Stærsta ógnin við Ísland gæti farið til Man. Utd fyrir metfé Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2024 10:30 Ewa Pajor er einn besti markaskorari Evrópu eins og hún hefur sýnt með Wolfsburg og pólska landsliðinu. Getty/Grzegorz Wajda Það velkist enginn í vafa um það á hvaða leikmanni Póllands þarf að hafa mestar gætur, þegar stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta mæta Pólverjum á Kópavogsvelli á föstudaginn. Hún heitir Ewa Pajor og er nú orðuð við Manchester United. Pajor er 27 ára framherji og samherji Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá þýska stórliðinu Wolfsburg. Hún hefur skorað 88 mörk í 117 deildarleikjum fyrir Wolfsburg, og 59 mörk í 77 landsleikjum fyrir Pólland. Hún varð markadrottning Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð og hefur meðal annars unnið fimm Þýskalandsmeistaratitla og átta bikarmeistaratitla með Wolfsburg. Það skyldi því engan undra að mikill áhugi sé á Pajor en samningur hennar við Wolfsburg gildir út næstu leiktíð. Það þýðir að vilji Wolfsburg fá sem mestan pening fyrir hana þyrfti liðið að selja hana í sumar, og það er líklegt samkvæmt staðarmiðlinum Aller-Zeitung. Fæst fyrir 75 milljónir króna Pajor er með klásúlu í samningi sínum við Wolfsburg sem gerir hana fala fyrir 500.000 evrur, eða um 75 milljónir króna, og þá upphæð mun enska félagið Manchester United vera að íhuga að greiða. Ewa Pajor og Sveindís Jane Jónsdóttir eru liðsfélagar hjá Wolfsburg.Getty/Cathrin Mueller Verði Pajor seld fyrir þessa upphæð yrði það metfé í sögu þýsku deildarinnar. Núgildandi met var sett fyrr á þessu ári þegar Bayern München samdi um kaup á Lenu Oberdorf fyrir 400.000 evrur frá Wolfsburg, en hún fer til Bayern í sumar. United er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og á ekki lengur möguleika á Englandsmeistaratitlinum en liðið mætir Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins eftir ellefu daga. United þarf að styrkja sóknarleik sinn eftir að hafa misst Alessia Russo frítt til Arsenal síðasta sumar. Leikur Íslands og Póllands, fyrsti leikur í undankeppni EM 2025, er klukkan 16:45 á föstudaginn, á Kópavogsvelli eins og fyrr segir. Landslið kvenna í fótbolta Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
Pajor er 27 ára framherji og samherji Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá þýska stórliðinu Wolfsburg. Hún hefur skorað 88 mörk í 117 deildarleikjum fyrir Wolfsburg, og 59 mörk í 77 landsleikjum fyrir Pólland. Hún varð markadrottning Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð og hefur meðal annars unnið fimm Þýskalandsmeistaratitla og átta bikarmeistaratitla með Wolfsburg. Það skyldi því engan undra að mikill áhugi sé á Pajor en samningur hennar við Wolfsburg gildir út næstu leiktíð. Það þýðir að vilji Wolfsburg fá sem mestan pening fyrir hana þyrfti liðið að selja hana í sumar, og það er líklegt samkvæmt staðarmiðlinum Aller-Zeitung. Fæst fyrir 75 milljónir króna Pajor er með klásúlu í samningi sínum við Wolfsburg sem gerir hana fala fyrir 500.000 evrur, eða um 75 milljónir króna, og þá upphæð mun enska félagið Manchester United vera að íhuga að greiða. Ewa Pajor og Sveindís Jane Jónsdóttir eru liðsfélagar hjá Wolfsburg.Getty/Cathrin Mueller Verði Pajor seld fyrir þessa upphæð yrði það metfé í sögu þýsku deildarinnar. Núgildandi met var sett fyrr á þessu ári þegar Bayern München samdi um kaup á Lenu Oberdorf fyrir 400.000 evrur frá Wolfsburg, en hún fer til Bayern í sumar. United er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og á ekki lengur möguleika á Englandsmeistaratitlinum en liðið mætir Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins eftir ellefu daga. United þarf að styrkja sóknarleik sinn eftir að hafa misst Alessia Russo frítt til Arsenal síðasta sumar. Leikur Íslands og Póllands, fyrsti leikur í undankeppni EM 2025, er klukkan 16:45 á föstudaginn, á Kópavogsvelli eins og fyrr segir.
Landslið kvenna í fótbolta Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira