Íslenskir bræður við upptök skjálftans: „Traffíkin stoppaði alveg og hlutir byrjuðu að hrynja“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2024 12:10 Þessa mynd tók Þorsteinn í Hualien-borg fyrr í dag. Rauðleita byggingin til vinstri er að hruni komin eftir jarðskjálftann og hallar ískyggilega. Þorsteinn Kristinsson Að minnsta kosti níu eru látnir og 800 slasaðir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,4 reið yfir á Taívan í nótt. Íslendingur á upptakasvæðinu fylgdist með umferð stöðvast og hlutum hrynja þegar jörð tók að skjálfa. Hann og bróðir hans þurftu að flýja inn í land í skyndi þegar flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út. Jarðskjálftinn er sá stærsti á Taívan í aldarfjórðung og átti upptök sín í Hualien-héraði, skammt frá Hualein-borg, þar sem miklar skemmdir urðu á húsum. Héraðið er fjalllent og skjálftinn framkallaði miklar skriður og grjóthrun; að minnsta kosti fimm létust þegar þeir urðu fyrir steinum sem ultu niður fjallshlíðar. Skjálftinn fannst auk þess vel í höfuðborginni Taipei þar sem háhýsi sveifluðust til. „Laukheppnir“ að hafa ekki verið komnir lengra Þorsteinn Kristinsson alþjóðastjórnmálafræðingur býr í Taipei en er staddur í Hualein-borg. Hann var að hjóla með bróður sínum norður af borginni þegar skjálftinn reið yfir. „Það fer allt alveg á hreyfingu, maður heldur fyrst að það sé sprungið dekkið eða sé eitthvað að hjólinu en svo sér maður að allar byggingar eru á fullri ferð. Bróðir minn datt í jörðina en ég náði einhvern veginn að standa þetta af mér. Traffíkin stoppaði alveg og hlutir byrjuðu að hrynja,“ segir Þorsteinn. Hann og bróðir hans hafa undanfarið verið að hjóla í nágrenni borgarinnar. „Við erum eiginlega laukheppnir að hafa ekki verð búnir að hjóla lengra þegar þetta gerðist. Við höfðum verið á þessum vegum í fjallshlíðinni þar sem hrundi mest á. Ef þetta hefði gerst einum, tveimur tímum seinna.“ Þorsteinn Kristinsson (t.h.) og bróðir hans á ferð um fjallshlíðar við Hualien-borg í gær, nokkru áður en jarðskjálftinn reið yfir.Þorsteinn Kristinsson Ekki hægt að bera saman við íslensku skjálftana Skömmu síðar byrjuðu sírenur að hljóma og þeir bræður fengu flóðbylgjuviðvaranir í síma sína. Þá hjóluðu þeir með hraði inn í land til að komast enn hærra yfir sjávarmál. Voruði ekkert hræddir þegar þið fenguð svoleiðis meldingar? „Nei. Við vorum búnir að standa af okkur mesta skjálftann og vorum ágætlega inni í landi þannig að við vorum sæmilega öruggir með það, héldum við. Þannig að það var allt í lagi.“ Grjóthrun hefur sett samgöngur til og frá Hualien úr skorðum. Bræðurnir eru fastir í borginni þar til á morgun. Þorsteinn er staddur í miðbænum og segir talsverða eyðileggingu blasa við. Þá er öll starfsemi í borginni í algjöru lágmarki. „Fólk er náttúrulega slegið eins og gengur en Taívanar eru ýmsu vanir þegar kemur að jarðskjálftum. Fólk tekur þessu með ákveðinni ró en auðvitað er fólki brugðið þegar þetta er svona stórt.“ Hvernig er þetta í samanburði við jarðskjálfta heima á Íslandi? „Þetta er af allt annarri stærðargráðu. Það er mjög erfitt að bera þetta eitthvað saman,“ segir Þorsteinn Kristinsson, alþjóðastjórnmálafræðingur. Taívan Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fjórir látnir og 700 særðir eftir 7,4 stiga skjálfta í Taívan Gríðarlega stór jarðskjálfti reið yfir á Taívan í nótt en hann mældist 7,4 stig að stærð. Þetta er stærsti skjálfti sem riðið hefur yfir eyjuna í 25 ár. Fjórir eru látnir hið minnsta en rúmlega 700 eru særðir. 3. apríl 2024 06:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Jarðskjálftinn er sá stærsti á Taívan í aldarfjórðung og átti upptök sín í Hualien-héraði, skammt frá Hualein-borg, þar sem miklar skemmdir urðu á húsum. Héraðið er fjalllent og skjálftinn framkallaði miklar skriður og grjóthrun; að minnsta kosti fimm létust þegar þeir urðu fyrir steinum sem ultu niður fjallshlíðar. Skjálftinn fannst auk þess vel í höfuðborginni Taipei þar sem háhýsi sveifluðust til. „Laukheppnir“ að hafa ekki verið komnir lengra Þorsteinn Kristinsson alþjóðastjórnmálafræðingur býr í Taipei en er staddur í Hualein-borg. Hann var að hjóla með bróður sínum norður af borginni þegar skjálftinn reið yfir. „Það fer allt alveg á hreyfingu, maður heldur fyrst að það sé sprungið dekkið eða sé eitthvað að hjólinu en svo sér maður að allar byggingar eru á fullri ferð. Bróðir minn datt í jörðina en ég náði einhvern veginn að standa þetta af mér. Traffíkin stoppaði alveg og hlutir byrjuðu að hrynja,“ segir Þorsteinn. Hann og bróðir hans hafa undanfarið verið að hjóla í nágrenni borgarinnar. „Við erum eiginlega laukheppnir að hafa ekki verð búnir að hjóla lengra þegar þetta gerðist. Við höfðum verið á þessum vegum í fjallshlíðinni þar sem hrundi mest á. Ef þetta hefði gerst einum, tveimur tímum seinna.“ Þorsteinn Kristinsson (t.h.) og bróðir hans á ferð um fjallshlíðar við Hualien-borg í gær, nokkru áður en jarðskjálftinn reið yfir.Þorsteinn Kristinsson Ekki hægt að bera saman við íslensku skjálftana Skömmu síðar byrjuðu sírenur að hljóma og þeir bræður fengu flóðbylgjuviðvaranir í síma sína. Þá hjóluðu þeir með hraði inn í land til að komast enn hærra yfir sjávarmál. Voruði ekkert hræddir þegar þið fenguð svoleiðis meldingar? „Nei. Við vorum búnir að standa af okkur mesta skjálftann og vorum ágætlega inni í landi þannig að við vorum sæmilega öruggir með það, héldum við. Þannig að það var allt í lagi.“ Grjóthrun hefur sett samgöngur til og frá Hualien úr skorðum. Bræðurnir eru fastir í borginni þar til á morgun. Þorsteinn er staddur í miðbænum og segir talsverða eyðileggingu blasa við. Þá er öll starfsemi í borginni í algjöru lágmarki. „Fólk er náttúrulega slegið eins og gengur en Taívanar eru ýmsu vanir þegar kemur að jarðskjálftum. Fólk tekur þessu með ákveðinni ró en auðvitað er fólki brugðið þegar þetta er svona stórt.“ Hvernig er þetta í samanburði við jarðskjálfta heima á Íslandi? „Þetta er af allt annarri stærðargráðu. Það er mjög erfitt að bera þetta eitthvað saman,“ segir Þorsteinn Kristinsson, alþjóðastjórnmálafræðingur.
Taívan Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fjórir látnir og 700 særðir eftir 7,4 stiga skjálfta í Taívan Gríðarlega stór jarðskjálfti reið yfir á Taívan í nótt en hann mældist 7,4 stig að stærð. Þetta er stærsti skjálfti sem riðið hefur yfir eyjuna í 25 ár. Fjórir eru látnir hið minnsta en rúmlega 700 eru særðir. 3. apríl 2024 06:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fjórir látnir og 700 særðir eftir 7,4 stiga skjálfta í Taívan Gríðarlega stór jarðskjálfti reið yfir á Taívan í nótt en hann mældist 7,4 stig að stærð. Þetta er stærsti skjálfti sem riðið hefur yfir eyjuna í 25 ár. Fjórir eru látnir hið minnsta en rúmlega 700 eru særðir. 3. apríl 2024 06:49