Leikmaður PSG biðst afsökunar á að hafa deilt niðrandi efni um LGBTQ-einstaklinga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. mars 2024 09:30 Albert á ferðinni gegn BK Häcken í gærkvöld, fimmtudag. Christian Liewig/Getty Images Hin tvítuga Korbin Rose Albert, leikmaður París Saint-Germain og bandaríska landsliðsins, kom sér í vandræði með því að deila niðrandi efni um LGBTQ-einstaklinga á samfélagsmiðlinum TikTok nýverið. Albert var á skotskónum þegar París tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær, fimmtudag. From the other side of the pond Korbin Albert gives PSG breathing space in this tie.Watch the UWCL LIVE and FREE on https://t.co/ye55kUaVzk #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/vqgIhe9hbW— DAZN Football (@DAZNFootball) March 28, 2024 Eftir leikinn baðst hún opinberlega afsökunar á að hafa deilt kristilegu efni á TikTok-reikningi sínum þar sem fram kom að samkynhneigð og að vera trans væri einfaldlega rangt. „Ég vil biðjast innilegrar afsökunar fyrir gjörðum mínum á samfélagsmiðlum. Að líka við og deila efni sem er móðgandi, særandi og dónalegt var bæði barnalegt og ruddalegt af mér. Það var aldrei ætlun mín að særa neinn,“ sagði Albert meðal annars í yfirlýsingu sinni. U.S. midfielder Korbin Albert apologizes for sharing 'insensitive and hurtful' social media posts https://t.co/buGww7w3hX— The Associated Press (@AP) March 29, 2024 Áður hafði hún vakið athygli fyrir að birta myndband af sér og fjölskyldu sinni á 4. júlí, þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, þar sem þau sögðu öll að fornöfn þeirra væru U.S.A. Eftir afsökunarbeiðnina er myndbandið hvergi að finna á samfélagsmiðlum leikmannsins. Albert hefur spilað með PSG síðan á síðasta ári eftir að hafa klárað nám sitt við Notre Dame-háskólann í Bandaríkjunum. Þar lék hún með skólaliðinu, Notre Dame Fighting Irish. Hún er tvítugur miðjumaður sem kemur upprunalega frá Grayslake í Illinois í Bandaríkjunum. Síðan hún gekk í raðir PSG hefur ferill hennar aðeins farið upp á við og er hún mikilvægur hlekkur í bandaríska landsliðinu. Ummæli hennar vöktu þá ekki mikla lukku hjá goðsögninni Megan Rapinoe sem er einn helsti talsmaður LGBTQ-samfélagsins ásamt því að vera ein besta knattspyrnukona sem Bandaríkin hafa alið. From @TheAthletic: Recently retired USWNT midfielder Megan Rapinoe responded strongly on Wednesday to anti-LGBTQ content reposted on TikTok this past week by new USWNT midfielder Korbin Albert. https://t.co/MRRapVBdP0— The New York Times (@nytimes) March 29, 2024 „Hatur er það eina sem þú trúir á og krakkar eru takandi eigið líf út af hatri sem þessu,“ er meðal þess sem Rapinoe sagði um málið. Albert spilar í dag í treyju númer 15 hjá Bandaríkjunum. Númerið sem Rapinoe gerði ódauðlegt á sínum tíma. Endaði goðsögnin færslu sína á Instagram með „ykkar einlæg, númer 15.“ Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Sjá meira
Albert var á skotskónum þegar París tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær, fimmtudag. From the other side of the pond Korbin Albert gives PSG breathing space in this tie.Watch the UWCL LIVE and FREE on https://t.co/ye55kUaVzk #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/vqgIhe9hbW— DAZN Football (@DAZNFootball) March 28, 2024 Eftir leikinn baðst hún opinberlega afsökunar á að hafa deilt kristilegu efni á TikTok-reikningi sínum þar sem fram kom að samkynhneigð og að vera trans væri einfaldlega rangt. „Ég vil biðjast innilegrar afsökunar fyrir gjörðum mínum á samfélagsmiðlum. Að líka við og deila efni sem er móðgandi, særandi og dónalegt var bæði barnalegt og ruddalegt af mér. Það var aldrei ætlun mín að særa neinn,“ sagði Albert meðal annars í yfirlýsingu sinni. U.S. midfielder Korbin Albert apologizes for sharing 'insensitive and hurtful' social media posts https://t.co/buGww7w3hX— The Associated Press (@AP) March 29, 2024 Áður hafði hún vakið athygli fyrir að birta myndband af sér og fjölskyldu sinni á 4. júlí, þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, þar sem þau sögðu öll að fornöfn þeirra væru U.S.A. Eftir afsökunarbeiðnina er myndbandið hvergi að finna á samfélagsmiðlum leikmannsins. Albert hefur spilað með PSG síðan á síðasta ári eftir að hafa klárað nám sitt við Notre Dame-háskólann í Bandaríkjunum. Þar lék hún með skólaliðinu, Notre Dame Fighting Irish. Hún er tvítugur miðjumaður sem kemur upprunalega frá Grayslake í Illinois í Bandaríkjunum. Síðan hún gekk í raðir PSG hefur ferill hennar aðeins farið upp á við og er hún mikilvægur hlekkur í bandaríska landsliðinu. Ummæli hennar vöktu þá ekki mikla lukku hjá goðsögninni Megan Rapinoe sem er einn helsti talsmaður LGBTQ-samfélagsins ásamt því að vera ein besta knattspyrnukona sem Bandaríkin hafa alið. From @TheAthletic: Recently retired USWNT midfielder Megan Rapinoe responded strongly on Wednesday to anti-LGBTQ content reposted on TikTok this past week by new USWNT midfielder Korbin Albert. https://t.co/MRRapVBdP0— The New York Times (@nytimes) March 29, 2024 „Hatur er það eina sem þú trúir á og krakkar eru takandi eigið líf út af hatri sem þessu,“ er meðal þess sem Rapinoe sagði um málið. Albert spilar í dag í treyju númer 15 hjá Bandaríkjunum. Númerið sem Rapinoe gerði ódauðlegt á sínum tíma. Endaði goðsögnin færslu sína á Instagram með „ykkar einlæg, númer 15.“
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Sjá meira