Fótbolti

Gabriel og Saliba alltaf með Haaland í vasanum

Siggeir Ævarsson skrifar
Gabriel Jesus gefur sjaldnast tommu eftir
Gabriel Jesus gefur sjaldnast tommu eftir Vísir/Getty

Framherjinn Erling Haaland átti ansi erfitt uppdráttar í leik Manchester City og Arsenal í gær en framherjinn öflugi átti ekki eitt skot á rammann og raunar aðeins tvær marktilraunir.

ESPN birti áhugaverða tölfræði eftir leikinn en í þeim þremur leikjum sem Haaland hefur mætt miðvarðapari Arsenal, þeim Gabriel og William Saliba, hefur Haaland ekki náð einu einasta skoti á rammann.

Haaland kom eins og stormsveipur inn í deildina í fyrra þar sem hann skoraði 36 mörk í 35 leikjum sem er það mesta sem nokkur leikmaður hefur skorað á einu tímabili í ensku deildinni.

Það hefur aðeins hægst á markafæribandinu þetta tímabilið en Haaland er engu að síður markahæstur í deildinni þegar þetta er skrifað, með 18 mörk í 24 leikjum, tveimur fleiri en næstu þrír á listanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×