Reka tvo og refsa fleirum vegna árása á hjálparstarfsmenn Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2024 11:21 Íbúar Gasa skoða einn af bílnum sem árás var gerð á. AP/Abdel Kareem Hana Tveimur yfirmönnum í ísraelska hernum hefur verið vikið úr starfi í kjölfar rannsóknar á mannskæðum loftárásum á hjálparstarfsmenn World Central Kitchen. Rannsakendur segja alvarleg mistök hafa verið gerð og starfsreglur hersins hafi verið brotnar þegar árásirnar voru gerðar. Sjö starfsmenn WCK féllu þegar þrír merktir bílar hjálparsamtakanna voru sprengdir fyrr í vikunni. Verið var að ferja matvæli sem höfðu komið sjóleiðina í vöruhús þegar sprengjum var varpað á bílana úr lofti. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur lýst árásunum sem mögulegum stríðsglæp. Sjá einnig: Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Hermenn segjast hafa talið að sendiferðabílarnir þrír sem sprengdir voru hafi innihaldið Hamas-liða. Einn talsmanna ísraelska hersins segir að árásirnar hefðu aldrei átt að eiga sér stað. Einum major og einum ofursta hefur verið vikið úr stafi. Þá verða fleiri yfirmenn hersins ávíttir í starfi. Þá segja forsvarsmenn hersins að lært verði af atvikinu og komið verði í veg fyrir sambærileg mistök í framtíðinni. True strength of the @IDF lies in the humility to acknowledge errors, the courage to make amends, and the resolve to learn from them.After presenting the findings to the Ambassadors of the relevant countries and the World Central Kitchen, the IDF shares the information with the pic.twitter.com/nWNRHJDBaF— Lt. Col. (R) Peter Lerner (@LTCPeterLerner) April 5, 2024 Þrýstingur á Ísraela hefur aukist mjög vegna mikils mannfalls meðal óbreyttra borgara og gífurlegrar eyðileggingar á Gasa vegna stríðs Ísraela gegn Hamas-samtökunum. Aðstæður á Gasaströndinni eru sagðar verulega slæmar fyrir rúmar tvær milljónir íbúa svæðisins og er hungursneyð yfirvofandi. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, tilkynnti í morgun að flæði neyðargagna inn á Gasa yrði aukið og nýtt landamærahlið milli Ísrael og Gasa yrði opnað. „Lítil huggun“ Forsvarsmenn WCK segja ísraelska herinn hafa tekið mikilvæg skref en þeirra eigin rannsókn síni að starfsreglur og viðmið hafi verið brotin. Staðfest hafi verið að hjálparstarfsmenn samtakanna hafi fylgt reglum og Ísraelar hafi ekki útskýrt af hverju árásir voru gerðar á bílalestina. „Afsökunarbeiðnir þeirra vegna svívirðilegra dauðsfalla kollega okkar eru lítil huggun,“ segir Erin Gore, framkvæmdastjóri WCK í yfirlýsingu. Umfangsmiklar og kerfisbundnar breytingar þurfi til að koma í veg fyrir frekari mistök, frekari afsökunarbeiðnir og syrgjandi fjölskyldur. „Stærsta ástæða þessar óréttmætu skothríðar á bílalest okkar er mikill matvælaskortur á Gasa,“ segir í yfirlýsingu frá WCK. Þá segir þar að Ísraelar þurfi allra fyrst að bæta úr því, auka flæði matvæla og lyfja til Gasa, ef þeim sé alvara með að styðja við hjálparstarf á svæðinu. „Það er ekki nóg að reyna að forðast frekari dauðsföll hjálparstarfsmanna,“ segir José Andrés, stofnandi WCK. „Allir borgarar þurfa vernd og allt saklaust fólk Gasa þarf mat og öryggi. Einnig þarf að sleppa öllum gíslunum.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Hjálparstarf Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu biljóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Sjö starfsmenn WCK féllu þegar þrír merktir bílar hjálparsamtakanna voru sprengdir fyrr í vikunni. Verið var að ferja matvæli sem höfðu komið sjóleiðina í vöruhús þegar sprengjum var varpað á bílana úr lofti. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur lýst árásunum sem mögulegum stríðsglæp. Sjá einnig: Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Hermenn segjast hafa talið að sendiferðabílarnir þrír sem sprengdir voru hafi innihaldið Hamas-liða. Einn talsmanna ísraelska hersins segir að árásirnar hefðu aldrei átt að eiga sér stað. Einum major og einum ofursta hefur verið vikið úr stafi. Þá verða fleiri yfirmenn hersins ávíttir í starfi. Þá segja forsvarsmenn hersins að lært verði af atvikinu og komið verði í veg fyrir sambærileg mistök í framtíðinni. True strength of the @IDF lies in the humility to acknowledge errors, the courage to make amends, and the resolve to learn from them.After presenting the findings to the Ambassadors of the relevant countries and the World Central Kitchen, the IDF shares the information with the pic.twitter.com/nWNRHJDBaF— Lt. Col. (R) Peter Lerner (@LTCPeterLerner) April 5, 2024 Þrýstingur á Ísraela hefur aukist mjög vegna mikils mannfalls meðal óbreyttra borgara og gífurlegrar eyðileggingar á Gasa vegna stríðs Ísraela gegn Hamas-samtökunum. Aðstæður á Gasaströndinni eru sagðar verulega slæmar fyrir rúmar tvær milljónir íbúa svæðisins og er hungursneyð yfirvofandi. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, tilkynnti í morgun að flæði neyðargagna inn á Gasa yrði aukið og nýtt landamærahlið milli Ísrael og Gasa yrði opnað. „Lítil huggun“ Forsvarsmenn WCK segja ísraelska herinn hafa tekið mikilvæg skref en þeirra eigin rannsókn síni að starfsreglur og viðmið hafi verið brotin. Staðfest hafi verið að hjálparstarfsmenn samtakanna hafi fylgt reglum og Ísraelar hafi ekki útskýrt af hverju árásir voru gerðar á bílalestina. „Afsökunarbeiðnir þeirra vegna svívirðilegra dauðsfalla kollega okkar eru lítil huggun,“ segir Erin Gore, framkvæmdastjóri WCK í yfirlýsingu. Umfangsmiklar og kerfisbundnar breytingar þurfi til að koma í veg fyrir frekari mistök, frekari afsökunarbeiðnir og syrgjandi fjölskyldur. „Stærsta ástæða þessar óréttmætu skothríðar á bílalest okkar er mikill matvælaskortur á Gasa,“ segir í yfirlýsingu frá WCK. Þá segir þar að Ísraelar þurfi allra fyrst að bæta úr því, auka flæði matvæla og lyfja til Gasa, ef þeim sé alvara með að styðja við hjálparstarf á svæðinu. „Það er ekki nóg að reyna að forðast frekari dauðsföll hjálparstarfsmanna,“ segir José Andrés, stofnandi WCK. „Allir borgarar þurfa vernd og allt saklaust fólk Gasa þarf mat og öryggi. Einnig þarf að sleppa öllum gíslunum.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Hjálparstarf Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu biljóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira