Fótbolti

Sjáðu stemninguna hjá Ís­lendingunum í Wroclaw

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Joey Drummer er að sjálfsögðu  mættur til Wroclaw.
Joey Drummer er að sjálfsögðu  mættur til Wroclaw.

Það eru hundruðir Íslendinga mættir til Wroclaw til að sjá leik Íslands og Úkraínu í kvöld. Þar er stuðið í dag.

Þar eru líka okkar menn Stefán Árni Pálsson íþróttafréttamaður og Hreiðar Björnsson myndatökumaður og þeir eru nú staddir í miðborg Wroclaw.

Þeir tóku púlsinn á íslensku stuðningsmönnunum sem ansi margir hafa verið í stuði síðan í Leifsstöð í morgun. Þar á meðal einn sem vann fyrir miðanum í veðmáli og svo hjónin Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson.

Leikur Íslands og Úkraínu hefst svo klukkan 19.45 í beinni á Stöð 2 Sport. Leikurinn er í opinni dagskrá. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 19.10.

Innslagið í heild má sjá að neðan.

Klippa: Stemning í Wroclaw


Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×