Eldgosið hagi sér öðruvísi og gæti varað lengur Árni Sæberg skrifar 18. mars 2024 20:30 Magnús Tumi fór yfir stöðuna í beinni útsendingu. Vísir Prófessor í jarðeðlisfræði segir eldgosið sem hófst á laugardag hegða sér öðruvísi en hin þrjú sem komið hafa upp á Sundhnúksgígaröðinni. Stöðug virkni í því gæti þýtt að það vari talsvert lengur en síðustu gos. Virkni í eldgosinu hefur haldist nokkuð stöðug síðan í gær og hrauntunga sem stefnir í átt að Suðurstrandavegi hreyfist hægt. Hraunið þekur nú um sex ferkílómetra svæði og um þrjú hundruð metrar eru frá syðri hrauntungunni að veginum. Barmur tjarnarinnar hélt Í jaðri hrauntungunnar var hrauntjörn og Almannavarnir óttuðust um tíma að barmur hennar gæti brostið. Þá hefði hraun getað runnið hratt yfir Suðurstrandarveg. Mikil brennisteinsmengun var á svæðinu í dag og orkuver HS orku var rýmt vegna hennar. Fólk sneri aftur til vinnu síðdegis í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fór yfir stöðuna. „Þetta eru orðin sjö gos núna á þremur árum og þau síðustu hafa verið mjög svipuð þarna í Sundhnúksröðinni. Gosin í Fagradalsfjalli og þar voru öðruvísi, miklu langdregnari og ekki eins kröftug í upphafi. En þetta sem við sjáum núna er að hegða sér öðruvísi en hin gosin sem hafa komið. Það byrjaði að vísu mjög svipað og var nú kröftugast af þeim. Það sem er öðruvísi er að það virðist vera mjög stöðug virkni í þessu gosi,“ segir Magnús Tumi. Stefnir í lengra og meira gos Það þýði að eldgosið nú gæti varað lengur en hin gosin sem komið hafa upp á sömu slóðum. Hraunið sé núna orðið töluvert stærra en úr hinum gosunum. „Við verðum að bíða og sjá en þetta ætlar að vera heldur lengra og heldur meira en hin.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Virkni gossins enn stöðug og hætta enn talin mikil Nýtt hættumat Veðurstofu Íslands tekur gildi í dag og mun gilda næstu tvo daga til 20. mars. Hætta er enn talin mjög mikil í Sundhnúksgígaröðinni og þá er mikil hætta vegna gasmengunar í kringum Svartsengi og vegna hraunflæðis. 18. mars 2024 16:56 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Virkni í eldgosinu hefur haldist nokkuð stöðug síðan í gær og hrauntunga sem stefnir í átt að Suðurstrandavegi hreyfist hægt. Hraunið þekur nú um sex ferkílómetra svæði og um þrjú hundruð metrar eru frá syðri hrauntungunni að veginum. Barmur tjarnarinnar hélt Í jaðri hrauntungunnar var hrauntjörn og Almannavarnir óttuðust um tíma að barmur hennar gæti brostið. Þá hefði hraun getað runnið hratt yfir Suðurstrandarveg. Mikil brennisteinsmengun var á svæðinu í dag og orkuver HS orku var rýmt vegna hennar. Fólk sneri aftur til vinnu síðdegis í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fór yfir stöðuna. „Þetta eru orðin sjö gos núna á þremur árum og þau síðustu hafa verið mjög svipuð þarna í Sundhnúksröðinni. Gosin í Fagradalsfjalli og þar voru öðruvísi, miklu langdregnari og ekki eins kröftug í upphafi. En þetta sem við sjáum núna er að hegða sér öðruvísi en hin gosin sem hafa komið. Það byrjaði að vísu mjög svipað og var nú kröftugast af þeim. Það sem er öðruvísi er að það virðist vera mjög stöðug virkni í þessu gosi,“ segir Magnús Tumi. Stefnir í lengra og meira gos Það þýði að eldgosið nú gæti varað lengur en hin gosin sem komið hafa upp á sömu slóðum. Hraunið sé núna orðið töluvert stærra en úr hinum gosunum. „Við verðum að bíða og sjá en þetta ætlar að vera heldur lengra og heldur meira en hin.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Virkni gossins enn stöðug og hætta enn talin mikil Nýtt hættumat Veðurstofu Íslands tekur gildi í dag og mun gilda næstu tvo daga til 20. mars. Hætta er enn talin mjög mikil í Sundhnúksgígaröðinni og þá er mikil hætta vegna gasmengunar í kringum Svartsengi og vegna hraunflæðis. 18. mars 2024 16:56 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Virkni gossins enn stöðug og hætta enn talin mikil Nýtt hættumat Veðurstofu Íslands tekur gildi í dag og mun gilda næstu tvo daga til 20. mars. Hætta er enn talin mjög mikil í Sundhnúksgígaröðinni og þá er mikil hætta vegna gasmengunar í kringum Svartsengi og vegna hraunflæðis. 18. mars 2024 16:56