Sér ekki hvernig VG gætu haldið áfram í ríkisstjórn án Katrínar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. apríl 2024 16:53 Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á bágt með að sjá fyrir sér ríkisstjórnina í núverandi mynd fari það svo að forsætisráðherra bjóði sig fram. Vísir/Egill Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sér ekki fyrir sér að Vinstri græn geti áfram setið í ríkisstjórn ef Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra býður sig fram til forseta Íslands. Hún sé límið á milli flokksins og hinna ríkisstjórnarflokkanna. Vilhjálmur sagði þetta í viðtali í Reykjavík síðdegis en á morgun mun þingflokkur Sjálfstæðisflokksins funda vegna mögulegs framboðs forsætisráðherra. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Vilhjálmur mun mæta á fundinn á morgun. „Við ákváðum að hafa þennan fund til að taka þessa umræðu en hún hefur ekki farið fram hjá neinum þannig að ég held það sé bara ágætt hjá okkur að hittast og fara yfir stöðuna.“ Vilhjálmur var spurður hvað honum þætti um mögulegt framboð forsætisráðherra. „Ég hef nú alltaf verið skýr með það og sagt það áður opinberlega að ég sé ekki hvernig Vinstri grænir geta starfað áfram í ríkisstjórninni sé límið úr þeirra hópi farið annað,“ svaraði Vilhjálmur. Hann segist ekki heldur vilja boða til kosninga ef Katrín fer í framboð. „Nei, ég sé enga ástæðu til að fara í kosningar núna út af því að eins og ég sagði áðan, við erum komin vel á veg með það að koma fram með fjármálaáætlun til að fylgja eftir kjarasamningum. Við erum búin að undirbúa vel útlendingamálin og orkumálin og komin vel á veg þannig að það má engan tíma missa í því þannig að við þurfum að nýta það sem eftir er kjörtímabilsins til að klára þessi mál.“ Kristófer Helgason í Reykjavík síðdegis spurði hann hreint út: En Vilhjálmur, þú ert með öðrum orðum að segja að ef Katrín býður sig fram að þá sé lífi ríkisstjórnarinnar lokið? „Ja, ég á bara… það þarf einhvern veginn að segja mér það að það gæti gengið þar sem hún er þessi öflugi leiðtogi í sínum hópi að þá væri það erfitt. Ég hef aldrei farið í felur með það,“ svaraði Vilhjálmur. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Vill kosningar óháð valhoppi Katrínar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir mikilvægt að boðað verði til Alþingiskosninga hið fyrsta, óháð því hvort Katrín Jakobsdóttir fari í forsetaframboð eða ekki. 2. apríl 2024 15:12 Sjálfstæðismenn funda um mögulegt framboð Katrínar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að boða þingflokkinn á fund á morgun í ljósi þeirrar óvissu sem er uppi varðandi mögulegt forsetaframboð forsætisráðherra og áhrif þess. 2. apríl 2024 14:10 Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Vilhjálmur sagði þetta í viðtali í Reykjavík síðdegis en á morgun mun þingflokkur Sjálfstæðisflokksins funda vegna mögulegs framboðs forsætisráðherra. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Vilhjálmur mun mæta á fundinn á morgun. „Við ákváðum að hafa þennan fund til að taka þessa umræðu en hún hefur ekki farið fram hjá neinum þannig að ég held það sé bara ágætt hjá okkur að hittast og fara yfir stöðuna.“ Vilhjálmur var spurður hvað honum þætti um mögulegt framboð forsætisráðherra. „Ég hef nú alltaf verið skýr með það og sagt það áður opinberlega að ég sé ekki hvernig Vinstri grænir geta starfað áfram í ríkisstjórninni sé límið úr þeirra hópi farið annað,“ svaraði Vilhjálmur. Hann segist ekki heldur vilja boða til kosninga ef Katrín fer í framboð. „Nei, ég sé enga ástæðu til að fara í kosningar núna út af því að eins og ég sagði áðan, við erum komin vel á veg með það að koma fram með fjármálaáætlun til að fylgja eftir kjarasamningum. Við erum búin að undirbúa vel útlendingamálin og orkumálin og komin vel á veg þannig að það má engan tíma missa í því þannig að við þurfum að nýta það sem eftir er kjörtímabilsins til að klára þessi mál.“ Kristófer Helgason í Reykjavík síðdegis spurði hann hreint út: En Vilhjálmur, þú ert með öðrum orðum að segja að ef Katrín býður sig fram að þá sé lífi ríkisstjórnarinnar lokið? „Ja, ég á bara… það þarf einhvern veginn að segja mér það að það gæti gengið þar sem hún er þessi öflugi leiðtogi í sínum hópi að þá væri það erfitt. Ég hef aldrei farið í felur með það,“ svaraði Vilhjálmur.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Vill kosningar óháð valhoppi Katrínar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir mikilvægt að boðað verði til Alþingiskosninga hið fyrsta, óháð því hvort Katrín Jakobsdóttir fari í forsetaframboð eða ekki. 2. apríl 2024 15:12 Sjálfstæðismenn funda um mögulegt framboð Katrínar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að boða þingflokkinn á fund á morgun í ljósi þeirrar óvissu sem er uppi varðandi mögulegt forsetaframboð forsætisráðherra og áhrif þess. 2. apríl 2024 14:10 Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Vill kosningar óháð valhoppi Katrínar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir mikilvægt að boðað verði til Alþingiskosninga hið fyrsta, óháð því hvort Katrín Jakobsdóttir fari í forsetaframboð eða ekki. 2. apríl 2024 15:12
Sjálfstæðismenn funda um mögulegt framboð Katrínar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að boða þingflokkinn á fund á morgun í ljósi þeirrar óvissu sem er uppi varðandi mögulegt forsetaframboð forsætisráðherra og áhrif þess. 2. apríl 2024 14:10
Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47