Orri Steinn meðal verðmætustu leikmanna Danmerkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. mars 2024 17:01 Orri Steinn í leik gegn Manchester City fyrr á árinu. Vísir/Getty Images Orri Steinn Óskarsson, framherji Íslands og FC Kaupmannahafnar, er með verðmætustu leikmanna efstu deildar Danmerkur að mati tölfræðisíðunnar CIES Football Observatory. Hinn 19 ára gamli Orri Steinn er byrjaði í 4-1 sigri Íslands á Ísrael í umspili um sæti á EM 2024 á dögunum. Þá kom hann inn af bekknum í grátlegu 2-1 tapi gegn Úkraínu þegar EM draumurinn rann Íslandi úr greipum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Orri Steinn spilað töluvert með FC Kaupmannahöfn á þessari leiktíð. Hann var settur út í kuldann eftir að danska úrvalsdeildin hófst að nýju eftir jólafrí en hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum. Til að mynda lagði hann upp mark liðsins í tapi gegn Manchester City á Etihad-vellinum með glæsilegri hælsendingu. Íslenski framherjinn er metinn á 9,4 milljónir evra eða tæplega einn og hálfan milljarð. Er hann í 9. sæti yfir verðmætustu leikmenn deildarinnar. Bakvörðurinn Elias Jelert, samherji Orra Steins, er verðmætastur. Talið er næsta öruggt að hann verði seldur til stærra félags nú í sumar. Sama á við um Roony Bardghji sem er í 3. sæti listans. Alls eru fimm leikmenn FCK meðal tíu verðmætustu leikmanna deildarinnar. Hinir tveir eru markvörðurinn Kamil Grabara – sem gengur til liðs við þýska úrvalsdeildarfélagið Wolfsburg í sumar – og vængmaðurinn Elias Achouri. Orri Steinn hefur komið við sögu í 20 leikjum í deild og bikar á tímabilinu. Hefur hann skorað í þeim fimm mörk og gefið fimm stoðsendingar. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Orri einn sá verðmætasti meðal ungra leikmanna á Norðurlöndum Íslenski landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson hefur verið að stimpla sig inn hjá bæði FC Kaupmannahöfn og íslenska landsliðinu á þessu ári. 12. desember 2023 10:00 Liðsfélagi Orra Steins einn heitasti bitinn á evrópska markaðnum Liðsfélagi Orra Steins Óskarssonar hjá FCK í Danmörku er eftirsóttur af mörgum stórliðum í Evrópu og gæti yfirgefið félagið strax í janúar. 29. nóvember 2023 23:01 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Orri Steinn er byrjaði í 4-1 sigri Íslands á Ísrael í umspili um sæti á EM 2024 á dögunum. Þá kom hann inn af bekknum í grátlegu 2-1 tapi gegn Úkraínu þegar EM draumurinn rann Íslandi úr greipum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Orri Steinn spilað töluvert með FC Kaupmannahöfn á þessari leiktíð. Hann var settur út í kuldann eftir að danska úrvalsdeildin hófst að nýju eftir jólafrí en hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum. Til að mynda lagði hann upp mark liðsins í tapi gegn Manchester City á Etihad-vellinum með glæsilegri hælsendingu. Íslenski framherjinn er metinn á 9,4 milljónir evra eða tæplega einn og hálfan milljarð. Er hann í 9. sæti yfir verðmætustu leikmenn deildarinnar. Bakvörðurinn Elias Jelert, samherji Orra Steins, er verðmætastur. Talið er næsta öruggt að hann verði seldur til stærra félags nú í sumar. Sama á við um Roony Bardghji sem er í 3. sæti listans. Alls eru fimm leikmenn FCK meðal tíu verðmætustu leikmanna deildarinnar. Hinir tveir eru markvörðurinn Kamil Grabara – sem gengur til liðs við þýska úrvalsdeildarfélagið Wolfsburg í sumar – og vængmaðurinn Elias Achouri. Orri Steinn hefur komið við sögu í 20 leikjum í deild og bikar á tímabilinu. Hefur hann skorað í þeim fimm mörk og gefið fimm stoðsendingar.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Orri einn sá verðmætasti meðal ungra leikmanna á Norðurlöndum Íslenski landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson hefur verið að stimpla sig inn hjá bæði FC Kaupmannahöfn og íslenska landsliðinu á þessu ári. 12. desember 2023 10:00 Liðsfélagi Orra Steins einn heitasti bitinn á evrópska markaðnum Liðsfélagi Orra Steins Óskarssonar hjá FCK í Danmörku er eftirsóttur af mörgum stórliðum í Evrópu og gæti yfirgefið félagið strax í janúar. 29. nóvember 2023 23:01 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Sjá meira
Orri einn sá verðmætasti meðal ungra leikmanna á Norðurlöndum Íslenski landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson hefur verið að stimpla sig inn hjá bæði FC Kaupmannahöfn og íslenska landsliðinu á þessu ári. 12. desember 2023 10:00
Liðsfélagi Orra Steins einn heitasti bitinn á evrópska markaðnum Liðsfélagi Orra Steins Óskarssonar hjá FCK í Danmörku er eftirsóttur af mörgum stórliðum í Evrópu og gæti yfirgefið félagið strax í janúar. 29. nóvember 2023 23:01