Halda áformum um framtíð MÍR til streitu eftir dóm Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2024 07:02 Húsnæði MÍR er á fyrstu hæð Hverfisgötu 105. Það hefur meðal annars verið leigt út undir spænskukennslu. Ákvörðun aðalfundar um að selja það var ógilt í síðasta mánuði. Vísir/Vilhelm Stjórn menningarfélagsins MÍR stefnir enn á að selja húsnæði félagsins og leggja niður starfsemi þess í núverandi mynd. Unnið er að undirbúningi nýs aðalfundar eftir að dómstóll ógilti ákvarðanir sem voru samþykktar á fundi sem hann taldi ekki löglega boðaðan. Samþykkt var að hætta rekstri Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) á aðalfundi sem var haldinn sumarið 2022. Samhliða var samþykkt að selja eignir félagsins, þar á meðal húsnæði þess að Hverfisgötu 105 í Reykjavík, og láta söluvirðið mynda stofnfé sjóðs sem var ætlað að styrkja menningarstarfsemi sem tengdist menningum og sögu Rússlands. Þrír aldnir félagsmenn, þar á meðal fyrrverandi formaður félagsins til áratuga, stefndu stjórn MÍR á þeirri forsendu að boðun aðalfundarins hefði ekki staðist lög. Kröfðust þeir þess að ákvarðanir fundarins yrðu ógiltar. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það í síðasta mánuði og ógilti ákvarðanir aðalfundarins um breytingar á starfseminni og sölu eigna. Þrátt fyrir að hafa verið gerð afturreka með áform sín fyrir dómstóli er stjórn MÍR ekki af baki dottin. Einar Bragason, formaður stjórnarinnar, segir að stefna hennar sé óbreytt og til standi að leggja áformin fram aftur á nýjum aðalfundi. „Það verður fljótlega. Það er verið að undirbúa það,“ segir Einar um undirbúning aðalfundar. Boða þarf til aðalfundar MÍR með þriggja vikna fyrirvara. Hann segist ekki geta svarað því hvernig fundurinn verði auglýstur að þessu sinni en héraðsdómur taldi að ekki hafi nægt að hengja upp auglýsingu í glugga húsnæðisins að Hverfisgötu um aðalfundinn fyrir tveimur árum. Stjórnarmenn hafa sagt að sá háttur hafi verið hafður á lengi hjá félaginu. Stefnendur í málinu héldu því fram að aðeins stjórnarmenn hefðu verið viðstaddir aðalfundinn en stjórnin sagði að á bilinu fimm til tíu félagsmenn hefðu mætt. Einar sagði Vísi í fyrra að stefnendurnir þrír hefðu ekki haft nein afskipti af starfsemi MÍR í seinni tíð. Hann segir að það hafi ekki breyst eftir málaferli síðustu missera. Félagasamtök Dómsmál Rússland Reykjavík Tengdar fréttir Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 MÍR dregur saman seglin eftir sjötíu ára starf Sögufrægt menningarfélag Íslands og Rússlands sem státaði um tíma af á annað þúsund félögum og helstu jöfrum íslenskra bókmennta ákvað að hætta fyrri rekstri sínum og selja húsnæði sitt í fyrra. Samskipti félagsins við rússneska sendiráðið höfðu farið stirðnandi á undanförnum árum. 1. maí 2023 09:00 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Samþykkt var að hætta rekstri Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) á aðalfundi sem var haldinn sumarið 2022. Samhliða var samþykkt að selja eignir félagsins, þar á meðal húsnæði þess að Hverfisgötu 105 í Reykjavík, og láta söluvirðið mynda stofnfé sjóðs sem var ætlað að styrkja menningarstarfsemi sem tengdist menningum og sögu Rússlands. Þrír aldnir félagsmenn, þar á meðal fyrrverandi formaður félagsins til áratuga, stefndu stjórn MÍR á þeirri forsendu að boðun aðalfundarins hefði ekki staðist lög. Kröfðust þeir þess að ákvarðanir fundarins yrðu ógiltar. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það í síðasta mánuði og ógilti ákvarðanir aðalfundarins um breytingar á starfseminni og sölu eigna. Þrátt fyrir að hafa verið gerð afturreka með áform sín fyrir dómstóli er stjórn MÍR ekki af baki dottin. Einar Bragason, formaður stjórnarinnar, segir að stefna hennar sé óbreytt og til standi að leggja áformin fram aftur á nýjum aðalfundi. „Það verður fljótlega. Það er verið að undirbúa það,“ segir Einar um undirbúning aðalfundar. Boða þarf til aðalfundar MÍR með þriggja vikna fyrirvara. Hann segist ekki geta svarað því hvernig fundurinn verði auglýstur að þessu sinni en héraðsdómur taldi að ekki hafi nægt að hengja upp auglýsingu í glugga húsnæðisins að Hverfisgötu um aðalfundinn fyrir tveimur árum. Stjórnarmenn hafa sagt að sá háttur hafi verið hafður á lengi hjá félaginu. Stefnendur í málinu héldu því fram að aðeins stjórnarmenn hefðu verið viðstaddir aðalfundinn en stjórnin sagði að á bilinu fimm til tíu félagsmenn hefðu mætt. Einar sagði Vísi í fyrra að stefnendurnir þrír hefðu ekki haft nein afskipti af starfsemi MÍR í seinni tíð. Hann segir að það hafi ekki breyst eftir málaferli síðustu missera.
Félagasamtök Dómsmál Rússland Reykjavík Tengdar fréttir Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 MÍR dregur saman seglin eftir sjötíu ára starf Sögufrægt menningarfélag Íslands og Rússlands sem státaði um tíma af á annað þúsund félögum og helstu jöfrum íslenskra bókmennta ákvað að hætta fyrri rekstri sínum og selja húsnæði sitt í fyrra. Samskipti félagsins við rússneska sendiráðið höfðu farið stirðnandi á undanförnum árum. 1. maí 2023 09:00 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00
MÍR dregur saman seglin eftir sjötíu ára starf Sögufrægt menningarfélag Íslands og Rússlands sem státaði um tíma af á annað þúsund félögum og helstu jöfrum íslenskra bókmennta ákvað að hætta fyrri rekstri sínum og selja húsnæði sitt í fyrra. Samskipti félagsins við rússneska sendiráðið höfðu farið stirðnandi á undanförnum árum. 1. maí 2023 09:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent