Hera Björk segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2024 16:01 Hera Björk segir að henni hafi verið gerðar upp skoðanir, henni þyki framkoma Ísrael í garð Palestínu hræðileg og til skammar. Vísir/Hulda Margrét Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir í tengslum við viðtali sem hún átti við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. Í frétt sem birtist vegna viðtalsins á Eurovsionfun.com er sagt að eftir Siliu Kapsis frá Kýpur hafi annar listamaður sem mun koma fram á Eurovision 2024 fundið kjark til að lýsa yfir skoðun sinni á framlagi Ísraels og lýst yfir mikilli hrifningu sinni á laginu Hurricane sem er í flutningi Eden Golan´s. Hafi Hera sagt að hún telji það mjög sterkt framlag. Vísir gerði grein fyrir þessu viðtali í gærkvöldi en það hafði þá þegar vakið sterk viðbrögð. Óvægin viðbrögð vegna viðtalsins Tónlistarmaðurinn Margrét Kristín Blöndal – Magga Stína – hefur til að mynda sagt að Hera geti ekki hamið hrifningu sína á framlagi Ísrael: „Hún fer alla leið í stuðningnum. Alla leið á siðferðilegan botninn og tekur Ísland með sér,“ segir Magga Stína á sinni Facebooksíðu. Aðrir sem hafa tjáð sig eru Illugi Jökulsson blaðamaður en hann vandar Heru ekki kveðjurnar um leið og hann vekur athygli á undirskriftasöfnun þar sem RÚV er hvatt til að draga Heru úr keppninni: „Sleikjugangur hennar í garð Ísraelsmanna var óþarfur (altso, hún kaus að segja þetta), óskiljanlegur, smekklaus, siðlaus og forkastanlegur. Að óska þess sérstaklega að Ísraelsmenn megi vera „öruggir“ þegar þeir eru í þann veginn að drepa 33.000. íbúann á Gasa (aðallega konur og börn), það er svo viðurstyggilegt að mann sundlar eiginlega.“ „Ég er á móti stríði“ Hera Björg hefur sent Vísi athugasemd vegna fréttarinnar en hún segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi: „Vegna frétta af viðtali sem sem tekið var í Madrid fyrir ísraelska bloggsíðu og mér hafa verið gerðar upp skoðanir um ástandið í Palestínu út af, þá vil ég koma eftirfarandi á framfæri svo enginn miskilningur sé um það,“ segir Hera Björk og heldur svo áfram: „Mér finnst framkoma Ísrael við Palentínsku þjóðina vera hræðileg og til skammar. Að börn þjáist finnst mér alltaf vera skelfilegt og hvað þá þegar heil þjóð þjáist eins og núna er staðan. Ég hef verið í Palestínu og hjálpað til við að fjármagna heimili fyrir munaðarlaus börn þar, svo ég hef séð með eigin augum hvernig hvernig er búið að fara með þetta fólk. Ég er á móti stríði. Ég kalla á eftir friði og er á móti því að fólk tali ekki saman og beiti ofbeldi.“ Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira
Í frétt sem birtist vegna viðtalsins á Eurovsionfun.com er sagt að eftir Siliu Kapsis frá Kýpur hafi annar listamaður sem mun koma fram á Eurovision 2024 fundið kjark til að lýsa yfir skoðun sinni á framlagi Ísraels og lýst yfir mikilli hrifningu sinni á laginu Hurricane sem er í flutningi Eden Golan´s. Hafi Hera sagt að hún telji það mjög sterkt framlag. Vísir gerði grein fyrir þessu viðtali í gærkvöldi en það hafði þá þegar vakið sterk viðbrögð. Óvægin viðbrögð vegna viðtalsins Tónlistarmaðurinn Margrét Kristín Blöndal – Magga Stína – hefur til að mynda sagt að Hera geti ekki hamið hrifningu sína á framlagi Ísrael: „Hún fer alla leið í stuðningnum. Alla leið á siðferðilegan botninn og tekur Ísland með sér,“ segir Magga Stína á sinni Facebooksíðu. Aðrir sem hafa tjáð sig eru Illugi Jökulsson blaðamaður en hann vandar Heru ekki kveðjurnar um leið og hann vekur athygli á undirskriftasöfnun þar sem RÚV er hvatt til að draga Heru úr keppninni: „Sleikjugangur hennar í garð Ísraelsmanna var óþarfur (altso, hún kaus að segja þetta), óskiljanlegur, smekklaus, siðlaus og forkastanlegur. Að óska þess sérstaklega að Ísraelsmenn megi vera „öruggir“ þegar þeir eru í þann veginn að drepa 33.000. íbúann á Gasa (aðallega konur og börn), það er svo viðurstyggilegt að mann sundlar eiginlega.“ „Ég er á móti stríði“ Hera Björg hefur sent Vísi athugasemd vegna fréttarinnar en hún segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi: „Vegna frétta af viðtali sem sem tekið var í Madrid fyrir ísraelska bloggsíðu og mér hafa verið gerðar upp skoðanir um ástandið í Palestínu út af, þá vil ég koma eftirfarandi á framfæri svo enginn miskilningur sé um það,“ segir Hera Björk og heldur svo áfram: „Mér finnst framkoma Ísrael við Palentínsku þjóðina vera hræðileg og til skammar. Að börn þjáist finnst mér alltaf vera skelfilegt og hvað þá þegar heil þjóð þjáist eins og núna er staðan. Ég hef verið í Palestínu og hjálpað til við að fjármagna heimili fyrir munaðarlaus börn þar, svo ég hef séð með eigin augum hvernig hvernig er búið að fara með þetta fólk. Ég er á móti stríði. Ég kalla á eftir friði og er á móti því að fólk tali ekki saman og beiti ofbeldi.“
Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira