Telur morgunljóst að nýju búvörulögin séu ólögleg Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. mars 2024 13:01 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir líklegt að lögin yrðu dæmd ógild ef á það yrði reynt fyrir dómstólum. visir/einar Stjórnsýslufræðingur segir að nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hafi breyst of mikið við aðra umræðu. Hann telur að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. Alþingi samþykkti fyrir helgi breytingar á búvörulögum en með þeim eru kjötafurðastöðvar undanþegnar samkeppnislögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð þingsins og segir raunar að lögin sem voru samþykkt hafi verið allt önnur en það frumvarp sem hann tók afstöðu til í umsagnaferli. Starfandi matvælaráðherra hefur þá sagt að það sé mikilvægt að ráðuneytið og þingnefnd fari yfir þær athugasemdir sem bárust. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að lögin hafi verið ólöglega sett en í stjórnarskrá segir að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hafi fengið þrjár umræður á Alþingi, en Haukur færir rök fyrir því í grein í Morgunblaðinu að frumvarpið hafi aðeins hlotið tvær umræður. „Ég tel að málið hafi breyst of mikið við aðra umræðu þannig að í lok annarrar umræðu þá hafi það með breytingum verið orðið að öðru máli en var rætt við fyrstu umræðu.“ Málið taki til annars hóps en lagt var upp með. „Þetta breytir alveg um stefnu því í upphaflega frumvarpinu er gert ráð fyrir að frumframleiðendur, sem eru bændur, séu undanþegnir samkeppnislögum og þeirra félög en í frumvarpinu er samkeppnislögum kippt úr sambandi við kjötframleiðslu þannig að í fyrra tilvikinu eru það undantekningar en í seinna tilvikinu er það aðalregla. Í fyrra tilvikinu er miðað við stöðu bænda í nágrannaríkjunum og ráðherra talar um að þetta sé eins og fólk á vinnumarkaði fái að mynda sér stéttarfélög en þegar búið er að breyta málinu þá er gengið miklu lengra í frjálsræðisátt gagnvart afurðastöðvum en er í nágrannalöndunum þannig að það er svo sem alveg sama hvar þú lítur á þetta, það er ekki bara texti frumvarpsins sem er gerbreyttur heldur efni, innishaldið, viðmiðanirnar og sú stefna sem þetta er í, þetta er allt breytt“ Hægt er að kæra mál sem þessi til dómstóla. Hann hafi mikla þekkingu á málinu og hafi skrifað bók um málsmeðferð frumvarpa á Alþingi sem nefnist Mín eigin lög. „Ég hef ekki áður séð mál á Alþingi sem er svona hreint, nú fer Alþingi ansi frjálslega með stjórnarskrárákvæðin um sín störf en ég hef ekki séð áður mál sem er svona hreint þannig að það væri mjög líklegt að það væri dæmt ógilt. Ef það væri kært þá reikna ég ekki með því að Alþingi reyni að verja þetta fyrir dómstólum ég reikna með að þetta yrði dregið til baka.“ Stjórnarskrá Alþingi Stjórnsýsla Landbúnaður Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Harðar deilur um ágæti nýrra búvörulaga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Sigmar Guðmundsson voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Rætt var um ný búvörulög og áhrif þeirra á íslenska neytendur og bændur. Sigurður segir lögin sambærileg lögum Norðurlandanna og feli í sér mikla kjarabót bæði fyrir bændur og neytendur. Sigmar er ósammála og segir löggjöfina geta skapað hvata fyrir stór fyrirtæki til að bjóða neytendum hærra verð. 24. mars 2024 16:43 „Algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi“ Þingmaður Viðreisnar segir kaldhæðnislegt að í sömu viku vinni Alþingi að því að ríkisvæða tryggingarfélag og útrýma samkeppni á búvörumarkaði. Hann telur að fólk átti sig ekki á hversu slæmar afleiðingar breytingarnar á búvörulögunum muni hafa, bæði á bændur og neytendur. 22. mars 2024 23:00 „Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Alþingi samþykkti fyrir helgi breytingar á búvörulögum en með þeim eru kjötafurðastöðvar undanþegnar samkeppnislögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð þingsins og segir raunar að lögin sem voru samþykkt hafi verið allt önnur en það frumvarp sem hann tók afstöðu til í umsagnaferli. Starfandi matvælaráðherra hefur þá sagt að það sé mikilvægt að ráðuneytið og þingnefnd fari yfir þær athugasemdir sem bárust. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að lögin hafi verið ólöglega sett en í stjórnarskrá segir að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hafi fengið þrjár umræður á Alþingi, en Haukur færir rök fyrir því í grein í Morgunblaðinu að frumvarpið hafi aðeins hlotið tvær umræður. „Ég tel að málið hafi breyst of mikið við aðra umræðu þannig að í lok annarrar umræðu þá hafi það með breytingum verið orðið að öðru máli en var rætt við fyrstu umræðu.“ Málið taki til annars hóps en lagt var upp með. „Þetta breytir alveg um stefnu því í upphaflega frumvarpinu er gert ráð fyrir að frumframleiðendur, sem eru bændur, séu undanþegnir samkeppnislögum og þeirra félög en í frumvarpinu er samkeppnislögum kippt úr sambandi við kjötframleiðslu þannig að í fyrra tilvikinu eru það undantekningar en í seinna tilvikinu er það aðalregla. Í fyrra tilvikinu er miðað við stöðu bænda í nágrannaríkjunum og ráðherra talar um að þetta sé eins og fólk á vinnumarkaði fái að mynda sér stéttarfélög en þegar búið er að breyta málinu þá er gengið miklu lengra í frjálsræðisátt gagnvart afurðastöðvum en er í nágrannalöndunum þannig að það er svo sem alveg sama hvar þú lítur á þetta, það er ekki bara texti frumvarpsins sem er gerbreyttur heldur efni, innishaldið, viðmiðanirnar og sú stefna sem þetta er í, þetta er allt breytt“ Hægt er að kæra mál sem þessi til dómstóla. Hann hafi mikla þekkingu á málinu og hafi skrifað bók um málsmeðferð frumvarpa á Alþingi sem nefnist Mín eigin lög. „Ég hef ekki áður séð mál á Alþingi sem er svona hreint, nú fer Alþingi ansi frjálslega með stjórnarskrárákvæðin um sín störf en ég hef ekki séð áður mál sem er svona hreint þannig að það væri mjög líklegt að það væri dæmt ógilt. Ef það væri kært þá reikna ég ekki með því að Alþingi reyni að verja þetta fyrir dómstólum ég reikna með að þetta yrði dregið til baka.“
Stjórnarskrá Alþingi Stjórnsýsla Landbúnaður Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Harðar deilur um ágæti nýrra búvörulaga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Sigmar Guðmundsson voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Rætt var um ný búvörulög og áhrif þeirra á íslenska neytendur og bændur. Sigurður segir lögin sambærileg lögum Norðurlandanna og feli í sér mikla kjarabót bæði fyrir bændur og neytendur. Sigmar er ósammála og segir löggjöfina geta skapað hvata fyrir stór fyrirtæki til að bjóða neytendum hærra verð. 24. mars 2024 16:43 „Algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi“ Þingmaður Viðreisnar segir kaldhæðnislegt að í sömu viku vinni Alþingi að því að ríkisvæða tryggingarfélag og útrýma samkeppni á búvörumarkaði. Hann telur að fólk átti sig ekki á hversu slæmar afleiðingar breytingarnar á búvörulögunum muni hafa, bæði á bændur og neytendur. 22. mars 2024 23:00 „Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Harðar deilur um ágæti nýrra búvörulaga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Sigmar Guðmundsson voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Rætt var um ný búvörulög og áhrif þeirra á íslenska neytendur og bændur. Sigurður segir lögin sambærileg lögum Norðurlandanna og feli í sér mikla kjarabót bæði fyrir bændur og neytendur. Sigmar er ósammála og segir löggjöfina geta skapað hvata fyrir stór fyrirtæki til að bjóða neytendum hærra verð. 24. mars 2024 16:43
„Algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi“ Þingmaður Viðreisnar segir kaldhæðnislegt að í sömu viku vinni Alþingi að því að ríkisvæða tryggingarfélag og útrýma samkeppni á búvörumarkaði. Hann telur að fólk átti sig ekki á hversu slæmar afleiðingar breytingarnar á búvörulögunum muni hafa, bæði á bændur og neytendur. 22. mars 2024 23:00
„Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01