Spænskir kokkanemar elda íslenskan saltfisk Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. mars 2024 11:23 Spænskir matreiðslunemar kepptust um að vera færasti saltfiskkokkur Spánar Aðsend Íslenskur saltfiskur var í aðalhlutverki þar sem færasti saltfiskkokkur Spánar var valinn í Mérida á Spáni í vikunni. Keppnin var haldin í þriðja skipti í ár en 18 skólar frá öllum landshlutum Spánar tóku þátt að þessu sinni. Spánn er stærsti markaðurinn fyrir íslenskan saltfisk og er hann uppistaðan í mörgum vinsælum réttum þar í landi. Spánn er í dag stærsti markaður heims fyrir íslenskan saltfisk, en Spánverjar hafa í mörg ár verið stórkaupendur Bacalao de Islandia. Þá þurfti til að mynda að gera undanþágu fyrir spænsk vín í áfengisbanninu sem lagt var á Ísland árið 1915, vegna þess að Spánverjar hótuðu að hætta kaupa af okkur saltfisk ef við vildum ekki kaupa af þeim vín. Spænsk vín fengu því undanþágu frá áfengisbanninu árið 1922 af ofangreindum hagsmunaástæðum. Eins og fyrr segir var þessi matreiðslukeppni haldin í þriðja sinn í ár, en um 200 manns taka þátt ár hvert. Keppnin er hluti af markaðsverkefni Íslandsstofu „Seafood from Iceland“. Íslandsstofa er samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs sem segja má að starfi við landkynningu Íslands í víðum skilningi. Sambærilegar keppnir fara árlega fram í Portúgal og á Ítalíu, sem einnig eru sólgin í íslenskan saltfisk. Afrakstur eldamennskunnar lítur vel út.Aðsend Hlutskörpust þetta árið var kokkaneminn Marta Oti frá ESHOB Barcelona, en hún fær í verðlaun draumaferðalag til Íslands. Marta Oti frá Barcelona bar sigur úr býtum að þessu sinni, og hlaut hún draumaferðalag til Íslands í verðlaun.Aðsend Mikil keppnis-og sköpunargleði einkenndi framlag nemanna, sem eru flestir á aldrinum 18-22 ára og að stíga sín fyrstu skref á þessum vettvangi. Hægt er að fylgjast með keppninni á instagram. View this post on Instagram A post shared by Bacalao de Islandia (@bacalaodeislandia) Spánn Saltfiskur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira
Spánn er í dag stærsti markaður heims fyrir íslenskan saltfisk, en Spánverjar hafa í mörg ár verið stórkaupendur Bacalao de Islandia. Þá þurfti til að mynda að gera undanþágu fyrir spænsk vín í áfengisbanninu sem lagt var á Ísland árið 1915, vegna þess að Spánverjar hótuðu að hætta kaupa af okkur saltfisk ef við vildum ekki kaupa af þeim vín. Spænsk vín fengu því undanþágu frá áfengisbanninu árið 1922 af ofangreindum hagsmunaástæðum. Eins og fyrr segir var þessi matreiðslukeppni haldin í þriðja sinn í ár, en um 200 manns taka þátt ár hvert. Keppnin er hluti af markaðsverkefni Íslandsstofu „Seafood from Iceland“. Íslandsstofa er samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs sem segja má að starfi við landkynningu Íslands í víðum skilningi. Sambærilegar keppnir fara árlega fram í Portúgal og á Ítalíu, sem einnig eru sólgin í íslenskan saltfisk. Afrakstur eldamennskunnar lítur vel út.Aðsend Hlutskörpust þetta árið var kokkaneminn Marta Oti frá ESHOB Barcelona, en hún fær í verðlaun draumaferðalag til Íslands. Marta Oti frá Barcelona bar sigur úr býtum að þessu sinni, og hlaut hún draumaferðalag til Íslands í verðlaun.Aðsend Mikil keppnis-og sköpunargleði einkenndi framlag nemanna, sem eru flestir á aldrinum 18-22 ára og að stíga sín fyrstu skref á þessum vettvangi. Hægt er að fylgjast með keppninni á instagram. View this post on Instagram A post shared by Bacalao de Islandia (@bacalaodeislandia)
Spánn Saltfiskur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira