„Það er nóg búið að leggja á okkur fyrir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 31. mars 2024 13:59 Fjöldi bygginga í Grindavík hafa skemmst í jarðhræringunum síðustu mánuði. vísir/vilhelm Byggingatæknifræðingur úr Grindavík segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Hann segir tjónaskoðun ófullnægjandi og kallar eftir breytingum. Verkfræðistofur hafa séð um skoðun á húsum í Grindavík fyrir Náttúruhamfaratryggingu sem skemmst hafa í jarðhræringunum þar undanfarna mánuði. Byggingatæknifræðingurinn og Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson segir illa hafa verið staðið að þessari skoðun í Grindavík, sem merki séu um í skýrslum um húsin. „Það eru stuttir textar, engar myndir, engar tilvísanir. Það er ekkert sem styður þeirra mál, það sem er verið að segja að eftir 40-45 mínútna sjónskoðun að það sé hægt að áætla styrkleika burðarvirkis. Ég skil bara ekki hvernig það er hægt,“ sagði Hilmar Freyr í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að í skýrslu Náttúruhamfaratrygginga um hans eigið heimili hafi til að mynda vantað inn upplýsingar um hallandi útvegg. „Þetta á ekki að vera hægt. Þetta á ekki að detta út úr, þetta er bara stórt mál til þess að ástandsmeta húsið.“ Fái ekki heildarmyndina Fram hefur komið hjá forstjóra Náttúruhamfaratrygginga að þetta sé fyrsta skoðun og eigendur húsa eigi rétt á að kalla eftir annarri skoðun vilji þeir það. „Hvernig ætlar þú ef þú þekkir ekkert inn á byggingafræði, húsagerð eða neitt, hvernig ætlar þú að taka tillit til þess sem stendur í skýrslunni og þess sem er kostnaðargreint. Þú getur það ekki vegna þess að það er ekki farið yfir alla hlutina í skýrslunni. Þú ert ekki að sjá heildarmynd, þú sérð bara hluta,“ sagði Hilmar. Skoða þurfi mörg hús og verkið umfangsmikið en verkfræðistofurnar eigi ekki að taka að sér verkið geti þær ekki sinnt því vel. „Það er nóg búið að leggja á okkur fyrir og við þurfum ekki að fara í gegnum þennan pakka líka, að berjast gegn því að skoðanirnar sem tilgreindar eru af ríkinu séu svona illa unnar og illa framsettar,“ sagði Hilmar Freyr Gunnarsson, byggingatæknifræðingur og Grindvíkingur. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tryggingar Tengdar fréttir Segir ástandsskoðanir NTÍ í Grindavík fúsk Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson vill að Alþingi fari yfir framkvæmd ástandsskoðana Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) á húsum í Grindavík. Hann segir framkvæmdina forkastanlega og fúsk. Forstjóri NTÍ segir aðeins um fyrstu matsgerð að ræða og hvetur fólk til að skila inn athugasemdum sé það ósátt. 19. mars 2024 15:56 Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Verkfræðistofur hafa séð um skoðun á húsum í Grindavík fyrir Náttúruhamfaratryggingu sem skemmst hafa í jarðhræringunum þar undanfarna mánuði. Byggingatæknifræðingurinn og Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson segir illa hafa verið staðið að þessari skoðun í Grindavík, sem merki séu um í skýrslum um húsin. „Það eru stuttir textar, engar myndir, engar tilvísanir. Það er ekkert sem styður þeirra mál, það sem er verið að segja að eftir 40-45 mínútna sjónskoðun að það sé hægt að áætla styrkleika burðarvirkis. Ég skil bara ekki hvernig það er hægt,“ sagði Hilmar Freyr í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að í skýrslu Náttúruhamfaratrygginga um hans eigið heimili hafi til að mynda vantað inn upplýsingar um hallandi útvegg. „Þetta á ekki að vera hægt. Þetta á ekki að detta út úr, þetta er bara stórt mál til þess að ástandsmeta húsið.“ Fái ekki heildarmyndina Fram hefur komið hjá forstjóra Náttúruhamfaratrygginga að þetta sé fyrsta skoðun og eigendur húsa eigi rétt á að kalla eftir annarri skoðun vilji þeir það. „Hvernig ætlar þú ef þú þekkir ekkert inn á byggingafræði, húsagerð eða neitt, hvernig ætlar þú að taka tillit til þess sem stendur í skýrslunni og þess sem er kostnaðargreint. Þú getur það ekki vegna þess að það er ekki farið yfir alla hlutina í skýrslunni. Þú ert ekki að sjá heildarmynd, þú sérð bara hluta,“ sagði Hilmar. Skoða þurfi mörg hús og verkið umfangsmikið en verkfræðistofurnar eigi ekki að taka að sér verkið geti þær ekki sinnt því vel. „Það er nóg búið að leggja á okkur fyrir og við þurfum ekki að fara í gegnum þennan pakka líka, að berjast gegn því að skoðanirnar sem tilgreindar eru af ríkinu séu svona illa unnar og illa framsettar,“ sagði Hilmar Freyr Gunnarsson, byggingatæknifræðingur og Grindvíkingur.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tryggingar Tengdar fréttir Segir ástandsskoðanir NTÍ í Grindavík fúsk Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson vill að Alþingi fari yfir framkvæmd ástandsskoðana Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) á húsum í Grindavík. Hann segir framkvæmdina forkastanlega og fúsk. Forstjóri NTÍ segir aðeins um fyrstu matsgerð að ræða og hvetur fólk til að skila inn athugasemdum sé það ósátt. 19. mars 2024 15:56 Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Segir ástandsskoðanir NTÍ í Grindavík fúsk Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson vill að Alþingi fari yfir framkvæmd ástandsskoðana Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) á húsum í Grindavík. Hann segir framkvæmdina forkastanlega og fúsk. Forstjóri NTÍ segir aðeins um fyrstu matsgerð að ræða og hvetur fólk til að skila inn athugasemdum sé það ósátt. 19. mars 2024 15:56
Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44