Segir von á mikilvægum tilboðum í Albert Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2024 11:51 Albert Guðmundsson hefur farið á kostum inn á knattspyrnuvellinum á yfirstandandi tímabili David Balogh - UEFA/UEFA via Getty Images Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því í morgun í færslu á samfélagsmiðlinum X að forráðamenn Genoa búist við nokkrum tilboðum frá öðrum félögum í íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson, sem farið hefur á kostum bæði með liði Genoa og nú síðustu daga með íslenska landsliðinu. Albert hefur verið einn besti, ef ekki besti leikmaður Genoa á yfirstandandi tímabili þar sem að hann hefur komið að sextán mörkum fyrir félagið í tuttugu og níu leikjum. Skorað tólf mörk, lagt upp fjögur. Slík frammistaða vekji skiljanlega áhuga annarra liða á kröftum Íslendingsins. Undanfarnar vikur hefur verið greint frá því að stórlið á borð við Inter Milan, Juventus og Tottenham renni hýru auga til Alberts. Frammistaða hans undanfarna daga með íslenska landsliðinu geta síðan ekki annað en að hafa kynnt undir áhuga á þessara liða. Albert fór á kostum með íslenska landsliðinu í umspili um laust sæti á EM. Hann skoraði þrennu í 4-1 sigri liðsins gegn Ísrael í undanúrslitum og svo eina mark Íslands í 2-1 tapi gegn Úkraínu í sjálfum úrslitaleiknum. „Genoa býst við mikilvægum tilboðum í Albert Guðmundsson í sumar eftir frábært tímabil hans. Formlegar viðræður við önnur lið hafa þó ekki átt sér stað enn,“ skrifar Romano, sem setur ekki færslu fram á samfélagsmiðlum nema að vera alveg klár á því að upplýsingarnar sem þar koma fram séu réttar. Genoa anticipate important bids for Albert Gudmundsson this summer after excellent season but haven t started concrete talks with any club yet.Price tag expected to be around 25/30m and Genoa could also be open to include players in the deal. pic.twitter.com/0pjOJkDD2t— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 28, 2024 Enn fremur skrifar Romano að verðmiðinn á Alberti sé talinn vera um tuttugu og fimm til þrjátíu milljónir evra. Það jafngildir um og yfir fjórum og hálfum milljarði íslenskra króna. Þá sé Genoa einnig opið fyrir skiptidílum við félög þess efnis að fá inn annan leikmann í stað Alberts auk kaupverðs. Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Fleiri fréttir Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Sjá meira
Albert hefur verið einn besti, ef ekki besti leikmaður Genoa á yfirstandandi tímabili þar sem að hann hefur komið að sextán mörkum fyrir félagið í tuttugu og níu leikjum. Skorað tólf mörk, lagt upp fjögur. Slík frammistaða vekji skiljanlega áhuga annarra liða á kröftum Íslendingsins. Undanfarnar vikur hefur verið greint frá því að stórlið á borð við Inter Milan, Juventus og Tottenham renni hýru auga til Alberts. Frammistaða hans undanfarna daga með íslenska landsliðinu geta síðan ekki annað en að hafa kynnt undir áhuga á þessara liða. Albert fór á kostum með íslenska landsliðinu í umspili um laust sæti á EM. Hann skoraði þrennu í 4-1 sigri liðsins gegn Ísrael í undanúrslitum og svo eina mark Íslands í 2-1 tapi gegn Úkraínu í sjálfum úrslitaleiknum. „Genoa býst við mikilvægum tilboðum í Albert Guðmundsson í sumar eftir frábært tímabil hans. Formlegar viðræður við önnur lið hafa þó ekki átt sér stað enn,“ skrifar Romano, sem setur ekki færslu fram á samfélagsmiðlum nema að vera alveg klár á því að upplýsingarnar sem þar koma fram séu réttar. Genoa anticipate important bids for Albert Gudmundsson this summer after excellent season but haven t started concrete talks with any club yet.Price tag expected to be around 25/30m and Genoa could also be open to include players in the deal. pic.twitter.com/0pjOJkDD2t— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 28, 2024 Enn fremur skrifar Romano að verðmiðinn á Alberti sé talinn vera um tuttugu og fimm til þrjátíu milljónir evra. Það jafngildir um og yfir fjórum og hálfum milljarði íslenskra króna. Þá sé Genoa einnig opið fyrir skiptidílum við félög þess efnis að fá inn annan leikmann í stað Alberts auk kaupverðs.
Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Fleiri fréttir Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Sjá meira