Eldgosið hagi sér öðruvísi og gæti varað lengur Árni Sæberg skrifar 18. mars 2024 20:30 Magnús Tumi fór yfir stöðuna í beinni útsendingu. Vísir Prófessor í jarðeðlisfræði segir eldgosið sem hófst á laugardag hegða sér öðruvísi en hin þrjú sem komið hafa upp á Sundhnúksgígaröðinni. Stöðug virkni í því gæti þýtt að það vari talsvert lengur en síðustu gos. Virkni í eldgosinu hefur haldist nokkuð stöðug síðan í gær og hrauntunga sem stefnir í átt að Suðurstrandavegi hreyfist hægt. Hraunið þekur nú um sex ferkílómetra svæði og um þrjú hundruð metrar eru frá syðri hrauntungunni að veginum. Barmur tjarnarinnar hélt Í jaðri hrauntungunnar var hrauntjörn og Almannavarnir óttuðust um tíma að barmur hennar gæti brostið. Þá hefði hraun getað runnið hratt yfir Suðurstrandarveg. Mikil brennisteinsmengun var á svæðinu í dag og orkuver HS orku var rýmt vegna hennar. Fólk sneri aftur til vinnu síðdegis í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fór yfir stöðuna. „Þetta eru orðin sjö gos núna á þremur árum og þau síðustu hafa verið mjög svipuð þarna í Sundhnúksröðinni. Gosin í Fagradalsfjalli og þar voru öðruvísi, miklu langdregnari og ekki eins kröftug í upphafi. En þetta sem við sjáum núna er að hegða sér öðruvísi en hin gosin sem hafa komið. Það byrjaði að vísu mjög svipað og var nú kröftugast af þeim. Það sem er öðruvísi er að það virðist vera mjög stöðug virkni í þessu gosi,“ segir Magnús Tumi. Stefnir í lengra og meira gos Það þýði að eldgosið nú gæti varað lengur en hin gosin sem komið hafa upp á sömu slóðum. Hraunið sé núna orðið töluvert stærra en úr hinum gosunum. „Við verðum að bíða og sjá en þetta ætlar að vera heldur lengra og heldur meira en hin.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Virkni gossins enn stöðug og hætta enn talin mikil Nýtt hættumat Veðurstofu Íslands tekur gildi í dag og mun gilda næstu tvo daga til 20. mars. Hætta er enn talin mjög mikil í Sundhnúksgígaröðinni og þá er mikil hætta vegna gasmengunar í kringum Svartsengi og vegna hraunflæðis. 18. mars 2024 16:56 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Virkni í eldgosinu hefur haldist nokkuð stöðug síðan í gær og hrauntunga sem stefnir í átt að Suðurstrandavegi hreyfist hægt. Hraunið þekur nú um sex ferkílómetra svæði og um þrjú hundruð metrar eru frá syðri hrauntungunni að veginum. Barmur tjarnarinnar hélt Í jaðri hrauntungunnar var hrauntjörn og Almannavarnir óttuðust um tíma að barmur hennar gæti brostið. Þá hefði hraun getað runnið hratt yfir Suðurstrandarveg. Mikil brennisteinsmengun var á svæðinu í dag og orkuver HS orku var rýmt vegna hennar. Fólk sneri aftur til vinnu síðdegis í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fór yfir stöðuna. „Þetta eru orðin sjö gos núna á þremur árum og þau síðustu hafa verið mjög svipuð þarna í Sundhnúksröðinni. Gosin í Fagradalsfjalli og þar voru öðruvísi, miklu langdregnari og ekki eins kröftug í upphafi. En þetta sem við sjáum núna er að hegða sér öðruvísi en hin gosin sem hafa komið. Það byrjaði að vísu mjög svipað og var nú kröftugast af þeim. Það sem er öðruvísi er að það virðist vera mjög stöðug virkni í þessu gosi,“ segir Magnús Tumi. Stefnir í lengra og meira gos Það þýði að eldgosið nú gæti varað lengur en hin gosin sem komið hafa upp á sömu slóðum. Hraunið sé núna orðið töluvert stærra en úr hinum gosunum. „Við verðum að bíða og sjá en þetta ætlar að vera heldur lengra og heldur meira en hin.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Virkni gossins enn stöðug og hætta enn talin mikil Nýtt hættumat Veðurstofu Íslands tekur gildi í dag og mun gilda næstu tvo daga til 20. mars. Hætta er enn talin mjög mikil í Sundhnúksgígaröðinni og þá er mikil hætta vegna gasmengunar í kringum Svartsengi og vegna hraunflæðis. 18. mars 2024 16:56 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Virkni gossins enn stöðug og hætta enn talin mikil Nýtt hættumat Veðurstofu Íslands tekur gildi í dag og mun gilda næstu tvo daga til 20. mars. Hætta er enn talin mjög mikil í Sundhnúksgígaröðinni og þá er mikil hætta vegna gasmengunar í kringum Svartsengi og vegna hraunflæðis. 18. mars 2024 16:56