Fótbolti

Pól­land síðasta þjóðin inn á EM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. EPA-EFE/KARA THOMAS

Pólland lagði Wales í vítaspyrnukeppni um sæti á EM 2024 í knattspyrnu.

Markalaust var í venjulegum leiktíma og framlengingu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Skömmu áður en framlengingunni lauk fékk Chris Mepham sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði Wales.

Báðar þjóðir sýndu fádæma öryggi á punktinum og var staðan 5-4 Póllandi í vil þegar Daniel James steig upp til að taka fimmtu spyrnu Wales. Wojciech Szczęsny gerði sér hins vegar lítið fyrir og tryggði Póllandi sæti á EM.

Pólland verður í D-riðli ásamt Hollandi, Austurríki og Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×