Southgate talar um krísu á meðan Walker gæti spilað næsta leik Man City Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2024 22:30 Gareth Southgate er á leið á sitt fjórða stórmót sem þjálfari Englands. Hann vonast til að leikmenn verði búnir að jafna sig af meiðslum áður en EM 2024 hefst. Richard Sellers/Getty Images Gareth Southgate segist aldrei hafa lent í annarri eins meiðslakrísu og enska karlalandsliðið í knattspyrnu glímir nú við. Á sama tíma kom fram að Kyle Walker ætti að vera klár í stórleik Manchester City og Arsenal um næstu helgi. England tapaði á dögunum 1-0 fyrir Brasilíu í vináttuleik. Í kjölfarið drógu nafnarnir Harry Kane (Bayern München) og Maguire (Manchester United) sig úr enska landsliðinu. Sömu sögu er að segja af Kyle Walker (Man City) sem er þó minna meiddur en fyrst var óttast. Sky Sports hefur greint frá því að hinn 33 ára gamli Walker verði að öllum líkindum við hestaheilsu þegar Man City fær Arsenal í heimsókn næstkomandi sunnudag. Liðin eru í harðri baráttu við Liverpool um enska meistaratitilinn. BREAKING: Kyle Walker's hamstring problem isn't thought to be too serious, could be available for Man City's crucial game against Arsenal pic.twitter.com/mdQxYNJ9V5— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 25, 2024 Sky Sports greindi einnig frá því fyrr í dag að Southgate ætti engin svör við öllum þeim meiðslum sem væru að hrjá leikmenn enska landsliðsins um þessar mundir. Liðið mætir Belgíu í vináttuleik annað kvöld og er án allt að 15 leikmanna sem Southgate myndi að öllu jafna velja í hóp sinn. Ásamt þeim Kane, Maguire og Walker þá dró Bukayo Saka sig úr landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Brasilíu ásamt því að markvörðurinn Sam Johnstone (Crystal Palace) meiddist. Það er talið ólíklegt að hann verði klár fyrir EM í sumar. Nick Pope, Kieran Trippier (báðir Newcastle United), Luke Shaw (Man Utd) Reece James, Levi Colwill (báðir Chelsea) Marc Guehi (Crystal Palace), Tyrone Mings (Aston Villa), Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Jack Grealish (Man City) og Callum Wilson (Newcastle) eru einnig á meiðslalistanum. "There are some big question marks at the moment"Mark McAdam takes a look at injury issues that Gareth Southgate's side are facing ahead of the Euros pic.twitter.com/TXVIVt5pML— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 25, 2024 „Þetta er ótrúlegur fjöldi. Ég hef aldrei upplifað annað eins. En þetta þýðir að það eru tækifæri fyrir aðra leikmenn. Við sáum leikmenn stíga upp gegn Brasilíu og grípa gæsina,“ sagði Southgate á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Belgíu. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
England tapaði á dögunum 1-0 fyrir Brasilíu í vináttuleik. Í kjölfarið drógu nafnarnir Harry Kane (Bayern München) og Maguire (Manchester United) sig úr enska landsliðinu. Sömu sögu er að segja af Kyle Walker (Man City) sem er þó minna meiddur en fyrst var óttast. Sky Sports hefur greint frá því að hinn 33 ára gamli Walker verði að öllum líkindum við hestaheilsu þegar Man City fær Arsenal í heimsókn næstkomandi sunnudag. Liðin eru í harðri baráttu við Liverpool um enska meistaratitilinn. BREAKING: Kyle Walker's hamstring problem isn't thought to be too serious, could be available for Man City's crucial game against Arsenal pic.twitter.com/mdQxYNJ9V5— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 25, 2024 Sky Sports greindi einnig frá því fyrr í dag að Southgate ætti engin svör við öllum þeim meiðslum sem væru að hrjá leikmenn enska landsliðsins um þessar mundir. Liðið mætir Belgíu í vináttuleik annað kvöld og er án allt að 15 leikmanna sem Southgate myndi að öllu jafna velja í hóp sinn. Ásamt þeim Kane, Maguire og Walker þá dró Bukayo Saka sig úr landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Brasilíu ásamt því að markvörðurinn Sam Johnstone (Crystal Palace) meiddist. Það er talið ólíklegt að hann verði klár fyrir EM í sumar. Nick Pope, Kieran Trippier (báðir Newcastle United), Luke Shaw (Man Utd) Reece James, Levi Colwill (báðir Chelsea) Marc Guehi (Crystal Palace), Tyrone Mings (Aston Villa), Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Jack Grealish (Man City) og Callum Wilson (Newcastle) eru einnig á meiðslalistanum. "There are some big question marks at the moment"Mark McAdam takes a look at injury issues that Gareth Southgate's side are facing ahead of the Euros pic.twitter.com/TXVIVt5pML— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 25, 2024 „Þetta er ótrúlegur fjöldi. Ég hef aldrei upplifað annað eins. En þetta þýðir að það eru tækifæri fyrir aðra leikmenn. Við sáum leikmenn stíga upp gegn Brasilíu og grípa gæsina,“ sagði Southgate á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Belgíu.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira