Fótbolti

„Vonandi skellir hann sér á ABBA“

Dagur Lárusson skrifar
Adda Baldursdóttir á góðri stundu árið 2022.
Adda Baldursdóttir á góðri stundu árið 2022. vísir/Diego

Adda Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, stýrði liðinu til sigurs úrslitum Lengjubikarsins í dag í fjarveru Péturs Péturssonar.

„Þetta var svona heldur þunglamalegt en við náðum að skora tvö flott mörk ég er ánægð með það,“ sagði Adda Baldursdóttir sem stýrði Valsliðinu í fjarveru Péturs Péturssonar.

„Við auðvitað spiluðum síðast fyrir þremur dögum og við náðum ekkert að æfa fyrir þennan leik og þess vegna var við því að búast að það yrði ákveðin þreytumerki á liðinu. En síðan vorum við líka að spila gegn þrusu góðu Blika liði. Þær voru að spila öðruvísi en við áttum von á, öðruvísi leikkerfi sem kom okkur í opna skjöldu og við þurfum að laga okkur að því sem og við gerðum.“

Adda var síðan spurð út í fjarveru Péturs og hvort að hún tengdist breytingunni á leiktímanum.

„Nei þetta var nú löngu ákveðið. Kallinn var eitthvað þreyttur eftir æfingaferðina þannig við vildum bara gefa honum smá frí úti í London og vonandi skellir hann sér á ABBA sýningua,“ sagði Adda Baldursdóttir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×