Fótbolti

Sturlað mark í steindauðum leik: „Ég bara hneigi mig“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Damascan virðist vera lipur klippari.
Damascan virðist vera lipur klippari. Getty

Hann verður seint kallaður stórleikur sem fór fram milli Moldóvu og Norður-Makedóníu í Tyrklandi í dag en magnað mark leit hins vegar dagsins ljós.

Liðin mættust í æfingaleik í dag og hann var markalaus fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Bojan Miovski kom Norður-Makedóníu yfir.

En það er Vitalie Damascan sem grípur fyrirsagnirnar eftir leik dagsins. Þær fáu sem varpað verður fram, það er að segja.

Hann skoraði algjört draumamark til að tryggja Moldóvum stig seint í leiknum er hann klippti boltann viðstöðulaust í stöng og inn.

Sjón er sögu ríkari en markið má sjá með lýsingu Henrys Birgis Gunnarssonar í spilaranum að neðan.

Klippa: Rosalegt mark Moldóvans



Fleiri fréttir

Sjá meira


×