Fótbolti

Nánast fullt hús í Wroclaw

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Strákarnir á æfingu í Wroclaw í gær. Þá voru auð sæti í stúkunni en það verða fá auð í kvöld.
Strákarnir á æfingu í Wroclaw í gær. Þá voru auð sæti í stúkunni en það verða fá auð í kvöld. vísir/getty

Úkraínumenn ætla sér að fjölmenna á leikinn gegn Íslandi og stemningin á leik kvöldsins verður rosaleg.

Nú þegar er búið að selja 29 þúsund miða á leikinn sem fer fram á Tarczynski Arena í Wroclaw. Glæsilegur völlur sem tekur yfir 40 þúsund manns.

Skipuleggjendur búast við allt að 34 þúsund áhorfendum og þar af verða líklega 500-700 Íslendingar en fjöldi Íslendinga er í háloftunum núna á leið út. Enn fleiri eru að ferðast á eigin vegum í Evrópu.

Svo er þessi leikur örugglega að vekja áhuga hjá fólki sem býr í Wroclaw enda risaleikur þar sem farmiði á EM er undir.

Það verða þess utan 85 blaðamenn á leiknum sem og 32 ljósmyndarar. Tvær sjónvarpsstöðvar verða svo að framleiða leikinn fyrir sjónvarpsáhorfendur. Þetta er alvöru viðburður.


Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×