Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn mynda meirihluta Árni Sæberg skrifar 19. mars 2024 17:59 Jón Björn Hákonarson, til vinstri, og Ragnar Sigurðsson við undirritun málefnasamnings í dag. Gunnar Gunnarsson/Austurfrétt Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa ákveðið að mynda meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Meirihlutinn samanstendur af sjö af níu bæjarfulltrúum. Í tilkynningu um samstarfið segir að í því verði horft til eflingar samvinnu og samstarfs þvert á byggðarkjarna sveitarfélagsins og styrkingu fjárhagslegrar sjálfbærni þeirra svo Fjarðabyggð geti áfram eflst og dafnað. Í krafti sterkrar fjárhagsstöðu geti Fjarðabyggð horft björtum augum til framtíðar með ábyrgum og traustum rekstri. Þá muni flokkarnir halda áfram að leita allra leiða til styrkingar atvinnulífs og skapa grundvöll fyrir enn frekari fjölgun og fjölbreytileika í atvinnu. Tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar séu til staðar. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfi til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíkum áskorunum. Fækka nefndum og nefndarmönnum Málefnasamningur meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð sé metnaðarfullur og í takt við þau tækifæri til vaxtar sem Fjarðabyggð býr yfir. Að sama skapi lýsi hann raunhæfum markmiðum að árangri á því tveggja ára tímabili sem er fram að næstu sveitarstjórnarkosningum. Við upphaf samstarfsins verði nefndum fækkað og nefndarmönnum fækkað. Félagsmálanefnd, fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd verði sameinaðar í eina fjölskyldunefnd í samræmi við stjórnskipulag sveitarfélagsins. Jóna Árný Þórðardóttir muni sitja áfram sem bæjarstjóri út kjörtímabilið. Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins verði formaður bæjarráðs og Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokksins forseti bæjarstjórnar. Framsóknarflokkurinn muni fara með formennsku í stjórn menningarstofu og skipulags- og framkvæmdanefnd en Sjálfstæðisflokkurinn fari með formennsku í hafnarstjórn og fjölskyldunefnd. Slitnaði upp úr fyrri meirihluta vegna skólamála Sem áður segir fer nýr meirihluti með mikinn meirihluta bæjarstjórnarstóla. Eftir kosningar árið 2022 mynduðu Framsóknarflokkur, með þrjá bæjarfulltrúa, og Fjarðarlistinn, með tvo, eins manns meirihluta. Upp úr því samstarfi slitnaði þegar lögð var fram tillaga um breytingar í skólamálum. Þá greiddi einn bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, atkvæði gegn tillögunni og sagði tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. Tillagan sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama átti við um leikskóla sveitarfélagsins. Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur“ Fulltrúi Fjarðarlistans greiddi atkvæði gegn tillögu síns meirihluta á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar í gær. Tillagan snerist um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins en unnið er að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla Fjarðabyggðar. 28. febrúar 2024 11:45 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira
Í tilkynningu um samstarfið segir að í því verði horft til eflingar samvinnu og samstarfs þvert á byggðarkjarna sveitarfélagsins og styrkingu fjárhagslegrar sjálfbærni þeirra svo Fjarðabyggð geti áfram eflst og dafnað. Í krafti sterkrar fjárhagsstöðu geti Fjarðabyggð horft björtum augum til framtíðar með ábyrgum og traustum rekstri. Þá muni flokkarnir halda áfram að leita allra leiða til styrkingar atvinnulífs og skapa grundvöll fyrir enn frekari fjölgun og fjölbreytileika í atvinnu. Tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar séu til staðar. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfi til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíkum áskorunum. Fækka nefndum og nefndarmönnum Málefnasamningur meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð sé metnaðarfullur og í takt við þau tækifæri til vaxtar sem Fjarðabyggð býr yfir. Að sama skapi lýsi hann raunhæfum markmiðum að árangri á því tveggja ára tímabili sem er fram að næstu sveitarstjórnarkosningum. Við upphaf samstarfsins verði nefndum fækkað og nefndarmönnum fækkað. Félagsmálanefnd, fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd verði sameinaðar í eina fjölskyldunefnd í samræmi við stjórnskipulag sveitarfélagsins. Jóna Árný Þórðardóttir muni sitja áfram sem bæjarstjóri út kjörtímabilið. Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins verði formaður bæjarráðs og Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokksins forseti bæjarstjórnar. Framsóknarflokkurinn muni fara með formennsku í stjórn menningarstofu og skipulags- og framkvæmdanefnd en Sjálfstæðisflokkurinn fari með formennsku í hafnarstjórn og fjölskyldunefnd. Slitnaði upp úr fyrri meirihluta vegna skólamála Sem áður segir fer nýr meirihluti með mikinn meirihluta bæjarstjórnarstóla. Eftir kosningar árið 2022 mynduðu Framsóknarflokkur, með þrjá bæjarfulltrúa, og Fjarðarlistinn, með tvo, eins manns meirihluta. Upp úr því samstarfi slitnaði þegar lögð var fram tillaga um breytingar í skólamálum. Þá greiddi einn bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, atkvæði gegn tillögunni og sagði tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. Tillagan sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama átti við um leikskóla sveitarfélagsins.
Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur“ Fulltrúi Fjarðarlistans greiddi atkvæði gegn tillögu síns meirihluta á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar í gær. Tillagan snerist um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins en unnið er að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla Fjarðabyggðar. 28. febrúar 2024 11:45 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira
„Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur“ Fulltrúi Fjarðarlistans greiddi atkvæði gegn tillögu síns meirihluta á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar í gær. Tillagan snerist um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins en unnið er að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla Fjarðabyggðar. 28. febrúar 2024 11:45