„Eina sem var eftir hjá okkur var að skora fyrir þær“ Árni Gísli Magnússon skrifar 23. mars 2024 17:59 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA Vísir/Vilhelm Breiðablik tryggði sig í úrslit Lengjubikars kvenna eftir 6-3 sigur á Þór/KA í Boganum á Akureyri í dag en heimakonur leiddu 2-1 í hálfleik. Í síðari hálfleik opnuðust flóðgáttir og Blikar fengu auðveld mörk á silfurfati. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var að mörgu leyti ánægður með spilamennsku liðsins en hundfúll með hversu auðvelt var fyrir Breiðablik að skora mörk. „Við bara gefum eftir og förum mjög illa að ráði okkar, köstum þessu og í rauninni afhendum þeim leikinn, ég held að eina sem var eftir hjá okkur var að skora fyrir þær.“ Þór/KA var betri aðilinn til að byrja með og komst í forystu um miðjan hálfleik og Blikar jafna strax í kjölfarið og bæta sinn leik verulega. Hvað gerist hjá Þór/KA eftir þessi fyrstu mörk? „Það sem gerist er að þær jafna úr horni, það var í annað eða þriðja skipti sem þær fara yfir miðju í fyrri hálfleik og við komum okkur inn í það aftur eftir smá rothögg við það jöfnunarmark og erum með yfirhöndina eftir 45 mínútur og erum með leikinn í höndum okkar. Ég hef mætt Breiðabliki margoft, mér hefur aldrei liðið jafn vel að spila á móti Breiðabliki í 90 mínútur.“ „Það er ótrúlegt að segja það en bara í hvert einasta skipti sem þær nálguðust markið þá lak boltinn inn og þegar svoleiðis er þá er erfitt að vera ánægður með það að spila vel og við brugðumst okkur í dag með því að gera barnaleg mistök og verja ekki markið okkar og þá er voðalega erfitt að gleðjast yfir því sem maður sá framfarir í á öðrum sviðum leiksins sem við teljum okkur vera að sjá. Eftir að hafa tapað 6-3 hefur maður í raun og veru ekki efni á að vera tala mikið jákvætt um eigið lið en þannig er það bara.“ Tæpur mánuður er í að Besta deild kvenna rúlli af stað. Hvað getur Jóhann tekið frá undirbúningstímabilinu og inn í Bestu deildina? „Við erum að fá fullt af svörum, það eru leikmenn sem eru að svara jákvætt og leikmenn sem eru að svara mjög neikvætt líka. Við þurfum að halda áfram að byggja ofan á það sem við höfum gert vel og eins og ég sagði, ég er búinn að vera með mörg lið í gegnum tíðina hjá Þór/KA og við höfum mætt Blikum sem hafa hreinlega verið með stórskotahríð á okkur í 90 mínútur.“ „Þetta lið andaði varla að markinu fyrr en í seinni hálfleik þegar við gáfum eftir og hættum en þetta lið er fullt af góðum einstaklingum og þar liggur munurinn. Þær eru með mjög góða leikmenn sem þurfa lítið og þær taka sénsinn þegar við afhendum hann, bara uppdúkað og fallega lagt á borð fyrir þær, það er það neikvæða, við getum tekið úr því að við höfum margt að vinna í“, sagði Jóhann að lokum. Fótbolti Lengjubikar kvenna Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Sjá meira
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var að mörgu leyti ánægður með spilamennsku liðsins en hundfúll með hversu auðvelt var fyrir Breiðablik að skora mörk. „Við bara gefum eftir og förum mjög illa að ráði okkar, köstum þessu og í rauninni afhendum þeim leikinn, ég held að eina sem var eftir hjá okkur var að skora fyrir þær.“ Þór/KA var betri aðilinn til að byrja með og komst í forystu um miðjan hálfleik og Blikar jafna strax í kjölfarið og bæta sinn leik verulega. Hvað gerist hjá Þór/KA eftir þessi fyrstu mörk? „Það sem gerist er að þær jafna úr horni, það var í annað eða þriðja skipti sem þær fara yfir miðju í fyrri hálfleik og við komum okkur inn í það aftur eftir smá rothögg við það jöfnunarmark og erum með yfirhöndina eftir 45 mínútur og erum með leikinn í höndum okkar. Ég hef mætt Breiðabliki margoft, mér hefur aldrei liðið jafn vel að spila á móti Breiðabliki í 90 mínútur.“ „Það er ótrúlegt að segja það en bara í hvert einasta skipti sem þær nálguðust markið þá lak boltinn inn og þegar svoleiðis er þá er erfitt að vera ánægður með það að spila vel og við brugðumst okkur í dag með því að gera barnaleg mistök og verja ekki markið okkar og þá er voðalega erfitt að gleðjast yfir því sem maður sá framfarir í á öðrum sviðum leiksins sem við teljum okkur vera að sjá. Eftir að hafa tapað 6-3 hefur maður í raun og veru ekki efni á að vera tala mikið jákvætt um eigið lið en þannig er það bara.“ Tæpur mánuður er í að Besta deild kvenna rúlli af stað. Hvað getur Jóhann tekið frá undirbúningstímabilinu og inn í Bestu deildina? „Við erum að fá fullt af svörum, það eru leikmenn sem eru að svara jákvætt og leikmenn sem eru að svara mjög neikvætt líka. Við þurfum að halda áfram að byggja ofan á það sem við höfum gert vel og eins og ég sagði, ég er búinn að vera með mörg lið í gegnum tíðina hjá Þór/KA og við höfum mætt Blikum sem hafa hreinlega verið með stórskotahríð á okkur í 90 mínútur.“ „Þetta lið andaði varla að markinu fyrr en í seinni hálfleik þegar við gáfum eftir og hættum en þetta lið er fullt af góðum einstaklingum og þar liggur munurinn. Þær eru með mjög góða leikmenn sem þurfa lítið og þær taka sénsinn þegar við afhendum hann, bara uppdúkað og fallega lagt á borð fyrir þær, það er það neikvæða, við getum tekið úr því að við höfum margt að vinna í“, sagði Jóhann að lokum.
Fótbolti Lengjubikar kvenna Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti