Gleymska Google: Athafnamaður og dæmdur nauðgari meðal beiðenda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2024 06:04 Flestar beiðnirnar varða fréttir um dómsmál og brot í starfi. Vísir/Vilhelm Íslenskur athafnamaður, sem hafði verið ákærður fyrir brot í starfi, fékk Google til að samþykkja að fjarlægja 48 leitarniðurstöður sem tengdust málinu. Aðallega var um að ræða fjölmiðlaumfjöllun um meint brot mannsins, greinar sem birtust á árunum 2009 til 2016, en Google samþykkti beiðnina á þeim grundvelli að maðurinn hefði á endanum verið sýknaður. Frá þessu er greint í gegnsæisskýrslu Google vegna beiðna sem fyrirtækinu berast um að fjarlægja niðurstöður á grundvelli úrskurðar Evrópudómstólsins um réttinn til að „gleymast“ á netinu. Vísir greindi frá því í morgun að frá 1. janúar 2015 hafa stórfyrirtækinu borist 1.434 einstakar beiðnir um að fjarlægja samtals 6.399 leitarniðurstöður. Í flestum tilvikum er um að ræða fréttir um dómsmál eða brot í starfi. Í skýrslunni er að finna þrjú dæmi til viðbótar. Þar er meðal annars sagt frá beiðni sem barst um að fjarlægja átta fréttir úr niðurstöðum leitarvélarinnar sem fjölluðu um ásakanir og dóm sem viðkomandi hlaut fyrir nauðgun. Einstaklingurinn sem óskaði eftir því að leitarniðurstöðurnar yrðu fjarlægðar var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010 en látinn laus þremur árum síðar. Google hafnaði beiðni mannsins vegna alvarleika glæpsins. Annað dæmi varðar „vinsælan áhrifavald“ sem bað um að tvær fréttir yrðu fjarlægðar úr leitarniðurstöðum en þær vörðuðu myndskeið sem áhrifavaldurinn hafði birt á Tik Tok við misjafnar undirtektir. Þótti hann hafa farið illa með gæludýrið sitt og verið gagnrýndur fyrir. Google hafnaði þessari beiðni sömuleiðis, á þeirri forsendu að um væri að ræða nýlega umfjöllun. Einstaklingurinn væri enn virkur og þekktur fyrir TikTok myndskeið sín og gangrýni á framgöngu hans ætti erindi í opinbera umræðu. Síðasta dæmið er frábrugðið hinum að því leyti að þar var um að ræða beiðni frá Persónuvernd, sem óskaði eftir því fyrir hönd einstaklings að leitarniðurstöður yrðu fjarlægðar sem tengdust ákærum gegn viðkomandi vegna fíkniefnainnflutnings árið 2000. Einstaklingurinn sendi Google afrit af hreinu sakavottorði sínu og fyrirtækið samþykkti beiðnina. Google Persónuvernd Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Aðallega var um að ræða fjölmiðlaumfjöllun um meint brot mannsins, greinar sem birtust á árunum 2009 til 2016, en Google samþykkti beiðnina á þeim grundvelli að maðurinn hefði á endanum verið sýknaður. Frá þessu er greint í gegnsæisskýrslu Google vegna beiðna sem fyrirtækinu berast um að fjarlægja niðurstöður á grundvelli úrskurðar Evrópudómstólsins um réttinn til að „gleymast“ á netinu. Vísir greindi frá því í morgun að frá 1. janúar 2015 hafa stórfyrirtækinu borist 1.434 einstakar beiðnir um að fjarlægja samtals 6.399 leitarniðurstöður. Í flestum tilvikum er um að ræða fréttir um dómsmál eða brot í starfi. Í skýrslunni er að finna þrjú dæmi til viðbótar. Þar er meðal annars sagt frá beiðni sem barst um að fjarlægja átta fréttir úr niðurstöðum leitarvélarinnar sem fjölluðu um ásakanir og dóm sem viðkomandi hlaut fyrir nauðgun. Einstaklingurinn sem óskaði eftir því að leitarniðurstöðurnar yrðu fjarlægðar var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010 en látinn laus þremur árum síðar. Google hafnaði beiðni mannsins vegna alvarleika glæpsins. Annað dæmi varðar „vinsælan áhrifavald“ sem bað um að tvær fréttir yrðu fjarlægðar úr leitarniðurstöðum en þær vörðuðu myndskeið sem áhrifavaldurinn hafði birt á Tik Tok við misjafnar undirtektir. Þótti hann hafa farið illa með gæludýrið sitt og verið gagnrýndur fyrir. Google hafnaði þessari beiðni sömuleiðis, á þeirri forsendu að um væri að ræða nýlega umfjöllun. Einstaklingurinn væri enn virkur og þekktur fyrir TikTok myndskeið sín og gangrýni á framgöngu hans ætti erindi í opinbera umræðu. Síðasta dæmið er frábrugðið hinum að því leyti að þar var um að ræða beiðni frá Persónuvernd, sem óskaði eftir því fyrir hönd einstaklings að leitarniðurstöður yrðu fjarlægðar sem tengdust ákærum gegn viðkomandi vegna fíkniefnainnflutnings árið 2000. Einstaklingurinn sendi Google afrit af hreinu sakavottorði sínu og fyrirtækið samþykkti beiðnina.
Google Persónuvernd Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira