Felldu þrjá slökkviliðsmenn með drónum í Karkív Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2024 15:14 Lík slökkviliðsmanns eftir drónaárásir í Karkív í nótt. AP/George Ivanchenko Að minnsta kosti fjórir létu lífið í nótt þegar sjálfsprengidrónum var flogið á tvö fjölbýlishús og orkuver í Karkív, næst stærstu borg Úkraínu. Rússar hafa látið sprengjum rigna yfir borgina á undanförnum vikum og valdið þar miklum skemmdum og mannfalli. Notast var við svokallaða Shahed-dróna sem Rússar hafa keypt í miklu magni frá Íran. Tólf eru særðir og þar af þrír alvarlega, miðað við það sem haft er eftir ríkisstjóra Karkív-héraðs í frétt Reuters. Karkív er ekki í nema um þrjátíu kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands og hefur ítrekað orðið fyrir umfangsmiklum árásum frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Rússar gerðu stórt áhlaup á borgina í upphafi innrásarinnar en varnir Úkraínumanna héldu og voru Rússar reknir á brott frá borginni. Þrír slökkviliðsmenn eru sagðir meðal þeirra sem féllu í árásunum. Eftir að þeir og aðrir voru mættir á vettvang árásanna var fleiri drónum flogið að borginni. Á ensku eru árásir sem þessar kallaðar „Double-Tap“ árásir og eru þær iðulega gerðar af hryðjuverkamönnum víðsvegar um heiminn og er þeim ætlað að valda miklu mannfalli meðal viðbragðsaðila sem bregðast við fyrstu árásinni. Rússar hafa einnig ítrekað verið sakaðir um að gera sambærilegar árásir í Sýrlandi í gegnum árin. Undanfarnar vikur hafa nokkrum sinnum borist fregnir af svona árásum á viðbragðsaðila í Úkraínu. Almannavarnir Úkraínu birtu í morgun myndband sem sýnir son eins slökkviliðsmanns sem dó gráta. Hann er einnig slökkviliðsmaður. # . . , 52- . pic.twitter.com/jFrMhXJYos— DSNS.GOV.UA (@SESU_UA) April 4, 2024 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur lýst árásinni sem viðbjóðslegri og ítrekað áköll sín eftir fleiri loftvarnarkerfum og flugskeyti í þau loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn hafa þegar fengið. Eins og áður segir beindust árásirnar meðal annars að orkuveri í Karkív en um 350 þúsund manns voru án rafmagns eftir árásirnar. Could you imagine a blackout in Milan? Or, for example, in Munich?Russia has practically destroyed all critical energy infrastructure in #Kharkiv, leaving people without light and warmth.#ArmUkraineNow, as #PatriotsSaveLives that 's trying to take with energy terror. pic.twitter.com/DEMA76I4tk— MFA of Ukraine (@MFA_Ukraine) April 4, 2024 Rússar hafa notað sífellt fleiri Shahed dróna gegn orkuinnviðum Úkrainu og hafa þeir einnig uppfært drónana. Blaðamaður Economist í Úkraínu segir drónana fljúga hraðar og að þeir hafi verið málaðir svo erfiðara sé að skjóta þá niður. Shocking footage from drone attack on Kharkiv overnight. At least 4 dead. Russia has updated its Iranian munitions so that they now fly faster (up to 300km/h), higher, and with new wing coating that makes shooting them down much more difficult. pic.twitter.com/M4EadCyZnz— Oliver Carroll (@olliecarroll) April 4, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Aukið fé til varnarmála og herskylda lykilviðbrögð við ásækni Rússa Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir Eista bæði upplifa öryggi vegna aðildar sinnar að Atlantshafsbandalaginu en einnig óttast næstu skref Vladimir Pútín Rússlandsforseta. 4. apríl 2024 06:56 Tónleikahöllin var nefnd sem mögulegt skotmark ISKP Bandarískir embættismenn vöruðu rússneska kollega sína við því að tónleikahöllin í Crocus væri mögulegt skotmark vígamann Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP, rúmum tveimur vikum áður en fjórir menn myrtu þar minnst 144. Ráðamenn í Rússlandi hunsuðu viðvörunina og Vladimír Pútín, forseti, sagði nokkrum dögum fyrir árásina að Vesturlönd væru að reyna að kúga Rússland. 3. apríl 2024 13:00 Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01 Herkvaðningaraldurinn lækkaður úr 27 árum í 25 ár Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að herkvaðningaraldurinn verði lækkaður úr 27 ára í 25 ára. 3. apríl 2024 06:32 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Notast var við svokallaða Shahed-dróna sem Rússar hafa keypt í miklu magni frá Íran. Tólf eru særðir og þar af þrír alvarlega, miðað við það sem haft er eftir ríkisstjóra Karkív-héraðs í frétt Reuters. Karkív er ekki í nema um þrjátíu kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands og hefur ítrekað orðið fyrir umfangsmiklum árásum frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Rússar gerðu stórt áhlaup á borgina í upphafi innrásarinnar en varnir Úkraínumanna héldu og voru Rússar reknir á brott frá borginni. Þrír slökkviliðsmenn eru sagðir meðal þeirra sem féllu í árásunum. Eftir að þeir og aðrir voru mættir á vettvang árásanna var fleiri drónum flogið að borginni. Á ensku eru árásir sem þessar kallaðar „Double-Tap“ árásir og eru þær iðulega gerðar af hryðjuverkamönnum víðsvegar um heiminn og er þeim ætlað að valda miklu mannfalli meðal viðbragðsaðila sem bregðast við fyrstu árásinni. Rússar hafa einnig ítrekað verið sakaðir um að gera sambærilegar árásir í Sýrlandi í gegnum árin. Undanfarnar vikur hafa nokkrum sinnum borist fregnir af svona árásum á viðbragðsaðila í Úkraínu. Almannavarnir Úkraínu birtu í morgun myndband sem sýnir son eins slökkviliðsmanns sem dó gráta. Hann er einnig slökkviliðsmaður. # . . , 52- . pic.twitter.com/jFrMhXJYos— DSNS.GOV.UA (@SESU_UA) April 4, 2024 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur lýst árásinni sem viðbjóðslegri og ítrekað áköll sín eftir fleiri loftvarnarkerfum og flugskeyti í þau loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn hafa þegar fengið. Eins og áður segir beindust árásirnar meðal annars að orkuveri í Karkív en um 350 þúsund manns voru án rafmagns eftir árásirnar. Could you imagine a blackout in Milan? Or, for example, in Munich?Russia has practically destroyed all critical energy infrastructure in #Kharkiv, leaving people without light and warmth.#ArmUkraineNow, as #PatriotsSaveLives that 's trying to take with energy terror. pic.twitter.com/DEMA76I4tk— MFA of Ukraine (@MFA_Ukraine) April 4, 2024 Rússar hafa notað sífellt fleiri Shahed dróna gegn orkuinnviðum Úkrainu og hafa þeir einnig uppfært drónana. Blaðamaður Economist í Úkraínu segir drónana fljúga hraðar og að þeir hafi verið málaðir svo erfiðara sé að skjóta þá niður. Shocking footage from drone attack on Kharkiv overnight. At least 4 dead. Russia has updated its Iranian munitions so that they now fly faster (up to 300km/h), higher, and with new wing coating that makes shooting them down much more difficult. pic.twitter.com/M4EadCyZnz— Oliver Carroll (@olliecarroll) April 4, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Aukið fé til varnarmála og herskylda lykilviðbrögð við ásækni Rússa Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir Eista bæði upplifa öryggi vegna aðildar sinnar að Atlantshafsbandalaginu en einnig óttast næstu skref Vladimir Pútín Rússlandsforseta. 4. apríl 2024 06:56 Tónleikahöllin var nefnd sem mögulegt skotmark ISKP Bandarískir embættismenn vöruðu rússneska kollega sína við því að tónleikahöllin í Crocus væri mögulegt skotmark vígamann Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP, rúmum tveimur vikum áður en fjórir menn myrtu þar minnst 144. Ráðamenn í Rússlandi hunsuðu viðvörunina og Vladimír Pútín, forseti, sagði nokkrum dögum fyrir árásina að Vesturlönd væru að reyna að kúga Rússland. 3. apríl 2024 13:00 Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01 Herkvaðningaraldurinn lækkaður úr 27 árum í 25 ár Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að herkvaðningaraldurinn verði lækkaður úr 27 ára í 25 ára. 3. apríl 2024 06:32 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Aukið fé til varnarmála og herskylda lykilviðbrögð við ásækni Rússa Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir Eista bæði upplifa öryggi vegna aðildar sinnar að Atlantshafsbandalaginu en einnig óttast næstu skref Vladimir Pútín Rússlandsforseta. 4. apríl 2024 06:56
Tónleikahöllin var nefnd sem mögulegt skotmark ISKP Bandarískir embættismenn vöruðu rússneska kollega sína við því að tónleikahöllin í Crocus væri mögulegt skotmark vígamann Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP, rúmum tveimur vikum áður en fjórir menn myrtu þar minnst 144. Ráðamenn í Rússlandi hunsuðu viðvörunina og Vladimír Pútín, forseti, sagði nokkrum dögum fyrir árásina að Vesturlönd væru að reyna að kúga Rússland. 3. apríl 2024 13:00
Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01
Herkvaðningaraldurinn lækkaður úr 27 árum í 25 ár Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að herkvaðningaraldurinn verði lækkaður úr 27 ára í 25 ára. 3. apríl 2024 06:32
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent