Spænskir kokkanemar elda íslenskan saltfisk Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. mars 2024 11:23 Spænskir matreiðslunemar kepptust um að vera færasti saltfiskkokkur Spánar Aðsend Íslenskur saltfiskur var í aðalhlutverki þar sem færasti saltfiskkokkur Spánar var valinn í Mérida á Spáni í vikunni. Keppnin var haldin í þriðja skipti í ár en 18 skólar frá öllum landshlutum Spánar tóku þátt að þessu sinni. Spánn er stærsti markaðurinn fyrir íslenskan saltfisk og er hann uppistaðan í mörgum vinsælum réttum þar í landi. Spánn er í dag stærsti markaður heims fyrir íslenskan saltfisk, en Spánverjar hafa í mörg ár verið stórkaupendur Bacalao de Islandia. Þá þurfti til að mynda að gera undanþágu fyrir spænsk vín í áfengisbanninu sem lagt var á Ísland árið 1915, vegna þess að Spánverjar hótuðu að hætta kaupa af okkur saltfisk ef við vildum ekki kaupa af þeim vín. Spænsk vín fengu því undanþágu frá áfengisbanninu árið 1922 af ofangreindum hagsmunaástæðum. Eins og fyrr segir var þessi matreiðslukeppni haldin í þriðja sinn í ár, en um 200 manns taka þátt ár hvert. Keppnin er hluti af markaðsverkefni Íslandsstofu „Seafood from Iceland“. Íslandsstofa er samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs sem segja má að starfi við landkynningu Íslands í víðum skilningi. Sambærilegar keppnir fara árlega fram í Portúgal og á Ítalíu, sem einnig eru sólgin í íslenskan saltfisk. Afrakstur eldamennskunnar lítur vel út.Aðsend Hlutskörpust þetta árið var kokkaneminn Marta Oti frá ESHOB Barcelona, en hún fær í verðlaun draumaferðalag til Íslands. Marta Oti frá Barcelona bar sigur úr býtum að þessu sinni, og hlaut hún draumaferðalag til Íslands í verðlaun.Aðsend Mikil keppnis-og sköpunargleði einkenndi framlag nemanna, sem eru flestir á aldrinum 18-22 ára og að stíga sín fyrstu skref á þessum vettvangi. Hægt er að fylgjast með keppninni á instagram. View this post on Instagram A post shared by Bacalao de Islandia (@bacalaodeislandia) Spánn Saltfiskur Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Spánn er í dag stærsti markaður heims fyrir íslenskan saltfisk, en Spánverjar hafa í mörg ár verið stórkaupendur Bacalao de Islandia. Þá þurfti til að mynda að gera undanþágu fyrir spænsk vín í áfengisbanninu sem lagt var á Ísland árið 1915, vegna þess að Spánverjar hótuðu að hætta kaupa af okkur saltfisk ef við vildum ekki kaupa af þeim vín. Spænsk vín fengu því undanþágu frá áfengisbanninu árið 1922 af ofangreindum hagsmunaástæðum. Eins og fyrr segir var þessi matreiðslukeppni haldin í þriðja sinn í ár, en um 200 manns taka þátt ár hvert. Keppnin er hluti af markaðsverkefni Íslandsstofu „Seafood from Iceland“. Íslandsstofa er samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs sem segja má að starfi við landkynningu Íslands í víðum skilningi. Sambærilegar keppnir fara árlega fram í Portúgal og á Ítalíu, sem einnig eru sólgin í íslenskan saltfisk. Afrakstur eldamennskunnar lítur vel út.Aðsend Hlutskörpust þetta árið var kokkaneminn Marta Oti frá ESHOB Barcelona, en hún fær í verðlaun draumaferðalag til Íslands. Marta Oti frá Barcelona bar sigur úr býtum að þessu sinni, og hlaut hún draumaferðalag til Íslands í verðlaun.Aðsend Mikil keppnis-og sköpunargleði einkenndi framlag nemanna, sem eru flestir á aldrinum 18-22 ára og að stíga sín fyrstu skref á þessum vettvangi. Hægt er að fylgjast með keppninni á instagram. View this post on Instagram A post shared by Bacalao de Islandia (@bacalaodeislandia)
Spánn Saltfiskur Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira