Ekkert ferðamannagos Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. apríl 2024 21:31 Enn er stöðug virkni í eldgosinu eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í dag. Vísir/Björn Steinbekk Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að ferðamönnum verði ekki hleypt að gosstöðvunum við Sundhnúk á næstunni. Nokkur áhugi er meðal ferðamanna að komast að gosinu. Þeir hafa bókað til þess þyrluferðir og verið snúið við þegar þeir hafa reynt að komast inn á lokað svæði. Nú þegar átján dagar síðan að eldgosið hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells er virknin enn stöðug og lítið sem bendir til þess að eldgosinu ljúki í bráð. Fáir hafa getað séð gosið þar sem svæðið í kring hefur að mestu leyti verið lokað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að nokkur bið geti orðið á að fólk fái að fara að gosstöðvunum. „Eins og staðan er í augnablikinu þá getum við ekki bætt á okkur verkefnum. Þannig að það er eitthvað sem bíður eitthvað inn í vorið.“ Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir ekki tímabært að hleypa ferðamönnum að gosstöðvunum við Sundhnúk.Vísir/Einar Hann segir nálægð gossins við Grindavíkurbæ hafa sitt að segja. „Verkefnið hingað til hefur verið, má segja, að verja bæinn og halda óviðkomandi frá bænum. Þannig ef við förum að hleypa fólki að þessu gosi þá ertu kominn með almenning svo til inn í Grindavík. Þannig að það er svona í mörg horn að líta þannig að eins og staðan er akkúrat í augnablikinu þá er þetta eitthvað sem bíður.“ Nokkuð er um að þyrlur hafi flogið yfir gosstöðvarnar undanfarið með ferðamenn en ferðirnar eru þó ekki jafn margar og þegar eldgosið var í Fagradalsfjalli. Þá er líka eitthvað um að ferðamönnum, sem hafa viljað sjá gosið, hafi verið snúið við við lokunarpósta. Úlfar segir reynt að tryggja að enginn komist inn á svæðið sem hefur ekki tilskilin leyfi. „Það eru starfsmenn frá Öryggismiðstöðinni sem sjá um lokunarpósta bara í góðu samstarfi við aðra viðbragðsaðila.“ Hann á von að að áhugi á að komast að gosstöðvunum komi til með að aukast. „Með svona betra veðri þá held ég að ásókn á þennan stað komi til með að aukast ef þetta breytist ekki. Það virðist vera tiltölulega stöðugt eins og gosið lítur út í dag. Ég er nú að bíða eftir því að því ljúki. Það myndi hjálpa okkur.“ Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Virkni enn stöðug og fátt bendir til gosloka Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn nokkuð stöðug og segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands engin merki um að gosinu sé að ljúka þó slokknað hafi í einum af gígunum þremur. 2. apríl 2024 12:01 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndað af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Nú þegar átján dagar síðan að eldgosið hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells er virknin enn stöðug og lítið sem bendir til þess að eldgosinu ljúki í bráð. Fáir hafa getað séð gosið þar sem svæðið í kring hefur að mestu leyti verið lokað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að nokkur bið geti orðið á að fólk fái að fara að gosstöðvunum. „Eins og staðan er í augnablikinu þá getum við ekki bætt á okkur verkefnum. Þannig að það er eitthvað sem bíður eitthvað inn í vorið.“ Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir ekki tímabært að hleypa ferðamönnum að gosstöðvunum við Sundhnúk.Vísir/Einar Hann segir nálægð gossins við Grindavíkurbæ hafa sitt að segja. „Verkefnið hingað til hefur verið, má segja, að verja bæinn og halda óviðkomandi frá bænum. Þannig ef við förum að hleypa fólki að þessu gosi þá ertu kominn með almenning svo til inn í Grindavík. Þannig að það er svona í mörg horn að líta þannig að eins og staðan er akkúrat í augnablikinu þá er þetta eitthvað sem bíður.“ Nokkuð er um að þyrlur hafi flogið yfir gosstöðvarnar undanfarið með ferðamenn en ferðirnar eru þó ekki jafn margar og þegar eldgosið var í Fagradalsfjalli. Þá er líka eitthvað um að ferðamönnum, sem hafa viljað sjá gosið, hafi verið snúið við við lokunarpósta. Úlfar segir reynt að tryggja að enginn komist inn á svæðið sem hefur ekki tilskilin leyfi. „Það eru starfsmenn frá Öryggismiðstöðinni sem sjá um lokunarpósta bara í góðu samstarfi við aðra viðbragðsaðila.“ Hann á von að að áhugi á að komast að gosstöðvunum komi til með að aukast. „Með svona betra veðri þá held ég að ásókn á þennan stað komi til með að aukast ef þetta breytist ekki. Það virðist vera tiltölulega stöðugt eins og gosið lítur út í dag. Ég er nú að bíða eftir því að því ljúki. Það myndi hjálpa okkur.“
Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Virkni enn stöðug og fátt bendir til gosloka Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn nokkuð stöðug og segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands engin merki um að gosinu sé að ljúka þó slokknað hafi í einum af gígunum þremur. 2. apríl 2024 12:01 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndað af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Virkni enn stöðug og fátt bendir til gosloka Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn nokkuð stöðug og segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands engin merki um að gosinu sé að ljúka þó slokknað hafi í einum af gígunum þremur. 2. apríl 2024 12:01