Innlent

Þing­flokkur Fram­sóknar fundar líka um stöðuna í dag

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, sendi út fundarboð til þingmanna Framsóknar seinni partinn í gær.
Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, sendi út fundarboð til þingmanna Framsóknar seinni partinn í gær. Vísir

Þingflokkur Framsóknarflokksins mun klukkan eitt í dag funda í gegnum fjarfundarbúnað meðal annars vegna hugsanlegs forsetaframboðs Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Þetta staðfestir Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður flokksins en fundarboð var sent út til þingmanna seinni partinn í gær.

Í gær greindi fréttastofa frá því að Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefði boðað þingflokkinn til fundar í dag til að ræða þá stöðu sem kæmi óhjákvæmilega upp ef forsætisráðherra gæfi kost á sér til embættis forseta Íslands. Einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fréttastofa ræddi við í dag átti von á að fundurinn yrði eins konar „tilfinningahringur“ en það sagði hún meira í gríni en alvöru. Þingflokkur VG mun þá einnig funda í dag.

Þegar Ingibjörg var spurð hvort hún hefði ákveðið að boða til þingflokksfundar vegna máls Katrínar þá sagði hún að fundurinn væri til að taka púlsinn á fólkinu eftir páskafrí en að:

„Eðlilega verður staðan sem er uppi í dag – sem er nokkuð óljós – eitthvað rædd.“


Tengdar fréttir

Óvænt fjarvera Bjarna á fundi í Brussel

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki meðal gesta á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem hefst í Brussel klukkan ellefu að íslenskum tíma. Bjarni forfallaðist skyndilega vegna anna hér heima við önnur ónefnd verkefni.

„Veit að hún er að hugsa málið“

Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist ekki átta sig á því hvort tal um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi orsakað skjálfta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segist vita að Katrín sé að velta fyrir sér framboðinu.

Sjálfstæðismenn funda um mögulegt framboð Katrínar

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að boða þingflokkinn á fund á morgun í ljósi þeirrar óvissu sem er uppi varðandi mögulegt forsetaframboð forsætisráðherra og áhrif þess.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×