Síðasta flugið í bili frá Akureyri til London: Millilandaflugið stórmál fyrir Norðlendinga Lovísa Arnardóttir skrifar 30. mars 2024 16:57 Njáll Trausti kom heim frá London á þriðjudag og flaug beint norður. Mynd/Njáll Trausti Friðbertsson Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður og flugumferðarstjóri, segir flug Easyjet frá Gatwick í London til Akureyrar í vetur hafa gengið svakalega vel. Sætanýting hafi verið góð. Hann segir það stórmál fyrir Norðlendinga að svo stórt flugfélag fljúgi beint til Akureyrar. „Þetta var síðasta flugið í vetur. Þeir byrjuðu í lok október en eru núna að skipta í sumaráætlun og horfa þá meira til Miðjarðarhafsins,“ segir Njáll Trausti sem birti í morgun mynd af vélinni í vetrarfærð á Akureyrarflugvelli. Færðin á Akureyrarflugvelli í morgun þegar Easyjet lenti í síðasta sinn í bili á vellinum. Mynd/Njáll Trausti Friðbertsson Flugfélagið hóf flug norður í október á síðasta ári og flaug tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga. Fluginu verður haldið áfram næsta vetur en á vef þeirra er hægt að bóka sér flug til Akureyrar í október og nóvember. Myndu vilja millilandaflug allan ársins hring Hann segir afar ánægjulegt að flugfélagið ætli að halda áfram næsta vetur en að Norðlendingar og ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi myndu auðvitað kjósa að hægt væri að fljúga þessa leið allan ársins hring. „Við erum ánægð með þessa byrjun en það væri auðvitað æskilegt að þetta væri allt árið. Þetta hefur verið vel nýtt og gengið vel,“ segir Njáll Trausti sem sjálfur nýtti sér tækifærið og flaug til London með Easyjet í síðustu viku. „Ég kom heim á þriðjudaginn og þetta er mjög þægilegt. Það er ekkert hægt að neita því,“ segir Njáll Trausti og að þetta beina flug spari Norðlendingum bæði mikinn tíma og pening. „Þetta er það sem fólk hefur alltaf verið mjög áhugasamt um. Að geta flogið beint frá Akureyrarflugvelli til áfangastaða erlendis.“ Vill enn frekari styrkingu alþjóðaflugvallakerfisins Hann segir að í framtíðinni myndi hann vilja sjá meira gert á bæði Akureyri og Egilsstöðum hvað varðar millilandaflug og þannig alþjóðaflugvallakerfi landsins styrkt. Easyjet er ekki eina flugfélagið sem hefur flogið beint frá Akureyri en Njáll Trausti telur þetta líklega stærstu tilraunina af stórum flugrekenda í millilandaflugi til Akureyrar. „Ég held að fólk horfi bjart fram á veginn að þetta flug haldi áfram.“ Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Bretland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
„Þetta var síðasta flugið í vetur. Þeir byrjuðu í lok október en eru núna að skipta í sumaráætlun og horfa þá meira til Miðjarðarhafsins,“ segir Njáll Trausti sem birti í morgun mynd af vélinni í vetrarfærð á Akureyrarflugvelli. Færðin á Akureyrarflugvelli í morgun þegar Easyjet lenti í síðasta sinn í bili á vellinum. Mynd/Njáll Trausti Friðbertsson Flugfélagið hóf flug norður í október á síðasta ári og flaug tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga. Fluginu verður haldið áfram næsta vetur en á vef þeirra er hægt að bóka sér flug til Akureyrar í október og nóvember. Myndu vilja millilandaflug allan ársins hring Hann segir afar ánægjulegt að flugfélagið ætli að halda áfram næsta vetur en að Norðlendingar og ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi myndu auðvitað kjósa að hægt væri að fljúga þessa leið allan ársins hring. „Við erum ánægð með þessa byrjun en það væri auðvitað æskilegt að þetta væri allt árið. Þetta hefur verið vel nýtt og gengið vel,“ segir Njáll Trausti sem sjálfur nýtti sér tækifærið og flaug til London með Easyjet í síðustu viku. „Ég kom heim á þriðjudaginn og þetta er mjög þægilegt. Það er ekkert hægt að neita því,“ segir Njáll Trausti og að þetta beina flug spari Norðlendingum bæði mikinn tíma og pening. „Þetta er það sem fólk hefur alltaf verið mjög áhugasamt um. Að geta flogið beint frá Akureyrarflugvelli til áfangastaða erlendis.“ Vill enn frekari styrkingu alþjóðaflugvallakerfisins Hann segir að í framtíðinni myndi hann vilja sjá meira gert á bæði Akureyri og Egilsstöðum hvað varðar millilandaflug og þannig alþjóðaflugvallakerfi landsins styrkt. Easyjet er ekki eina flugfélagið sem hefur flogið beint frá Akureyri en Njáll Trausti telur þetta líklega stærstu tilraunina af stórum flugrekenda í millilandaflugi til Akureyrar. „Ég held að fólk horfi bjart fram á veginn að þetta flug haldi áfram.“
Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Bretland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira