Innlent

Innviðaráðherra von­svikinn með að stýrivextir lækki ekki

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Innviðaráðherra segir það hafa verið vonbrigði að Seðlabankinn skyldi ekki lækka stýrivexti í vikunni í takt við nýgerða kjarasamninga. 

Vaxtaákvörðunin frá því í gær var til umræðu á Alþingi í morgun. 

Þá tökum við stöðuna á óveðrinu sem nú gengur yfir Vestfirðina en þar er appelsínugul viðvörun í gildi fram á kvöld. 

Áhöfn á Sturlu GK og landverkafólk útgerðafélagsins Þorbjarnar láta eldgosið sem er í námunda við Grindavík ekki á sig fá og lönduðu í Grindavíkurhöfn eldsnemma í morgun.

Í íþróttapakkanum er landsleikurinn gegn Ísraelum í forgrunni en hann fer fram í Ungverjalandi í kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×