Sjálfstæðismenn funda um mögulegt framboð Katrínar Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2024 14:10 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að boða þingflokkinn á fund á morgun í ljósi þeirrar óvissu sem er uppi varðandi mögulegt forsetaframboð forsætisráðherra og áhrif þess. „Þingið er ekki að störfum eins og er þannig ég hafði ekki ætlað mér að hafa fund í vikunni. En mér finnst í ljósi stöðunnar eðlilegt að við ræðum okkar á milli hvernig breytt staða gæti litið út, ef af henni verður. Þá munu auðvitað hlutir gerast hratt,“ segir Hildur í samtali við Vísi. Mbl greindi frá fundarboðinu. Ýmislegt gæti verið í kortunum Hugsanlegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefur verið mikið í umræðunni undanfarið, ekki síst með tilliti til ríkisstjórnarsamstarfs Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hildur segir ekki tímabært að ræða möguleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Bæði liggi ekkert fyrir um ákvörðun Katrínar og fyrir liggi að ýmislegt gæti verið í kortunum fari hún fram. Það verði það sem rætt verður á fundinum á morgun. Veit ekkert meira en hver annar Hildur segir að hún hafi engar frekari upplýsingar um hug Katrínar en hver annar. Henni finnist þó sá tími sem liðið hefur benda til þess að Katrín fari fram frekar en ekki. „En ég veit ekkert meira um það en þú.“ Þá segir hún að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu tiltölulega spakir yfir umræðunni. Hún hafi ekki heyrt af öðru. „Við erum ýmsu vön,“ sagði Hildur hlæjandi að lokum. Framsóknarmenn pollrólegir Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ekkert hafa verið rætt eða ákveðið um þingflokksfund vegna mögulegs framboðs Katrínar. Ekki hefur náðst í Katrínu Jakobsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Lára Björg Björnsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra óskaði eftir skriflegri fyrirspurn um málið. Þá hefur ekki náðst í Orra Pál Jóhannsson, þingflokksformann Vinstri grænna. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Katrín ekki með sigur vísan bjóði hún sig fram Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segist ekki vera viss um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eigi sigurinn vísan í forsetakosningum bjóði hún sig fram. Hann segir þjóðina vera mikið ólíkindatól þegar það kemur að forsetakosningum. 2. apríl 2024 09:58 Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47 „Geri hún það, þá býð ég mig fram“ Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins. 31. mars 2024 18:55 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
„Þingið er ekki að störfum eins og er þannig ég hafði ekki ætlað mér að hafa fund í vikunni. En mér finnst í ljósi stöðunnar eðlilegt að við ræðum okkar á milli hvernig breytt staða gæti litið út, ef af henni verður. Þá munu auðvitað hlutir gerast hratt,“ segir Hildur í samtali við Vísi. Mbl greindi frá fundarboðinu. Ýmislegt gæti verið í kortunum Hugsanlegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefur verið mikið í umræðunni undanfarið, ekki síst með tilliti til ríkisstjórnarsamstarfs Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hildur segir ekki tímabært að ræða möguleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Bæði liggi ekkert fyrir um ákvörðun Katrínar og fyrir liggi að ýmislegt gæti verið í kortunum fari hún fram. Það verði það sem rætt verður á fundinum á morgun. Veit ekkert meira en hver annar Hildur segir að hún hafi engar frekari upplýsingar um hug Katrínar en hver annar. Henni finnist þó sá tími sem liðið hefur benda til þess að Katrín fari fram frekar en ekki. „En ég veit ekkert meira um það en þú.“ Þá segir hún að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu tiltölulega spakir yfir umræðunni. Hún hafi ekki heyrt af öðru. „Við erum ýmsu vön,“ sagði Hildur hlæjandi að lokum. Framsóknarmenn pollrólegir Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ekkert hafa verið rætt eða ákveðið um þingflokksfund vegna mögulegs framboðs Katrínar. Ekki hefur náðst í Katrínu Jakobsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Lára Björg Björnsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra óskaði eftir skriflegri fyrirspurn um málið. Þá hefur ekki náðst í Orra Pál Jóhannsson, þingflokksformann Vinstri grænna.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Katrín ekki með sigur vísan bjóði hún sig fram Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segist ekki vera viss um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eigi sigurinn vísan í forsetakosningum bjóði hún sig fram. Hann segir þjóðina vera mikið ólíkindatól þegar það kemur að forsetakosningum. 2. apríl 2024 09:58 Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47 „Geri hún það, þá býð ég mig fram“ Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins. 31. mars 2024 18:55 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Katrín ekki með sigur vísan bjóði hún sig fram Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segist ekki vera viss um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eigi sigurinn vísan í forsetakosningum bjóði hún sig fram. Hann segir þjóðina vera mikið ólíkindatól þegar það kemur að forsetakosningum. 2. apríl 2024 09:58
Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47
„Geri hún það, þá býð ég mig fram“ Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins. 31. mars 2024 18:55