Fótbolti

Svona var blaða­manna­fundur Ís­lands fyrir úr­­­slita­­­leikinn gegn Úkraínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Åge Hareide ræðir við blaðamenn einum sólarhring fyrir leikinn mikilvæga.
Åge Hareide ræðir við blaðamenn einum sólarhring fyrir leikinn mikilvæga. AP/Darko Vojinovic)

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í dag í tilefni af úrslitaleiknum mikilvæga annað kvöld gegn landsliði Úkraínu um laust sæti á EM 2024.

Ísland og Úkraína mætast í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM í fótbolta sem fer fram í Þýskalandi í sumar. Leikurinn fer fram í Wroclaw í Póllandi vegna stríðsins í Úkraínu.

Úkraína vann 2-1 endurkomusigur á Bosníu í undanúrslitunum en Ísland vann 4-1 sigur á Ísrael.

Liðið sem vinnur leikinn annað kvöld kvöld endar í riðli með Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu á Evrópumótinu í Þýskalandi.

Þetta er einn af stærstu leikjum í sögu íslenska landsliðsins enda liðið aðeins einum sigri frá stórmóti. Það verður fróðlegt að heyra um nálgun íslenska liðsins á þennan risaleik.

Hér fyrir neðan verður hægt að horfa á blaðamannafundinn í beinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×