Stórliðin með sigra á Ítalíu Smári Jökull Jónsson skrifar 17. mars 2024 19:00 Leikmenn Milan fagna góðum sigri í dag. Vísir/Getty AC Milan og Roma unnu bæði sigra í leikjum sínum í ítölsku deildinni í dag. AC Milan er því áfram í 2. sæti deildarinnar en Inter getur bætt við forskot sitt á toppnum með sigri gegn Napoli í kvöld. AC Milan var í heimsókn hjá Verona í dag og það var Theo Hernandez sem skoraði fyrsta mark leiksins þegar hann kom Milan í forystuna á 44. mínútur leiksins. Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic kom Milan svo í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks en Tijjani Noslin minnkaði muninn fyrir heimaliðið á 64. mínútu og leikurinn galopinn. Á 79. mínútu var það hins vegar Samuel Chukwueze sem innsiglaði sigur Milan með góðu marki og tryggði þrjú stig. Milan er nú sjö stigum á eftir Inter sem er í toppsætinu sjö stigum á undan. Inter á leik í kvöld gegn Napoli og getur náð tíu stiga forskoti á nýjan leik. Roma tók á móti Sassuolo á heimavelli sínum og þar var aðeins eitt mark skorað. Það skoraði Lorenzo Pellegrini í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Leikurinn var bragðdaufur en sigurinn heldur Roma í seilingarfjarlægð við efstu fjögur sætin sem tryggja þátttöku í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Þá áttu lið Fiorentina og Atalanta að eigast við í dag en leiknum var frestað með skömmum fyrirvara eftir að framkvæmdastjóri Fiorentina veiktist skyndilega rétt fyrir leik. Einhverjir leikmenn liðsins voru viðstaddir þegar Barone veiktist og var tekin sú ákvörðun að fresta leiknum. Serie A game Atalanta-Fiorentina has been postponed as Fiorentina director Joe Barone fell seriously ill earlier today and was rushed to hospital. pic.twitter.com/G0iTI7h6qa— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 17, 2024 Ítalski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Sjá meira
AC Milan var í heimsókn hjá Verona í dag og það var Theo Hernandez sem skoraði fyrsta mark leiksins þegar hann kom Milan í forystuna á 44. mínútur leiksins. Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic kom Milan svo í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks en Tijjani Noslin minnkaði muninn fyrir heimaliðið á 64. mínútu og leikurinn galopinn. Á 79. mínútu var það hins vegar Samuel Chukwueze sem innsiglaði sigur Milan með góðu marki og tryggði þrjú stig. Milan er nú sjö stigum á eftir Inter sem er í toppsætinu sjö stigum á undan. Inter á leik í kvöld gegn Napoli og getur náð tíu stiga forskoti á nýjan leik. Roma tók á móti Sassuolo á heimavelli sínum og þar var aðeins eitt mark skorað. Það skoraði Lorenzo Pellegrini í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Leikurinn var bragðdaufur en sigurinn heldur Roma í seilingarfjarlægð við efstu fjögur sætin sem tryggja þátttöku í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Þá áttu lið Fiorentina og Atalanta að eigast við í dag en leiknum var frestað með skömmum fyrirvara eftir að framkvæmdastjóri Fiorentina veiktist skyndilega rétt fyrir leik. Einhverjir leikmenn liðsins voru viðstaddir þegar Barone veiktist og var tekin sú ákvörðun að fresta leiknum. Serie A game Atalanta-Fiorentina has been postponed as Fiorentina director Joe Barone fell seriously ill earlier today and was rushed to hospital. pic.twitter.com/G0iTI7h6qa— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 17, 2024
Ítalski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Sjá meira