Ljósadýrð á himni í kvöld Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 18:16 Það stefnir í sjónarspil á festingunni í kvöld að sögn Veðurstofunnar. Vísir/Vilhelm Það viðrar vel til norðurljósa í kvöld að sögn vakthafanda hjá Veðurstofu Íslands og búist er við því að litrík og sterk norðurljós prýði festinguna í kvöld. „Það var það sem kallast sólgos. Það þýðir að ógurlega mikið af ögnum sem koma af sólinni sem eru að skella á segulsviðinu. Það er það samspil sem býr til norðurljósin. Það er ástæðan fyrir því að búist er við mjög miklum norðurljósum í kvöld,“ segir vakthafandi í samtali við fréttastofu. Samkvæmt sérfræðingunum á Veðurstofunni er spáð frekar mikilli norðurljósavirkni hér á landi en það sem er óvenjulegt í þessu tilfelli er hvað norðurljósin ná sunnarlega. Það gætu til dæmis sést til norðurljósa suður í Póllandi sem vakthafandi segir að komi alveg fyrir en sé ekki daglegt brauð. Sævar Helgi Bragason, sérfræðingur við Náttúrufræðistofu Kópavogs sem er landsmönnum kunnugur undir nafninu Stjörnu-Sævar, birti í dag færslu á reikning sinn á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þar sem hann brýnir til landsmanna að horfa til himins í kvöld. Allir mælar á yfirsnúningi því kröftug kórónuskvetta er mætt og ber kröftuglega á segulsviðinu og andrúmsloftinu okkar.Það þýðir blússandi og litrík norðurljós í kvöld. Fylgist með mælum og skýjahulu á nýja norðurljósavefnum, https://t.co/8sS3859BSX @mblfrettir pic.twitter.com/VWrPSk1uAe— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) March 24, 2024 „Allir mælar á yfirsnúningi því kröftug kórónuskvetta er mætt og ber kröftuglega á segulsviðinu og andrúmsloftinu okkar. Það þýðir blússandi og litrík norðurljós í kvöld,“ segir Stjörnu-Sævar. Hann segir að segulstormur af stærðinni 8 á Kp-skalanum sé í gangi en Kp-skalinn er notaður til að mæla segulvirkni í andrúmslofti Jarðar. Vefur Aurora Forecast lýsir því sjónarspili sem segulstormur af slíkri stærð veldur á Íslandi sem björtum, kvikum og litríkum norðurljósum sem sjást suður að fimmtugustu breiddargráðu. Geimurinn Veður Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
„Það var það sem kallast sólgos. Það þýðir að ógurlega mikið af ögnum sem koma af sólinni sem eru að skella á segulsviðinu. Það er það samspil sem býr til norðurljósin. Það er ástæðan fyrir því að búist er við mjög miklum norðurljósum í kvöld,“ segir vakthafandi í samtali við fréttastofu. Samkvæmt sérfræðingunum á Veðurstofunni er spáð frekar mikilli norðurljósavirkni hér á landi en það sem er óvenjulegt í þessu tilfelli er hvað norðurljósin ná sunnarlega. Það gætu til dæmis sést til norðurljósa suður í Póllandi sem vakthafandi segir að komi alveg fyrir en sé ekki daglegt brauð. Sævar Helgi Bragason, sérfræðingur við Náttúrufræðistofu Kópavogs sem er landsmönnum kunnugur undir nafninu Stjörnu-Sævar, birti í dag færslu á reikning sinn á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þar sem hann brýnir til landsmanna að horfa til himins í kvöld. Allir mælar á yfirsnúningi því kröftug kórónuskvetta er mætt og ber kröftuglega á segulsviðinu og andrúmsloftinu okkar.Það þýðir blússandi og litrík norðurljós í kvöld. Fylgist með mælum og skýjahulu á nýja norðurljósavefnum, https://t.co/8sS3859BSX @mblfrettir pic.twitter.com/VWrPSk1uAe— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) March 24, 2024 „Allir mælar á yfirsnúningi því kröftug kórónuskvetta er mætt og ber kröftuglega á segulsviðinu og andrúmsloftinu okkar. Það þýðir blússandi og litrík norðurljós í kvöld,“ segir Stjörnu-Sævar. Hann segir að segulstormur af stærðinni 8 á Kp-skalanum sé í gangi en Kp-skalinn er notaður til að mæla segulvirkni í andrúmslofti Jarðar. Vefur Aurora Forecast lýsir því sjónarspili sem segulstormur af slíkri stærð veldur á Íslandi sem björtum, kvikum og litríkum norðurljósum sem sjást suður að fimmtugustu breiddargráðu.
Geimurinn Veður Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira