Fótbolti

Flug­eldar fyrir leik sem Willum skoraði í

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Willum hefur spilað vel á tímabilinu og skoraði sitt sjöunda deildarmark í dag.
Willum hefur spilað vel á tímabilinu og skoraði sitt sjöunda deildarmark í dag. Henny Meyerink/BSR Agency/Getty Images

Willum Þór Willumsson var á markaskónum í 3-0 sigri Go Ahead Eagles gegn Excelsior í 27. umferð hollensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 

Aðdáendur GA Eagles héldu upp á tuttugu ára afmæli stuðningsmannafélagsins fyrir leik með flugeldum og blysum. 

GA Eagles voru langtum betra lið leiksins þrátt fyrir að halda örlítið minna í boltann. 

Willum Þór spilaði sem framliggjandi miðjumaður og varð fyrstur til að koma boltanum í netið á 41. mínútu, miðvörðurinn Gerrit Nauber tvöfaldaði svo forystu heimamanna á 70. mínútu og Evert Linthorst gerði útslagið með þriðja markinu á 81. mínútu. 

Þetta var sjöunda mark Willums í 25 leikjum á tímabilinu, þar að auki hefur hann gefið tvær stoðsendingar og skorað eitt mark í bikarleik. 

GA Eagles eru í 7. sæti deildarinnar, stigi á eftir Kristiani Hlynssyni og félögum í Ajax. Sjö umferðir eru eftir og það er alllangt, tíu stig, í 4. sætið sem gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni. Liðin í 5.–8. sæti fara í Evrópudeildarumspil. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×