr því í seinni hálfleik og á hrós skilið fyrir það. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður [7] Kveinkaði sér aðeins í leiknum og virtist ekki alltaf vera að keyra á fullum krafti. Sýndi samt snilldartakta inn á milli og lagði upp mark. Diljá Ýr Zomers, hægri kantmaður [8] Frábær leikur hjá henni. Gríðarleg vinnsla í allar áttir og ógnaði á ýmsan hátt. Uppskar gott mark. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður [9] - maður leiksins Lang hættulegasti og kraftmesti leikmaður liðsins. Ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti. Skoraði glæsilegt mark með vinstri fæti og komst nokkrum sinnum nálægt því að bæta við. Gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að hún haldist heil í gegnum undankeppnina. Bryndís Arna Níelsdóttir, framherji [8] Fín frammistaða hjá henni. Mikilvægur uppspilspunktur fyrir Ísland og stóð sig vel alltaf vel með mann í bakinu. Átti skallann sem leiddi til fyrsta marksins. Varamenn: Hlín Eiríksdóttir [8] Kom inn fyrir Bryndísi Örnu Níelsdóttur á 67. mínútu. Fín innkoma í efstu línu, átti tvær fyrirgjafir sem enduðu næstum því með marki hjá Sveindísi en í bæði skipti rétt missti hún af boltanum. Selma Sól Magnúsdóttir [7] Kom inn á 71. mínútu fyrir Karólínu Leu. Komst lítið í boltann enda leikurinn svo gott sem búinn þegar hún kom inn. Ekkert út á hennar frammistöðu að setja samt. Sandra María Jessen [7] Kom inn á 71. mínútu fyrir Diljá Ýr Zomers. Fínt að fá ferskar lappir inn á þeim tímapunkti, Diljá var búin að skila góðum hlaupatölum og Sandra stóð sig vel. Amanda Jacobsen Andradóttir Kom inn fyrir Alexöndru Jóhannsdóttur á 84. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Guðný Árnadóttir Kom inn fyrir Sædísi Rún Heiðarsdóttur á 84. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sjá meira