Er stress í liði Íslands? „Öðruvísi spennustig en maður er vanur“ Aron Guðmundsson skrifar 21. mars 2024 10:01 Arnór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu undir lok síðasta árs Vísir/Getty Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, getur ekki beðið eftir því að halda út á völl og leika gegn Ísrael í mikilvægum undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM. Möguleiki er á því að leikurinn fari alla leið í vítaspyrnukeppni, Arnór hefur reynslu af þeim en vill helst sleppa við að halda í svoleiðis keppni í þessum leik. Klára frekar bara verkefnið áður en til þess myndi koma. „Ég get ekki beðið eftir því að halda út á völl og hefja leika,“ sagði Arnór í samtali við íþróttafréttamanninn Stefán Árna Pálsson, íþróttafréttamann, aðspurður um líðanina svona skömmu fyrir leikinn mikilvæga. „Við erum búnir að bíða eftir þessari stundu lengi. Við vitum allir hversu stór leikur þetta er, hvað er undir. Full einbeiting á þetta verkefni.“ Klippa: Arnór Sig: Öðruvísi en maður er vanur Finnurðu fyrir einhverju stressi í hópnum? „Maður er meira bara spenntur fyrir þessu. Auðvitað finnur maður fyrir einhverju stressi á leikdegi fyrir leik en þetta er ekki fyrsti fótboltaleikurinn sem maður spilar. En að sjálfsögðu er þetta öðruvísi spennustig heldur en maður vanur.“ Arnór býst við lokuðum leik, til að byrja með hið minnsta. „Þegar að það er svona mikið undir þá byrjar þetta kannski svona lokað. Liðin að þreifa á hvort öðru, hvar opnanirnar eru. Við þurfum bara að fara inn í þetta fullir sjálfstrausts. Trúa á það sem að við höfum verið að gera, byggja ofan á það.“ Sá möguleiki er fyrir hendi að leikurinn fari í framlengingu, jafnvel alla leið í vítaspyrnukeppni. Íslenska liðið er undirbúið fyrir þá sviðsmynd. „Já já. Við erum alveg klárir í það og höfum undirbúið það.“ Ekki er ýkja langt síðan að Arnór tók sjálfur þátt í vítaspyrnukeppni með félagsliði sínu Blackburn Rovers í enska bikarnum gegn Newcastle United. Þar skoraði Arnór úr sinni vítaspyrnu en Blackburn laut þó í lægra haldi. „Það er alltaf auka stress og stemning sem að fylgir með vítaspyrnukeppni. Við vonandi sleppum við það gegn Ísrael.“ Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
„Ég get ekki beðið eftir því að halda út á völl og hefja leika,“ sagði Arnór í samtali við íþróttafréttamanninn Stefán Árna Pálsson, íþróttafréttamann, aðspurður um líðanina svona skömmu fyrir leikinn mikilvæga. „Við erum búnir að bíða eftir þessari stundu lengi. Við vitum allir hversu stór leikur þetta er, hvað er undir. Full einbeiting á þetta verkefni.“ Klippa: Arnór Sig: Öðruvísi en maður er vanur Finnurðu fyrir einhverju stressi í hópnum? „Maður er meira bara spenntur fyrir þessu. Auðvitað finnur maður fyrir einhverju stressi á leikdegi fyrir leik en þetta er ekki fyrsti fótboltaleikurinn sem maður spilar. En að sjálfsögðu er þetta öðruvísi spennustig heldur en maður vanur.“ Arnór býst við lokuðum leik, til að byrja með hið minnsta. „Þegar að það er svona mikið undir þá byrjar þetta kannski svona lokað. Liðin að þreifa á hvort öðru, hvar opnanirnar eru. Við þurfum bara að fara inn í þetta fullir sjálfstrausts. Trúa á það sem að við höfum verið að gera, byggja ofan á það.“ Sá möguleiki er fyrir hendi að leikurinn fari í framlengingu, jafnvel alla leið í vítaspyrnukeppni. Íslenska liðið er undirbúið fyrir þá sviðsmynd. „Já já. Við erum alveg klárir í það og höfum undirbúið það.“ Ekki er ýkja langt síðan að Arnór tók sjálfur þátt í vítaspyrnukeppni með félagsliði sínu Blackburn Rovers í enska bikarnum gegn Newcastle United. Þar skoraði Arnór úr sinni vítaspyrnu en Blackburn laut þó í lægra haldi. „Það er alltaf auka stress og stemning sem að fylgir með vítaspyrnukeppni. Við vonandi sleppum við það gegn Ísrael.“ Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira