Fótbolti

Albert, Hákon og Orri byrja allir í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Orri Steinn Óskarsson, Albert Guðmundsson og Hákon Arnar Haraldsson verða allir í byrjunarliði Íslands í kvöld.
Orri Steinn Óskarsson, Albert Guðmundsson og Hákon Arnar Haraldsson verða allir í byrjunarliði Íslands í kvöld. Samsett/Getty

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, byrjar með mjög sókndjarft lið í leiknum á móti Ísraelsmönnum í Búdapest í kvöld.

Albert Guðmundsson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson byrja þannig allir leikinn og á miðjunni eru þeir Willum Þór Willumsson, Arnór Ingvi Traustason og Arnór Sigurðsson.

Það vantar því ekki sóknarþunga í íslenska byrjunarliðið í kvöld.

Daníel Leó Grétarsson og Sverrir Ingi Ingason eru síðan saman í miðri vörninni en Guðlaugur Victor Pálsson er bakvörður. Guðmundur Þórarinsson byrjar síðan í vinstri bakverðinum í staðinn fyrir Kolbeinn Birgi Finnsson.

Hákon Rafn Valdimarsson stendur í íslenska markinu.

Ísland tryggir sér með sigri hreinan úrslitaleik um laust sæti á EM á móti annað hvort Úkraínu eða Bosníu í næstu viku.

  • Byrjunarlið Íslands á móti Ísrael:
  • Hákon Rafn Valdimarsson
  • Guðlaugur Victor Pálsson
  • Sverrir Ingi Ingason
  • Daníel Leó Grétarsson
  • Guðmundur Þórarinsson
  • Arnór Sigurðsson
  • Arnór Ingvi Traustason
  • Willum Þór Willumsson
  • Hákon Arnar Haraldsson
  • Albert Guðmundsson
  • Orri Steinn Óskarsson

Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.


Tengdar fréttir

Bjarki Már leitar að Tólfunni í Búdapest

Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, gerði sér ferð frá heimabæ sínum Veszprém í Ungverjalandi til höfuðborgarinnar Búdapest til að líta umspilsleik Íslands augum. 

Sá föður sinn skrifa söguna: Reiðu­búinn í að rita næsta kafla

Andri Lucas Guð­john­sen, at­vinnu- og lands­liðs­maður í fót­bolta segir að draumur sinn myndi rætast ef ís­lenska lands­liðinu tækist að tryggja sér sæti á komandi Evrópu­móti í fót­bolta. Ís­land mætir Ísrael í undan­úr­slitum um­spils um EM sæti í kvöld.

Vill hafa sérstakar gætur á Blikabana í kvöld

Það er ekki mikið um heimsþekkt nöfn í landsliði Ísraela, ekki frekar en því íslenska, en landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill að sínir menn hafi sérstakar gætur á 36 ára gömlum framherja mótherjanna í Búdapest í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×