Fótbolti

„Við erum líka með mikið af hæfi­leikum“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason á blaðamannafundinum í gær. Hann tók við fyrirliðabandinu í forföllum Jóhanns Berg Guðmundssonar.
Sverrir Ingi Ingason á blaðamannafundinum í gær. Hann tók við fyrirliðabandinu í forföllum Jóhanns Berg Guðmundssonar. Getty/Mateusz Birecki/

Hvernig vinnum við Úkraínu? Þetta er stóra spurning kvöldsins þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti á Evrópumótinu í fótbolta í sumar.

Þetta er líka spurningin sem Stefán Árni Pálsson spurði landsliðsfyrirliðann Sverri Inga Ingason af í gær.

„Ég held að það sé mikilvægt að við séum góðir í varnarleiknum og nýtum okkar möguleika í skyndisóknum vel. Þeir eru með gott lið og marga góða leikmenn, sérstaklega fram á við,“ sagði Sverrir Ingi.

„Síðan getum við vonandi nýtt okkur líka föst leikatriði. Við þurfum líka að þora að spila okkar leik eins og við sýndum á fimmtudaginn,“ sagði Sverrir

„Við erum líka með mikið af hæfileikum framarlega á vellinum. Við þurfum að koma þessum leikmönnum í stöður í og við teiginn þar sem þeir geta sýnt sín gæði. Þeir sýndu það svo sannarlega á fimmtudaginn,“ sagði Sverrir

„Við þurfum að trúa því að við getum farið hér inn á völlinn og unnið þetta fína úkraínska lið. Ég er viss um að við getum gert það,“ sagði Sverrir.

Klippa: Sverrir Ingi um það hvernig við vinnum Úkraínu í kvöld

Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×