Hera Björk segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2024 16:01 Hera Björk segir að henni hafi verið gerðar upp skoðanir, henni þyki framkoma Ísrael í garð Palestínu hræðileg og til skammar. Vísir/Hulda Margrét Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir í tengslum við viðtali sem hún átti við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. Í frétt sem birtist vegna viðtalsins á Eurovsionfun.com er sagt að eftir Siliu Kapsis frá Kýpur hafi annar listamaður sem mun koma fram á Eurovision 2024 fundið kjark til að lýsa yfir skoðun sinni á framlagi Ísraels og lýst yfir mikilli hrifningu sinni á laginu Hurricane sem er í flutningi Eden Golan´s. Hafi Hera sagt að hún telji það mjög sterkt framlag. Vísir gerði grein fyrir þessu viðtali í gærkvöldi en það hafði þá þegar vakið sterk viðbrögð. Óvægin viðbrögð vegna viðtalsins Tónlistarmaðurinn Margrét Kristín Blöndal – Magga Stína – hefur til að mynda sagt að Hera geti ekki hamið hrifningu sína á framlagi Ísrael: „Hún fer alla leið í stuðningnum. Alla leið á siðferðilegan botninn og tekur Ísland með sér,“ segir Magga Stína á sinni Facebooksíðu. Aðrir sem hafa tjáð sig eru Illugi Jökulsson blaðamaður en hann vandar Heru ekki kveðjurnar um leið og hann vekur athygli á undirskriftasöfnun þar sem RÚV er hvatt til að draga Heru úr keppninni: „Sleikjugangur hennar í garð Ísraelsmanna var óþarfur (altso, hún kaus að segja þetta), óskiljanlegur, smekklaus, siðlaus og forkastanlegur. Að óska þess sérstaklega að Ísraelsmenn megi vera „öruggir“ þegar þeir eru í þann veginn að drepa 33.000. íbúann á Gasa (aðallega konur og börn), það er svo viðurstyggilegt að mann sundlar eiginlega.“ „Ég er á móti stríði“ Hera Björg hefur sent Vísi athugasemd vegna fréttarinnar en hún segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi: „Vegna frétta af viðtali sem sem tekið var í Madrid fyrir ísraelska bloggsíðu og mér hafa verið gerðar upp skoðanir um ástandið í Palestínu út af, þá vil ég koma eftirfarandi á framfæri svo enginn miskilningur sé um það,“ segir Hera Björk og heldur svo áfram: „Mér finnst framkoma Ísrael við Palentínsku þjóðina vera hræðileg og til skammar. Að börn þjáist finnst mér alltaf vera skelfilegt og hvað þá þegar heil þjóð þjáist eins og núna er staðan. Ég hef verið í Palestínu og hjálpað til við að fjármagna heimili fyrir munaðarlaus börn þar, svo ég hef séð með eigin augum hvernig hvernig er búið að fara með þetta fólk. Ég er á móti stríði. Ég kalla á eftir friði og er á móti því að fólk tali ekki saman og beiti ofbeldi.“ Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Í frétt sem birtist vegna viðtalsins á Eurovsionfun.com er sagt að eftir Siliu Kapsis frá Kýpur hafi annar listamaður sem mun koma fram á Eurovision 2024 fundið kjark til að lýsa yfir skoðun sinni á framlagi Ísraels og lýst yfir mikilli hrifningu sinni á laginu Hurricane sem er í flutningi Eden Golan´s. Hafi Hera sagt að hún telji það mjög sterkt framlag. Vísir gerði grein fyrir þessu viðtali í gærkvöldi en það hafði þá þegar vakið sterk viðbrögð. Óvægin viðbrögð vegna viðtalsins Tónlistarmaðurinn Margrét Kristín Blöndal – Magga Stína – hefur til að mynda sagt að Hera geti ekki hamið hrifningu sína á framlagi Ísrael: „Hún fer alla leið í stuðningnum. Alla leið á siðferðilegan botninn og tekur Ísland með sér,“ segir Magga Stína á sinni Facebooksíðu. Aðrir sem hafa tjáð sig eru Illugi Jökulsson blaðamaður en hann vandar Heru ekki kveðjurnar um leið og hann vekur athygli á undirskriftasöfnun þar sem RÚV er hvatt til að draga Heru úr keppninni: „Sleikjugangur hennar í garð Ísraelsmanna var óþarfur (altso, hún kaus að segja þetta), óskiljanlegur, smekklaus, siðlaus og forkastanlegur. Að óska þess sérstaklega að Ísraelsmenn megi vera „öruggir“ þegar þeir eru í þann veginn að drepa 33.000. íbúann á Gasa (aðallega konur og börn), það er svo viðurstyggilegt að mann sundlar eiginlega.“ „Ég er á móti stríði“ Hera Björg hefur sent Vísi athugasemd vegna fréttarinnar en hún segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi: „Vegna frétta af viðtali sem sem tekið var í Madrid fyrir ísraelska bloggsíðu og mér hafa verið gerðar upp skoðanir um ástandið í Palestínu út af, þá vil ég koma eftirfarandi á framfæri svo enginn miskilningur sé um það,“ segir Hera Björk og heldur svo áfram: „Mér finnst framkoma Ísrael við Palentínsku þjóðina vera hræðileg og til skammar. Að börn þjáist finnst mér alltaf vera skelfilegt og hvað þá þegar heil þjóð þjáist eins og núna er staðan. Ég hef verið í Palestínu og hjálpað til við að fjármagna heimili fyrir munaðarlaus börn þar, svo ég hef séð með eigin augum hvernig hvernig er búið að fara með þetta fólk. Ég er á móti stríði. Ég kalla á eftir friði og er á móti því að fólk tali ekki saman og beiti ofbeldi.“
Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira