„Eina sem var eftir hjá okkur var að skora fyrir þær“ Árni Gísli Magnússon skrifar 23. mars 2024 17:59 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA Vísir/Vilhelm Breiðablik tryggði sig í úrslit Lengjubikars kvenna eftir 6-3 sigur á Þór/KA í Boganum á Akureyri í dag en heimakonur leiddu 2-1 í hálfleik. Í síðari hálfleik opnuðust flóðgáttir og Blikar fengu auðveld mörk á silfurfati. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var að mörgu leyti ánægður með spilamennsku liðsins en hundfúll með hversu auðvelt var fyrir Breiðablik að skora mörk. „Við bara gefum eftir og förum mjög illa að ráði okkar, köstum þessu og í rauninni afhendum þeim leikinn, ég held að eina sem var eftir hjá okkur var að skora fyrir þær.“ Þór/KA var betri aðilinn til að byrja með og komst í forystu um miðjan hálfleik og Blikar jafna strax í kjölfarið og bæta sinn leik verulega. Hvað gerist hjá Þór/KA eftir þessi fyrstu mörk? „Það sem gerist er að þær jafna úr horni, það var í annað eða þriðja skipti sem þær fara yfir miðju í fyrri hálfleik og við komum okkur inn í það aftur eftir smá rothögg við það jöfnunarmark og erum með yfirhöndina eftir 45 mínútur og erum með leikinn í höndum okkar. Ég hef mætt Breiðabliki margoft, mér hefur aldrei liðið jafn vel að spila á móti Breiðabliki í 90 mínútur.“ „Það er ótrúlegt að segja það en bara í hvert einasta skipti sem þær nálguðust markið þá lak boltinn inn og þegar svoleiðis er þá er erfitt að vera ánægður með það að spila vel og við brugðumst okkur í dag með því að gera barnaleg mistök og verja ekki markið okkar og þá er voðalega erfitt að gleðjast yfir því sem maður sá framfarir í á öðrum sviðum leiksins sem við teljum okkur vera að sjá. Eftir að hafa tapað 6-3 hefur maður í raun og veru ekki efni á að vera tala mikið jákvætt um eigið lið en þannig er það bara.“ Tæpur mánuður er í að Besta deild kvenna rúlli af stað. Hvað getur Jóhann tekið frá undirbúningstímabilinu og inn í Bestu deildina? „Við erum að fá fullt af svörum, það eru leikmenn sem eru að svara jákvætt og leikmenn sem eru að svara mjög neikvætt líka. Við þurfum að halda áfram að byggja ofan á það sem við höfum gert vel og eins og ég sagði, ég er búinn að vera með mörg lið í gegnum tíðina hjá Þór/KA og við höfum mætt Blikum sem hafa hreinlega verið með stórskotahríð á okkur í 90 mínútur.“ „Þetta lið andaði varla að markinu fyrr en í seinni hálfleik þegar við gáfum eftir og hættum en þetta lið er fullt af góðum einstaklingum og þar liggur munurinn. Þær eru með mjög góða leikmenn sem þurfa lítið og þær taka sénsinn þegar við afhendum hann, bara uppdúkað og fallega lagt á borð fyrir þær, það er það neikvæða, við getum tekið úr því að við höfum margt að vinna í“, sagði Jóhann að lokum. Fótbolti Lengjubikar kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var að mörgu leyti ánægður með spilamennsku liðsins en hundfúll með hversu auðvelt var fyrir Breiðablik að skora mörk. „Við bara gefum eftir og förum mjög illa að ráði okkar, köstum þessu og í rauninni afhendum þeim leikinn, ég held að eina sem var eftir hjá okkur var að skora fyrir þær.“ Þór/KA var betri aðilinn til að byrja með og komst í forystu um miðjan hálfleik og Blikar jafna strax í kjölfarið og bæta sinn leik verulega. Hvað gerist hjá Þór/KA eftir þessi fyrstu mörk? „Það sem gerist er að þær jafna úr horni, það var í annað eða þriðja skipti sem þær fara yfir miðju í fyrri hálfleik og við komum okkur inn í það aftur eftir smá rothögg við það jöfnunarmark og erum með yfirhöndina eftir 45 mínútur og erum með leikinn í höndum okkar. Ég hef mætt Breiðabliki margoft, mér hefur aldrei liðið jafn vel að spila á móti Breiðabliki í 90 mínútur.“ „Það er ótrúlegt að segja það en bara í hvert einasta skipti sem þær nálguðust markið þá lak boltinn inn og þegar svoleiðis er þá er erfitt að vera ánægður með það að spila vel og við brugðumst okkur í dag með því að gera barnaleg mistök og verja ekki markið okkar og þá er voðalega erfitt að gleðjast yfir því sem maður sá framfarir í á öðrum sviðum leiksins sem við teljum okkur vera að sjá. Eftir að hafa tapað 6-3 hefur maður í raun og veru ekki efni á að vera tala mikið jákvætt um eigið lið en þannig er það bara.“ Tæpur mánuður er í að Besta deild kvenna rúlli af stað. Hvað getur Jóhann tekið frá undirbúningstímabilinu og inn í Bestu deildina? „Við erum að fá fullt af svörum, það eru leikmenn sem eru að svara jákvætt og leikmenn sem eru að svara mjög neikvætt líka. Við þurfum að halda áfram að byggja ofan á það sem við höfum gert vel og eins og ég sagði, ég er búinn að vera með mörg lið í gegnum tíðina hjá Þór/KA og við höfum mætt Blikum sem hafa hreinlega verið með stórskotahríð á okkur í 90 mínútur.“ „Þetta lið andaði varla að markinu fyrr en í seinni hálfleik þegar við gáfum eftir og hættum en þetta lið er fullt af góðum einstaklingum og þar liggur munurinn. Þær eru með mjög góða leikmenn sem þurfa lítið og þær taka sénsinn þegar við afhendum hann, bara uppdúkað og fallega lagt á borð fyrir þær, það er það neikvæða, við getum tekið úr því að við höfum margt að vinna í“, sagði Jóhann að lokum.
Fótbolti Lengjubikar kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira